Edda - 01.06.1958, Blaðsíða 133
bezt tillögur Árna Bjarnarsonar, og ég vona
að sú athugun leiði í Ijós, að nægur áliugi sé
fyrir hendi til þess að liefja raunliœft starf á
grundvelli tillagnanna. Arni Bjarnarson gerir
ráð fyrir að tvœr nefndir verði skipaðar, önn-
ur liér heima og hin meðal Vestur-Islendinga,
er annist framkvœmdir og vinni saman að
þeim mörgu verkefnum, er um getur verið að
ræða. Þetta tel ég sjálfsagt og rétt. En nefnd-
irnar einar leysa ekki allan vanda, þótt
þær séu skipaðar góðum mönnum. „Auðurinn
er afl þeirra hluta, sem gera skal“, er gömul
staðreynd, sem ekki verður gengið fram lijá.
Nefndir þessar þurfa að hafa nokkur fjárráð.
Lg lít svo á, að Aljnngi beri að leggja nokkurt
fé. fram í ]>essu skyni, en jafnframt mœtti
vinna að fjáröflun á annan hátt frá áliuga-
mönnum, svo og með sölu merkja, happdrætti
og á fleiri vegu. Eg veit að Vestur-Islendingar
murnlu sjá um sinn hluta af kostnaði við þetta
starf, það er til eflingar íslenzku þjóðerni í
Vesturlieimi, samkvœmt Jnií, sem hér hefur
stuttlega verið minnst á og tillögur Arna Bjarn-
arsonar fjalla um.
Eg er þess fullviss, að oss hér heima á Is-
landi jafnt og Vestur-Islendingum er mikil
þörf á að skipulagt starf verði tekið upp til
verndunar og eflingar íslenzks ]}jóðernis. An
efa er hið íslenzka þjóðfélag eitthvert ein-
kennilegasta og ég vil leyfa mér að bœta við
merkasta fyrirbæri í framvindu lífsins á hnetti
vorum. Þjóðin er minnsta sjálfstæða menning-
arþjóð, er þekkist. Um eitt skeið var hún að
því komin að verða aldauða í landi sínu —
og eru ekki nema tœpar tvær aldir síðan að
svo var ástatt. En meðal þessarar örsmáu og
snauðu þjóðar hefur þróazt sérstæð menning.
Er saga hinnar íslenzku þjóðar dæmi — eitt
af mörgum — um að smáar þjóðir víða um
lieim hafa oft og tíðum lagt stóran skerf til
heimsmenningarinnar og jafnvel í ýmsum til-
fellum farið frarn úr mörgum sinnum fólks-
fleiri þjóðríkjum. Má nefna dœmi um þetta,
livort sem er á sviði bókmennta, lista, stjórn-
mála eða aðrir menningarþættir koma til
greina.
Það er mikil nauðsyn fyrir hina smáu ís-
lenzku þjóð, að átta sig vel á þessu — og trúa
því statt og stöðugt, að oss sé œtlað mikið verk-
efni í menningarstarfi alþjóða. Það getum við
bezt rœkt og náð mestum árangri, ef vér vinn-
um að sem beztu og traustustu samstarfi við
landa vora í Vesturheimi. Þetta rit, sem hér
kemur fyrir almenningssjónir á að vera spor
í þá átt.
Upplag „Eddu“ er svo stórt, að flest heim-
ili íslenzk í Vesturheimi ættu að geta fengið
eintak af bókinni og jafnframt mjög mörg
heimili hér heima. I „Eddu“ hafa skrifað
ýmsir af þeim mönnum íslenzku þjóðarinnar,
sem í fremstu röð starnla nú. Ummæli þeirra
lýsa vel hug vor Islendinga liér heima til ykk-
ar, landar góðir, er vestan hafs búið.
Eg sendi svo öllum löndum vorum vestan
liafs beztu kveðjur og árnaðaróskir.
5. nóvember 1957.
»
E D D A
131