Edda - 01.06.1958, Síða 124
íngi lians fékk þetta stórkostlega kvæði líf,
stund og staður lyftu því í hærra veldi. Inni í
litla samkomuhúsinu var loftið þrungið samúð
með landnámsmönnunum, sem háðu vonlausa
baráttu í ókunnu landi:
Gullið var, sem grófst þar með þeim,
gildir vöðvar, — afl var léð þeim, —
þeirra allt, sem aldrei getur
orku neytt á Sandy Bar.
Það, sem ekki áfram heldur,
er í gröf á Sandy Bar.
Aðrir héldu baráttunni áfram og þetta kvöld
fögnuðu þeir af heilum huga fjölmennum hóp
að „heiman“. Eg virti þessi harðgerðu og á-
kveðnu andlit fyrir mér. Það var drenglund í
svipnum. Við sungum nokkur lög, m. a. Sprett
með aðstoð Guðmundar Jónssonar. Því lagi
var sérstaklega vel tekið. — Og svo var rabbað
saman. Það voru sagðar sögur og hlegið dátt.
Það var orðið áliðið nætur, þegar gengið var
til hvílu þennan dag. Við söngfélagarnir fór-
um tveir og tveir saman í hóp til gistingar á
heimilunum í nágrenninu. Það var sannarlega
góð tilbreyting frá hótelunum.
Kominn var snjór á jörð, þegar við vöknuð-
um að morgni. Nú sáum við sléttuna miklu í
Rauðárdalnum. Pembina fjöllin í vesturátt. I
austurátt Rauðá, sem fellur í Winnipegvatn.
Mér var hugsað til séra Páls Þorlákssonar, at-
orkumannsins mikla, sem gekkst fyrir land-
náminu hér. Ég sá í anda fyrstu landnáms-
mennina fátæka og snauða setjast hér að. Það
var haustið 1879, sem 50 íslenzkar fjölskyldur
hófu hér landnám. En veturinn, sem fór í hönd,
var mjög harður. „Mörg hús voru matarlaus í
einu. Var haldið spart á öllu eftir því sem hægt
var, og menn mega eiga það, að þeir voru nýtn-
ir og sparsamir þann vetur“, segir séra Páll á
cinum stað um fyrsta árið íslendinganna í þess-
ari byggð. Séra Páll lagði mikið á sig til þess að
hjálpa löndunum við að koma upp húsum og
bústofni. Þar sem Mountain stendur nú, gaf
hann land undir kirkju. Lét höggva eikarbol-
ina til smíðinnar og flytja að, en entist ekki
aldur til smíðinnar. Hann dó úr lungnaberkl-
um aðeins 33 ára gamall. En kirkjan reis,
fyrsta íslenzka kirkjan í Vesturheimi, árið
1884. Ég minnist þess einnig, að í þessari
byggð var stofnað það félag, sem lengst hefur
haldið uppi starfsemi á sviði þjóðrækniSmála:
Hið Evangeliska Lútherska Kirkjufélag Is-
lendinga í Vesturheimi. í Eyford kirkjugarði
liggur grafinn K. N.-skáld, og fannst okkur
mikið til um hinn myndarlega minnisvarða,
sem honum hefur verið reistur að verðleikum.
Ég heimsótti séra Egil Fáfnis, og naut gest-
risni á yndislegu heimili hans. Um kvöldið var
svo sungið i Cavalier, og kornu þangað Islend-
ingar frá hinum fjarlægustu stöðum. Þarna var
okkur heilsað af íslenzkum karlakór.
Næsti dagur var sunnudagur, 17. nóvember.
Kveðjustundin nálgaðist. Við hlýddum messu.
Einn úr okkar hópi sté í stólinn, séi'a Marinó
Kristinsson, prestur á Valþjófsstað. Fyrir alt-
ari þjónaði séra Egill. Hann ávarpaði okkur
og bað fyrir kveðjur heim. Til fjallanna, foss-
anna og fólksins. Þær óskir staðfesti hann með
því að syngja O, blessuð vertu sumarsól.
Á ferðalagi sínu um byggðir Vestur-Islend-
inga hafði faðir minn kynnzt séra Agli, og voru
þeir góðir vinir. En einkennileg var sú tilvilj-
un, að þeir skyldu báðir verða bráðkvaddir
sama daginn, tæpum sjö árum síðar.
Við kvöddum svo þetta elskulega fólk, full-
ir af þakklæti. Var nú haldið aftur suður á
bóginn til Grand Forks, beint heim til dr. Beck.
Þar höfðu þegar safnazt saman nokkrir landar
búsettir þar í borg, ásamt nokkrum Islandsvin-
um. Lærdómsríkt var að koma á þetta háís-
lenzka heimili, prýtt íslenzkum málverkum og
122
E D D A