Edda - 01.06.1958, Page 122
málin við ísland hafa þá einnig frá upphafi
vega félagsins og fram á þennan dag, í full
39 ár, verið grundvallarþáttur í allri starfsemi
þess, en, eins og augljóst er öllum þeim, sem
um það hugsa, þá standa þjóðernis- og menn-
ingarrætur vor Islendinga í Vesturheimi djúp-
um rótum í andlegum jarðvegi ættjarðarinnar.
Hugurinn og hjartað „bera heimalands mót“,
eins og Klettafjallaskáldið sagði fagurlega,
hvert sem sporin kunna að liggja um heiminn,
og jafn spaklega mæltist honum, er hann
rnælti: „Þín fornöld og sögur mér búa í barm.“
Allt það, sem eflir samstarfið milli Islend-
inga yfir hafið og tengir oss íslenzka Vestmenn
heimalandi og þjóð fastari böndum, er oss því
mikill styrkur í þjóðræknisbaráttu vorri. Með
það í huga þakka ég, í nafni Þjóðræknisfélags-
ins, margvíslegan stuðning heiman um haf,
írá ríkisstjórn Islands og öðrum aðilum, á
liðnum árum. Hinar fjölþættu tillögur Árna
Bjarnarsonar fara í þá átt að auka samstarfið
yfir hafið að stórum mun og skipuleggja það.
Eiga þær það sannarlega skilið, að þeim sé
gaumur gefinn beggja megin hafsins, eins og
Steingrímur Steinþórsson hvetur til í ávarpi
sínu, og mun ég því á næstunni leggja þær fyrir
stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins til ræki-
legrar athugunar.
Þjóðræknisfélagið á fertugsafmæli í febrú-
ar næstkomandi. Væri það sannarlega í sam-
ræmi við göfugan tilgang þess og viðleitni á
l’arinni starfsbraut þess, ef takast mætti ein-
rnitt á þeim tímamótum að auka hin menning-
arlegu samskipti og samvinnuna milli Islend-
inga austan hafs og vestán, og þá um leið efla
starfsemi félagsins.
„Megin-bandið“, sem skáldið talar um í
kvæðinu andríka til vor Vestur-Islendinga,
„málið fræga söngs og sögu“, tengir oss enn
saman, Islendinga, yfir hafið, og vissulega er
það einlæg ósk góðra Islendinga beggja megin
hafsins, að sú tengitaug, brú frændseminnar,
vor í milli megi enn standa traustum fótum um
ókomin ár. Aukið samstarf myndi stuðla að
viðhaldi málsins og menningarerfðanna, og þá
um leið ættartengslanna, vestan álanna.
120
E D D A