Edda - 01.06.1958, Síða 120
Richard Beck,
prófessor:
fslenzka eylandið í ])jóðaliafinu
vestan hafs
Richard Beck.
Útgefandi þessa rits, hr. Árni Bjarnarson
bókaútgefandi á Akureyri, hefir mælzt til þess,
að ég ritaði stutta grein fyrir það. Er mér ljúft
að verða við þeim tilmælum' hans, þar sem
ritið er sérstaklega helgað samstarfinu milli
lslendinga austan hafs og vestan. En sökum
þess, að tími er naumur til stefnu og rúmið
takmarkað, fer ég ekki út í það að ræða þau
mál að þessu sinni, þó að maklegt væri, en
verð að láta mér nægja nokkur orð, er skoðast
rnega sem hönd heim um hafið, til þess að
þakka Árna Bjarnarsyni hinn mikla áhuga
hans á samvinnumálunum milli lslendinga
yfir hafið, seni fram kemur í útgáfu þessa
myndarlega rits í stóru upplagi og í víðtækum
tillögum hans um samstarf Islendinga; jafn-
framt þakka ég þann djúpstæða góðhug í garð
vor Vestur-íslendinga, sem lýsir sér í hinu á-
gæta ávarpi Steingríms Steinþórssonar fyrrv.
forsætisráðherra Islands og greinum annarra
kunnra og mætra manna, sem hér eiga hlut að
máli.
Lesendum til glöggvunar á afstöðu íslenzka
þjóðbrotsins í Vesturheimi og á þeirri þjóð-
ernislegu baráttu, sem vér íslendingar heyjum
þar í álfu við andvígar aðstæður, vil ég leyfa
mér að taka hér upp upphafskaflann úr ræðu
þeirri, sem ég flutti við setningu 39. ársþings
Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi, í
Winnipeg þ. 24. fehrúar síðastliðinn, en þar
dró ég athygli tilheyrenda minna bæði að
tengslunum við ættjörð og ættþjóð og leitaðist
við að bregða upp táknrænni, en þó rauntrúrri,
mynd af afstöðu vors íslenzka þjóðbrots vest-
an hafs, eins og hún horfir við frá mínum hæj-
ardyrum:
Síðastliðið sumar minntumst vér íslendingar
beggja megin hafsins, eins og vera bar, 150
ára afmælis vorskáldsins Jónasar Hallgríms-
sonar, er með fögrum ljóðum sínum söng inn
í hjörtu þjóðar vorrar ást á fegurð og frelsi,
ættjarðarást og framtíðartrú. Mörg eru þau
snilldarkvæðin, sem hann gaf oss í arf og lifa
í hjörtum og á vörum þjóðarinnar, en eitt hið
118
E D D A