Edda - 01.06.1958, Qupperneq 143
Þorsteinn M. Jónsson,
skólastjóri:
,.Það gaf okkar metnaði flug44
Þorsteinn M. Jónsson.
„Sé talið að' við höfum tapaff,
að tekið sé þjóðinni blóð,
því fimmtungur fáliðaðs kynstofns
sé falinn með erlendri þjóð,
þá ber þess að geta, sem græddist:
Það gaf okkar metnaði flug
að fylgjast með landnemans framsókn
og frétta um Væringjans dug.“
(Orn Arnarson).
Er ég man fyrst eftir mér, heyrði ég oft
getið um stórt land, sem héti Ameríka, og þar
ætti ég tvo föðurbræður, Metúsalem og Guðna.
Þegar ég fór að gera mér grein fyrir því hvað
væri lönd, fannst mér mest til um Ameríku
allra landa. Metúsalem föðurbróðir minn
hafði sent föður mínum stóra mynd af hú-
r
garði sínum. A myndinni sást stórt og fallegt
hús, há skógartré, margar kýr og hestar, og
eftir því sem mér var sagt, voru hestarnir
miklu stærri en hestarnir heima. A myndinni
sáust vélar og verkfæri, sem voru þá óþekkt í
minni sveit. Þar voru og stórar kornhlöður,
stærri en heyhlöðurnar iieima. Svo bar það
við sem oftar, að gest bar að garði heima hjá
mér. En gesturinn, sem var náfrændi minn,
var ekki neinn venjulegur ferðalangur. Hann
var kominn alla leið vestan frá Ameríku. Hann
sagði frá mörgu, sem mér þótti merkilegt að
heyra: Frá vögnum, sem þytu með feikna
hraða eftir járnbrautum. Með þeim ferðaðist
íólkið, en ekki á hestum eins og heima. Hann
sagði mér frá því, að í Ameríku byggju ekki
eingöngu íslendingar og aðrir hvítir menn,
heldur einnig rauðir menn og svartir. I ævin-
týrum liafði ég heyrt um Svertingja eða Blá-
menn öðru nafni, en að tala við mann, sem
hafði séð þá, fannst mér öllum ævintýrasögum
merkilegra. Ég átti oft tal við þennan frænda
minn. Hann sagði mér frá hinu stóra ríki,
Bandaríkjunum, sem væri hluti af Ameríku,
og fyrir því réði forseti, sem væri eins vold-
ugur og konungur, og ríki hans væri miklu
stærra en flest kóngsríki. En það, sem mér
E D D A
141