Mímir - 01.11.1986, Page 4

Mímir - 01.11.1986, Page 4
Njörður P. Njarðvík: Tvö Ijóð til minningar um Jón Helgason Kvöld á fjöllum Nú er komið kvöld á fjöllum kular svalt úr dimmu gili hangir mynd af heimskum tröllum hulin skugga á klettaþili Nóttin leggst á loftsins skarir líður fram um brún og eggjar meðan hennar holu varir hlýjar teyga ljóssins dreggjar Síðasti áfanginn: Skaftafell Síðla ég gekk á Sjónarsker seinfarnar götur vísa mjúkrödduð gola úr Morsárdal magnast af bresti ísa stirðfættum manni um stóran sand stakir sólblettir lýsa þaðan má greina heiðan hnjúk hátt yfir landið rísa / 4

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.