Edda - 01.06.1958, Síða 146
Metúsalem föðurbróðir minn kom til ís-
lands, þegar hann var sextugur að aldri og aft-
ur, þegar hann var meira en sjötugur. I seinna
skiptið lét hann skera sig upp, því að hann
sagðist heldur vilja vera jarðsettur hér á landi
en í Ameríku, ef hann þyldi ekki uppskurð-
inn. I fyrra skiptið dvaldi hann hér í eitt
ár, en í síðara skiptið, að mig minn-
ir, tvö ár. Eg fann, að hann þráði mjög að
setjast að hér heima, en hann átti fjölda barna
og barnabarna, er öll voru í Vesturheimi. „Ef
ég hefði getað fengið Utnyrðingsstaði keypta,
þá skyldi ég fara að húa þar og snúa aldrei
aftur til Ameríku,“ sagði hann eitt sinn við
mig. Hann var fæddur og uppalinn á Utnyrð-
ingsstöðum. Hún var römm taugin, er togaði
hann til heimaþúfunnar. Hann sagði mér, að
ástæðan fyrir því, að hann flutti búferlum
vestur til Ameríku, hefði verið sú, að hann
hefði verið kvongaður og livergi getað fengið
jarðnæði. Eg álít, að fleiri en Metúsalem föð-
urbróðir minn hafi flutt til Ameríku frá Aust-
urlandi, og sennilega víðar frá landinu, af
sömu ástæðu og hann. En rökin, er leiddu af
sér hinn mikla útflytjenda straum frá íslandi
til Ameríku, voru mörg.
Fólksflutningarnir frá íslandi vestur um
haf var óskapleg ]>lóðtaka fyrir vort örlitla
þjóðfélag, en þeir voru afleiðing sögulegra
raka, og ekki þýðir að fást um það sem orðið
er.
Ekki hefur verið rannsakað enn, livaða bæt-
ur Vestur-Islendingar hafa greitt ættjörðinni
fyrir brottflutning sinn, en vér vitum að þær
liafa verið miklar.
Ég þykist þess fullviss, að brottflutningur
sumra þeirra manna, sem fluttu frá Islandi
vestur um haf, hafi verið nauðvörn, til þess
að bjarga sjálfum sér og skylduliði sínu frá
því að lenda á sveitina. En ein aðal orsök
fólksflutninganna vestur, auk harðindanna,
sem áður eru nefnd og trúleysis á landið, mun
liafa verið mjög almenn vanmáttarkennd þjóð-
arinnar. Ég held að margir íslenzku landnem-
arnir í Vesturheimi hafi, þegar þeir voru bún-
ir að dvelja þar um nokkur ár, dregið úr van-
máttarkennd þjóðarinnar og aukið trú hennar
á ættjörðina. I bréfum sínum til frænda og
vina hér heima skýrðu þeir frá þeim feikna
örðugleikum, sem þeir höfðu við að stríða
fyrstu árin þar vestra. En með þrotlausri
margra ára Jjaráttu gátu þeir tryggt sér og
sínum sæmileg lífskjör. Þeir munu hafa vakið
þá trú, að með jafn harðri lífsbaráttu og þeir
höfðu háð vestra, myndu íslendingar heima
geta hætt lífskjör sín. Þegar svo nokkrir vest-
urfarar komu aftur heim til íslands, fluttu þeir
með sér tækniþekkingu, er varð þjóðinni til
ómetanlegs gagns. Vil ég þar nefna sem dæmi,
er Mjófirðingurinn ísak Jónsson, kenndi Is-
lendingum heima að frysta síld til beitu, en
það hafði hann lært í Ameríku. Alkunnugt er
um hinn drengilega stuðning Vestur-íslend-
inga, er Eimskipafélag íslands var stofnað, og
hvatningu þeiri’a og samhug í sjálfstæðisbar-
áttu vorri.
Handritin, sem flutt voru frá íslandi til Dan-
merkur á 17. og 18. öld, munu koma aftur til
Islands. Og þótt þau hafi geymst í Danmörkú
um hálfa þriðju öld eru þau enn jafn íslenzk
og er þau voru flutt úr landi. Og hvað lengi,
sem þau geymast í Kaupmannahöfn, verða
þau jafnan íslenzk. En afkomendur þeirra ís-
lendinga, sem fluttu húferlum vestur um haf,
hvað verða þeir lengi íslenzkir? íslenzkt þjóð-
erni geymist ekki í Vestui'heimi á sama hátt
og handritin í Danmörku. Og það er vonlaust,
að vestur-íslenzka þjóðarbrotið flytji nokkurn
tíma til íslands afturj nema örfáir menn.
Barátta Vestur-íslendinga til viðhalds þjóðerni
144
E D D A