Edda - 01.06.1958, Page 125
öð rum þjóðíegum gripum. Eu gat nokkur undr-
ast? Eg hefi ekki kynnzt íslenzkari manni en
dr. Beck er, þrátt fyrir langa fjarvist frá Is-
landi. Eigi að síður kemur þetta einkennilega
fyrir sjónir í stórborg í fjarlægri heimsálfu. Dr.
Beck hefur unnið stórvirki á sviði þjóðræknis-
mála, ég vil segja heggja megin hafsins. Fyrir
sl ík störf uppskera menn ekki veraldleg verð-
mæti. Það veit bæði dr. Beck og aðrir þeir, er
að þeim málum starfa. En þetta starf er þeim
hjartfólgið, — svo hjartfólgið, að því er hald-
ið áfram, þar til æfin er öll. Þannig er starfi
þessa ágæta vinar míns háttað. Að afloknum
samsöng og samsæti í þessari borg var haldið
norður á bóginn, yfir landamærin og inn í
brezka heimsveldið til Winnipeg, höfuðstaðar
Islendinga í Vesturheimi. Ekið var að ein-
hverju bezta gistihúsi borgarinnar. Þar tóku
á móti okkur m. a. Grettir ræðismaður Jóhanns-
son og séra Valdimar J. Eylands. Það var
komið fram yfir miðnætti, og menn tóku á sig
náðir.
Dagurinn, sem í hönd fór, var viðburðarík-
ur. Fyrst bauð borgarstjórinn okkur til hádeg-
isverðar í Forth Garry hótelinu. Það var ein
hin mesta opinbera viðurkenning, sem okkur
var sýnd á öllu ferðalaginu. Þar eru slíkar
veizlur af opinberri hálfu mjög sjaldgæfar. En
þarna nutum við hinnar miklu virðingar og
frábæra álits, er landarnir í Winnipeg hafa
áunnið sér. Borgarstjórinn ávarpaði okkur
gestina. Séra Valdimar flutti mjög snjalla
ræðu og mælti á ensku. Yfirbi'agð hans og
ræðuflutningur var það tignarlegasta, sem ég
hafði nokkru sinni séðA’ Var okkur að lyktum
* Hann endaði ræðu sína með þessum orðum: „We are
profoundly grateful to you gentlemen of the City Council,
that you have helped us so graciously in welcoming these
men, so that Winnipeg will stand out in their recollections
of the entire tour when it is completed, as the city wich
showed the a signal honor. In honoring them, you have also
afhent skjaldarmerki borgarinnar að gjÖf. Nú
var lialdið til fyrstu lúthersku kirkjunnar, og í
samkomusal safnaðarins var fyrir fjöldi landa.
Til þess að auðvelda kynnin voru okkur af-
hent spjöld sem á var letrað nafn okkar hvers
um sig, og skyldum við festa spjöld þessi í
lmappagatið. Allir vorum við með minnisbæk-
urnar á lofti og skrifuðum nöfn og kveðjur.
Varð úr æði langur listi hjá sumum. Þetta
kvöld sungum við í Civic Auditorium fyrir
fimm þúsund áheyrendum.
Nú rann upp síðasti dagur okkar í byggð-
um íslendinga, og var honum að mestu leyti
eytt á heimilum vina og ættingja. Og þann dag
er aftur sungið í Civic Auditorium. Landstjóri
Manitobafylkis var þar viðstaddur. Unt leið
og hann gekk í salinn stóðu allir upp — og
um leið lék forstöðumaður sönghallarinnar
herra Gee brezka þjóðsönginn á hljóðfærið.
Þetta var hátíðleg stund, og móttökurnar, sem
kórinn fékk þetta kvöld voru þær innilegustu
og beztu á öllu ferðalaginu. Dagur þessi end-
aði með kveðjusamsæti í veitingahúsi er
nefndist The Flame, og það var mikil „stemn-
ing“ á Flame þetta kvöld. En ekki veit ég hvort
það var af þeim ástæðum, eða þá skyldleika
við sitt eigið nafn, að þetta veitingahús brann
til kaldra kola nokkru síðar.
Mér verður minningin um komuna til
Vestur-íslendinganna ávallt minnisstæð.
Karlakór Reykjavíkur leysti af hendi merki-
legt kynningarstarf. í skrautrituðu ávarpi frá
stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags Islendinga í
Vesturheimi segir m. a.: „I hljómlist yðar höf-
honored us, and may I suggest that you have honored the
because we were here first. We can in no way reward you
except by promising you to continue to be good citizens jf
Winnipeg, and of Canada, the land of our, and our children’s
destiny."
EDDA
123