Edda - 01.06.1958, Síða 135
ar ég fór að heiman sumaríð 1940 tíl starfa
fyrir land mitt Jiér vestanhafs, sagði ein roskin
kona við mig: „Ekki skil ég í þér að gjöra
okkur þetta.“ „Nú, Jivað þá,“ sagði ég, og átti
mér einskis ills von. „Jæja“, sagði gamla kon-
an, „ég álíl bara, að þú sért dauður. Að fara
til Ameríku er það sama og vera dauður fyrir
okkur hérna, alveg eins og að fara til annars
hnattar‘‘. Gamla konan þóttist tala af reynslu.
Bræður hennar höfðu ungir fylgst með
straumnum vestur um liaf, og aldrei komið
aftur. Nýlega er ég var heima í sumarleyfi
sagði einn góður vinur minn, miðaldra Jjóndi,
við mig, mjög alvöruþrunginn: „Aldrei hefði
ég trúað því, að þú færir lil Ameríku.“ I huga
hans þýddi það að fara til Ameríku það sama
og segja að fullu skilið við fósturjörðina og
hverfa á brott, á landflótta út til yztu stranda.
Allar slíkar liugmyndir ættu nú í dag að til-
heyra fortíðinni. Þær eru orðnar úreltar og
fráleitar.
Frá því að fólkið streymdi frá Islandi í lok
síðustu aldar hefir orðið gjörbreyting um
gjörvallan heim, og þá auðvitað einnig, og
ekki sízt á Islandi og í þeim tveim þjóðlönd-
um, sem fólk íslenzkrar ættar hyggir í Vestur-
lieimi. Sú eymd og fátækt, það vonleysi og ráð-
leysi, sem ríkti á Islandi, þegar fólkið flutti
þaðan, er hamingjunni sé lof, allt löngu horfið.
ísland er nú í dag land nýtízku tækni og stór-
tækra framleiðslutækja, land blómlegra sveita
með reisulegum og vistlegum býlum, land
nýrra skipa og fiskiháta, verksmiðja og frysti-
húsa, land vaxandi iðnaðar og stöðugt nýrra
verkefna. Land efnaðrar, framsækinnar og
ánægðrar menningarþjóðar, sem Jivergi Jriður
fyrirgefningar á tilveru sinni og liefir engan
hug á að slíta henni, þótt þjóðin sé fámenn og
verkefnin oft erfið og jafnvel stundum heilt
Grettistak svo fáum höndum. Það flýr enginn
Island lengur vegna fátæktar eða vonleysís.
Vestur-Islendingamir eru ekki lengur neinir
frumbýlingar í nær vonlausri baráttu við
náttúruöflin í óbyggðum, fjarri vinum, mál-
lausir og allslausir. Vestur-Islendingar vorra
tíma eru afkomendur frumbýlinganna, fólk af
annarri, þriðju og fjórðu kynslóð. Það er flest
við góð lífskjör og viðunandi störf. Fólk
þetta unir sér yfirleitt vel í fósturlöndum
sínum. Sumt er mjög mikils metið í hinum
rniklu heimalöndum þess. Vestur-Islending-
ar eru ríkisborgarar og þjóðfélagsþegnar í
Kanada og Bandaríkjunum og hafa vottað
þessum löndum hollustu sína og þegnskap.
Sumir þeirra hafa hætt lífi sínu fyrir föður-
landið og frelsið í heiminum í einni eða tveim-
ui heimsstyrjöldum. Margt af þessu fólki hefir
aldrei ísland litið og fæst af yngra fólkinu
talar eða les íslenzkt mál. Það hefir vaxið upp
í skólum hinna nýju landa, allir vinir þess eru
þar, og fólkið hefir orðið að ryðja sér braut
til menntunar og starfa í hinum nýju löndum,
reist sér þar heimili og komið nýrri kynslóð
fram til mennta og starfs. Fólkið veit að það
á ætt sína að rekja til íslands, á þar skyld-
menni, og að þaðan streymir vinarhugur yfir
geima og höf. Þessu er eins varið, að aðalefni
til, um nær alla íbúa hins nýja heims.
Forfeðurnir komu flestir handan um haf, úr
löndum hins gamla heims.
Við þurfum að skilja það til hlítar, að
fólkið vestanhafs, sem á ættir sínar að rekja
til Islands, er nú í dag farsælir, traustir og
tryggir þegnar Kanada og Bandaríkjanna. Við
megum því, í guðanna bænum, ekki fara að
ímynda okkur, að íslendingar eigi að skera
upp herör tii að uppgötva Ameríku í annað
sinn, í þeim tilgangi og þeirri von að finna
þar íslenzka nýlendu og íslenzka nýlenduþjóð.
Slíkt væri mikil fjarstæða. Við skulum heldur
E D D A
133