Edda - 01.06.1958, Side 134
Thor Thors,
sendiherra:
Treystum tryggða-böndin.
Eflum raunhæft samstarf
Thor Thors.
„Eflum samstarfið“, sein hr. Árni Bjarnar-
son sendi mér nýverið, er rit, sem ber vott um
mikinn áhuga og einlæga löngun til að auka
samskipti og samband Islendinga við fólk það
af íslenzku bergi brotið, sem búsett er í Vestur-
heimi, og við í daglegu tali köllum Vestur-
Islendinga. Allar hinar 40 tillögur Arna í
þessu máli eru athyglisverðar. Allar miða þær
að sama marki, og hefir ýmsum þeirra oft ver-
ið áður hreyft. Sumar hafa verið framkvæmd-
ar að meira eða minna leyti og framkvæmd
sumra hefir jafnvel strandað og algjörlega
fallið niður vegna áhugaleysis, eða réttara sagt
vegna þess, að framkvæmdin gat ekki byggst
á raunhæfum grundvelli.
Allt samstarf verður að grundvallast á gagn-
kvæmri ósk til samskipta eða viðkynningar.
Aðeins að því leyti og innan þeirra takmarka
getur það blessast. Samstarfið verður að skap-
ast með eðlilegum hætti og getur aðeins þróast
svo fremi, og að því leyti, sem báði.r aðilar
óska. Án þessara vaxtarskilyrða dofnar sam-
starfið og visnar fljótlega að fullu. Allar til-
raunir annars aðilans til óeðlilegra athafna,
sem ekki byggjast á gagnkvæmri ósk eða henti-
semi beggja, munu reynast til lítils gagns, eða
geta jafnvel orðið til tjóns.
Fyrsta skilyrðið til samstarfs milli íslend-
inga og þeirra, sem við köllum Vestur-íslend-
inga, er að við skiljum og þekkjum hvorir
aðra. Skiljum líf, aðstöðu og umhverfi hvors
annars eins og þetta er nú á vorum dögum.
Hugmyndirnar frá síðasta fjórðung 19. aldar-
innar, er meginhluti fólksflutninganna til
Vesturheims fór fram, tilheyra nú sögunni og
eiga sér ekki lengur neina stoð í veruleikan-
um. Samt eru þær ennþá til í hugum margs
fólks, bæði á Islandi og í Vesturheimi. Sumt
elzta fólkið á elliheimilum Vestur-íslendinga
heldur að gömlu, litlu og fornfálegu kistlarnir
þeirra, sem geymdir eru niðri í kjallara, séu
tákn hins mesta veraldarauðs íslendinga. Þeg-
132
EDDA