Edda - 01.06.1958, Síða 131
Steingrímur Steirtþórsson,
fyrrv. forsœtisráðherra:
r
Avarp
Það mun almennt viðurkennt af öllum, er
kynnt liafa sér það mál, að þjóðarbrotinu ís-
lenzka í Vesturheimi hafi vegnað vel og getið
sér hinn bezta orðstír í keppni þeirri hinni
miklu og að nokkru leyti miskunnarlausu, er
þar hefur átt sér stað milli þjóða þeirra hinna
fjölmörgu, er myndað liafa ríkin í Norður-
Ameríku. Munu þó fáar þjóðir hafa komið
snauðari að fjármunum og á þann hátt verr
undirbúnar til þess að liefja þar landnám, en
einmitt landnemarnir íslenzku.
Sárt var fyrir hina fámennu og fátæku ís-
lenzku þjóð að missa af landi burt jafn margt
af velgerðu og ágætu fólki eins og var á aðal-
útflutningsárunum, eða á síðasta fjórðungi
uítjándu aldar. Voru þá oft vœringar og margt
misjafnt talað á báða bóga, þeirra er heima
sátu og liinna, sem brott fluttu, en flestir fóru
vegna þess neyðarástands, er þá ríkti með
þjóð vorri heima fyrir.
Þótt þetta væri viðkvæmt mál um s. I. alda-
Steingrímur Steinþórsson.
rnót og þar áður, þá er það löngu gleymt nú
— og sárindi þau, er fylgdu á báðar hliðar
löngu grafin og að mestu leyti gleymd. Nú
gleðjast allir Islendingar yfir hverjum sigri,
sem landar vorir í Vesturheimi vinna, hvort
sem það eru félagslegir sigrar eða einstakl-
ingar, sem vinna þá. Hitt er og alkunna, hve
Vestur-Islendingar taka ríkan þált í kjörum og
starfi voru hér heima og hve þeir á innilegan
og fölskvalausan hátt gleðjast yfir liverju fram-
faraspori, er hér er stigið, og enda oft ái tíð-
um lagt drjúga fjársjóði fram til mestu nauð-
synja- og framfaramála, sem vér erum að
vinna að hér á landi. Það er því engum vafa
undirorpið að Vestur-Islendingar flestir líta
enn á sig sem sanna 1 slendinga, sem vilja veg
og virðingu íslenzku þjóðarinnar sem mesta
á öllum sviðum og spara hvorki fé né fyrir-
höfn til þess.
Landnámsmennirnir íslenzku í Vesturheimi
eru nú fallnir og fluttir yfir landamærin ó-
E D D A
129