Edda - 01.06.1958, Síða 127
Steindór Steindórsson,
yfirkennciri:
Vitinn
Enn er mér í fersku minni, þegar ég á barns-
aldri heyrði talað um Ameríkuferðir. Þær
voru að vísu að fjara út á þeim árum, en samt
voru alltaf einhverjir á ári hverju, sem vestur
fóru, og hinir ef til vill fleiri, sem ráðgerðu
vesturferð, þótt ekkert yrði úr. Og fréttirnar
að vestan bárust í bréfum og blöðum og voru
læddar manna á milli. Þær voru bæði illar og
góðar. Ég heyrði talað um, að hagl eða engi-
sprettur hefðu grandað uppskeru bændanna,
stundum var talað um flóð, sem valdið hefðu
stórtjóni. En skrafdrýgst varð mönnum þó um,
hversu þessum eða hinum hefði vegnað vel
eftir að vestur kom. Konu nokkra, sem oft
ræddi um að flytja vestur, heyrði ég segja frá
því, að frændi hennar einn þar vestra, hefði
gefið hverjum af frændfólki sínu, sem vestur
fluttu kú, er þeir hófu búskap, og sá ekki á bú-
slofni hans, þótt frændurnir og frændkonurnar
væru býsna mörg. Og það þótti ekkert smáræði
i mínu ungdæmi að gefa heila kú og það hvað
eftir annað.
Steindór Steindórsson.
í barnshuga mínum vöknuðu margar spurn-
ingar um þetta furðuland, þar sem ókennd
náttúruöfl, því að hagl og engisprettur voru
manni ókunnir hlutir, grönduðu uppskeru
bændanna, en samt urðu menn þar svo ríkir á
fáum árum, að þá munaði ekkert um að gefa
brott eina eða fleiri kýr á hverju ári. Merki-
legt land hlaut hún að vera þessi Ameríka. En
áleitnust varð þó spurningin um, hvers vegna
rnenn væru að flytja vestur. Og enn á fullorð-
insárunum eftir að dularblæju fjarlægðarinn-
ar hefir verið svipt brott af álfunni handan við
hafið, og ég hefi gist landa vora í Vesturheimi,
hvarflar spurningin um orsakir vesturferðanna
oft í lrugann.
Enginn vafi er á þyí, að örðugt árferði, illt
stjórnarfar og raunveruleg offjölgun fólksins á
Islandi hefir átt drýgstan þáttinn í að skapa
fólksstrauminn vestur um haf, en þó að við-
bættri þeirri útþrá og eirðarleysi, sem er býsna
ríkt í eðli Islendinga, og þeirri ríku sjálfs-
bjargarhvöt, sem þeim er í blóð borin. En auk
E D D A
125