Edda - 01.06.1958, Blaðsíða 140
Vilhjálmur Þ. Gíslason,
úlvarpsstjóri:
Nýtt land og gamalt
Það er ánægjulegt að koma í byggðir íslend-
inga vestan hafs. Þar er myndarskapur og
rausnarskapur víða, vinnusemi og framsókn.
Hjá gamla fólkinu lifir enn minningin um
ganda heimalandið, hlý og síspurul og leit-
andi í átthagana. Það eru oft annarlegar hug-
rnyndir, sem þetta fólk hefur um Island og
fjarri þeim veruleika, sem hér er nú, minning-
ar um ömurlega og sára tíma, sem hér heima
eru löngu liðnir. Nú er hér á flestum sviðum
allt öðru vísi umhorfs en áður var, þegar þetta
gamla fólk hvarf af landi hrott af illri nauð-
syn.
Unga fólkið vestra hefur eðlilega um þetta
aðrar hugmyndir, í þess augum er ísland fjar-
lægt ættland, en þetta fólk hefur eignast nýtt
föðurland og nýja tungu.
Við þessu er ekkert að gera, þetta er lífsins
!/ilhjálmur Þ. Gíslason.
gangur. Samt er svo mikið af íslenzkri sögu og
íslenzkum erfðum í hyggðum landa vestan-
hafs, að sjálfsagt er að halda til haga öllum
siíkum verðmætum, sem þaðan eru fáanleg og
að halda lifandi og skynsamlegu samhandi,
eftir því sem auðið er, við þá sem sama sinnis
eru um þetta þar vestra.
Eg reyndi einu sinni að gera grein fyrir því,
sem mér þótti markverðast um þetta, í erindi
í Winnipeg og átti ljrot úr því að koma hér,
en getur ekki orðið að þessu sinni.
Þessi fáu orð eru til þess eins ætluð að minn-
ast þess með þakklæti, er ég kom eitt sinn
snögga ferð til landa vestra og til þess, ef
verða mætti, að leggja lið þeirri viðleitid, sem
fram fer fyrir atheina Arna.Bjarnarsonar og
annarra, til þess að varðveita vestur-íslenzk
menningarverðmæti og efla tengslin við ísland.
138
E D D A