Edda - 01.06.1958, Síða 139
ið. Sífelld samskot verSa fivimíeiÖ, þegar til
lengdar lætur, og geta að lokum valdið leið-
indum, og jafnvel stöðnun. Athugum t. d., að á
síðustu árum hafa Vestur-Islendingar með
frjálsum samskotum lagt fram 100.000 doll-
ara til þess að koma upp kennarastól í íslenzk-
um fræðum við Háskóla Manitoha. Þeir hafa
endurreist elliheimilið Betel á Gimli. Þeir
hafa komið upp elliheimilinu Stafholt í Blaine
í Washingtonríki, og ótal mörgu fleira hafa
þeir komið í framkvæmd. Allt hefir þetta kost-
að fórnir. Það verður að forðast það, að þjóð-
ræknisviðleitnin verði áníðsla á einstökum
mönnum eða almenningi til leiðinda.
Hvað höfum við gjörl Iieihia? Harla lílið.
Við höfum þó sent marga fulltrúa að heiman
til fyrirlestra og ræðuhalda. Hr. Arni Bjarnar-
son minnist á nokkra þeirra í grein sinni. Við
höfum úthúið kvikmyndir og sent bækur og
blöð. Við höfum gefizt upp við að halda Vest-
mannadaginn heima vegna áhugaleysis, og van-
rækt að kaupa vikublöð Vestur-íslendinga og
tímarit þeirra.
Það væri æskilegt að halda einn Vestmanna-
dag árlega á Islandi, og þá helzt í sambandi
við heimsókn Vestmanna. Einnig væri sérstakt
hátíðarúlvarp einu sinni á ári helgað Vestur-
Islendingum mjög viðeigandi. En ekki fæ ég
séð, að nægilegt fréttnæmt efni sé að vestan
fyrir vikulegt útvarp. Ideppilegra væri að hafa
ekkert fyrirfram ákveðið, en láta efni ráða tíð-
leik útvarps. I þessu efni sem öðrum þáttum
þessa máls verður að forðast það að ofgjöra
hlutina, en það ber að takmarka sig við það,
sem eðlilegast er.
Það væri mjög æskilegt, að Þjóðræknisfélag-
ið á íslandi, sem hefur aðsetur í Reykjavík,
færði út starfsemi sína og stofnaði deildir víðs
vegar út um land, en ekki tel ég að þá þyrfti
aðrar svo-kallaðar framkvæmdanefndir í þess-
um málum.
Um allt þetta mikla og viðkvæma mál á það
við sem endranær, að það „varðar mest til allra
orða, undirstaða rétt sé fundin“.
Við íslendingar getum margt lært af Vestur-
íslendingum. Tryggð þeirra, rótfesta og stöð-
uglyndi er aðdáunarverð. Þeir hafa verndað
arfleifð, þrek, kjark og margar dyggðir for-
feðranna. Þeim hefir flestum tekizt að vernda
það hezta í íslendingseðlinu, og sýnt sanna
tryggð við gamla landið. Þessi tryggðabönd
skulum við vernda og treysta og vera sammála
1 Æggja megin hafsins um að fresta og auka
það samstarf, sem er raunhæft, og báðum að-
ilum æskilegt og gagnlegt.
Washingtón D. C., apríl 1958.
E D D A
137