Edda - 01.06.1958, Síða 148
Steindór Steindórsson
yfirkennari:
Vestui-íslenzkar æviskrár
Af tillögum þeim, sem birtar eru framar í
ritinu um aukið samstarf milli Islendinga aust-
an liafs og vestan, fjallar ein um söfnun og út-
gáfu á stuttum æviskrám manna af íslenzkum
uppruna í Yesturheimi. Verða skrár þessar
með líku sniði og íslenzkar æviskrár, sem Bók-
menntafélagið gaf út fyrir nokkru, að því við-
bættu, að fyrirhugað er að hverju æviágripi
íylgi mynd eftir því sem til næst.
A síðustu áratugum næstliðinnar aldar og
fyrsta tug þessarar aldar voru miklir flutning-
ar fólks af íslandi vestur um haf sem kunnugt
er. Skipta þeir menn nú tugurn þúsunda í Vest-
nrheimi, sem af íslenzku bergi eru brotnir, eru
þeir dreifðir víðs vegar um Canada og Banda-
ríkin. Enda þótt innflytjendurnir gerðust þeg-
ar borgarar í hinum nýju löndum, héldust ]jönd
frændsemi og vináttu milli þeirra, er vestur
fluttu og hinna, er heima sátu. En eftir því sem
tímarnir hafa ]iðið, hafa að sjálfsögðu kynnin
minnkað og frændurnir fjarlægst hverjir aðra.
Meðal Islendinga hefir frá fornu fari verið
mikill áhugi á sögu þjóðarinnar og ættfræði.
Menn vilja vita deili á frændum sínum, þótt
fiarskyldir séu og búi í öðrum löndum. Sjá má
það af ritum þeim, sem íslendingar í Ameríku
hafa gefið út á liðnum árum, að sami áhuginn
hefir haldizt vestur þar. Eru þegar miklar
heimildir um mannfræði og ættfræði vestra,
bæði í blöðum, tímaritum og handritum, enda
þótt ekki hafi verið um skipulega söfnun að
ræða.
Af eðlilegum ástæðum hafa bein samskipti
við menn af íslenzkum ættum vestan hafs
minnkað hin síðari árin. Oðum þynnist hópur
landnemanna og ný kynslóð, fædd og upp alin
vestan hafs, tekur við. Jafnframt missa menn
hér heima nreir og meir sjónar á frændum sín-
um vestan hafs og gera sér ekki fulla grein
þess, hver þáttur manna af íslenzkum ættum er
í þjóðfélaginu vestur þar. Til þess að endur-
vekja þau tengsli og jafnframt til þess að fá
nokkurt yfirlit um hversu víða Islendingar
korna við sögu, er mikilvægt að safna í eina
heild æviágripum sem flestra þeirra. Það er
nú á síðustu stundu, að hefja slíkt starf, og
skrásetja stutt æviágrip allra þeirra manna af
íslenzkum ættum í Ameríku, sem til næst. Á-
ætlunin er sú, að fyrst verði skráð æviatriði
núlifandi manna en síðar landnemanna og
niðja þeirra, sem látnir eru, ef vel gengur starf-
ið. Með þessu er ekki einungis verið að vinna
í þágu íslenzkrar ættfræði, heldur fyrst og
fremst til þess að gefa íslendingum austan hafs
og vestan hugmynd um líf og störf þeirra
manna af íslenzkum stofni, sem í Ameríku
dveljast, og um leið auka kynni milli landanna
og efla samskipti þjóðanna.
Ætlunin er að gefa æviskrár þessar út á ís-
landi og verði þær í bindum, ca. 500 blaðsíður
með um 1000 æviskrám í hverju og mjög
vandað til þeirra. En tala binda fer vitanlega
eftir því, hverjar verða undirtektir manna um
þessi efni, og hvernig söfnunin gengur. Reynt
146
E D D A