Edda - 01.06.1958, Page 145
flytja vestur, veit ég ekki, því að aldrei kom
neinn þeirra á heimili foreldra minna frá þeim
tíma, sem ég man eftir mér. Þeir liafa líklega
frétt, að það myndi árangurslaust. Um 1890
batnaði árferði og dró þá úr vesturferðum, og
úr rninni sveit flutti enginn frá því að ég man
fyrst eftir mér og þar til komið var fram um
aldamót, en þá fór þrennt af nánu frændfólki
mínu.
Um aldamótin höfðu um 12000 menn flutt
frá Islandi vestur um haf til Ameríku. Þetta
var mikil hlóðtaka, þar sem fólksfjöldinn hér
á landi um 1890 var aðeins 70000.
Eftir aldamótin tók að mestu fyrir fólks-
strauminn frá Islandi til Ameríku, enda rak
þá ekki óáran eða erlend kúgun neina burt úr
landinu. En útþráin var samt ekki svæfð, og
hennar vegna hafa nokkrir farið úr landi á
hverju ári.
Ég hefi minnzt á vesturfaraagentana svo-
kölluðu. Yið aðeins einn þeirra hefi ég átt
orðaskipti. Það var um mánaðamótin apríl—
maí 1904. Eg hafði um veturinn setið í 1.
bekk Möðruvallaskóla, sem var þá fluttur til
Akureyrar, en var nú á leið heim til mín með
skipi til Austfjarða. Að degi til sigldi skipið
út úr Eyjafirði og austur með Fjörðunum svo-
kölluðu, Þorgeirsfirði og Hvalvatnsfirði. Firð-
irnir eru miklar snjóakistur, og í þetta skipti
var þar mikill snjór í fjöllum og allmikill á
láglendi með sköflum í sjó fram. Eg var ann-
ars farrýmisfarþegi, stóð uppi á þilfari og
horfði til lands. Kernur þá út úr fyrsta far-
rými gráhærður maður, myndarlegur, virðu-
legur og vel búinn. Hann gengur til mín, þar
sem ég stóð við borðstokk skipsins, og tekur
mig tali. Hann bendir til lands og segir: „Þetta
er ljótt að sjá. Það er ekki undarlegt, þótt fólk-
ið vilji flytja burt úr þessu landi.“ Ég svaraði
eitthvað á þá leið, að það væri ekki alls stað-
ar eins mikill snjór og í Fjörðum, enda myndi
vorsólin verða fljót að bræða snjóinn, sern lægi
enn á láglendi þar. Ekki man ég, hvaða fleiri
orð fóru á milli okkar, en að samtalinu loknu
var mér orðið kalt til þessa manns, sem níddi
landið. Ég fékk brátt að vita nafn hans, og
bann væri vesturfaraagent. Þóttist ég þá skilja,
hvers vegna hann, þessi fíni maður, hefði íek-
ið mig, sveitastrákinn, tali. Hann hefur séð, að
ég var á þeim aldri, þegar útþráin er sterkust
í brjósti manna. Eftir þetta var mér lengi kalt
til þessa manns. Hann var búsettur í Reykja-
vík og rak þar verzlun, og mörgum árum
seinna er ég sá bæklinginn, Island að blása
upp, sá ég, að hann hafði kostað útgáfu hans.
En af þessum litlu kynnum mínum við þenn-
an eina vesturfaraagent, dreg ég þá ályktun,
að fleiri vesturfaraagentar en hann hafi beint
eða óbeint hvatt menn til þess að flytja vestur
um haf. Eg heyrði líka, að þeir fengju vissa
fjárupphæð hjá Kanadastjórn fyrir hvern þann
mann, er skráður væri hjá þeim til vestur-
flutnings og þeir leiðbeindu vestur. Aldrei sá
ég aftur vesturfaraagentinn, sem átti samtalið
við mig út af Fjörðunum 1904. En síðar meir
um marga áratugi hefi ég átt vinsamleg og góð
viðskipti við verzlun, sem ber nafn hans.
Sjálfur hefi ég aldrei augum litið landið
mikla í vestrinu, er ég í bernsku sá sveipað
ævintýraljóma. En son minn sendi ég í háskóla
til dvalar þar um nokkur ár, og nú sakna ég
þess, að ég skyldi ekki á yngri árum hafa átt
þess kost að kynnast því og þjóðum þess af
eigin raun um svo sem tveggja til þriggja ára
tíma. En land mitt og þjóð hafa sannað mér,
að hér eru svo mikil og mörg verkefni að fást
við, að ég hefi aldrei þótzt hafa tíma til þess
að ferðast til annarra landa og dvelja þar,
nema tvisvar í lífsnauðsynja-erindum til Dan-
merkur.
t D D A
143