Mímir - 01.11.1986, Síða 7

Mímir - 01.11.1986, Síða 7
ingu) ... Hún kvað 99% tímasókn algert lágmark og samviskusamlega ástundun námsins skilyrði alls frama innan deildarinnar. Málfræði bæri að nema sem drottinlega bæn. Enda þótt námið væri erfitt, sagðist konan hafa fundið hamingju sína í íslenskum fræðum, og fór hún mörgum fögrum orðum um göfgandi eiginleika þessarar hamingju, en taldi þó eigi fýsilegt að klökkna frammi fyrir fleirum karlmönnum en einum í senn, og sló því botn í töluna. Fóru síðan fram umræður auk þess sem fundar- menn gæddu sér á kaffi og meðlæti, en í lok fundarins sté dr. Bjarni í pontu: í lokin þakkaði dr. Bjarni fundarboðið, kvað sér hafa verið ljúft að koma (undirstrikað með hinu alþekkta brosi prófessorsins) og bað ræðukonu kvöldsins, Silju Aðalsteinsdóttur, sem doktorinn nefndi skógarálf, lengi og vel að lifa. „Vandamál í sambandi við konungasögur“. Reyndust þau mikil, segir í fundagerðarbók. í lok fundarins reis Böðvar Guðmundsson úr sæti að beiðni félaga sinna og flutti kvæði. Næsti fundur var 2. febrúar 1966 og var þar rætt um launamál að loknu háskólaprófi. Jón Böðvars- son flutti tölu um laun háskólamenntaðra kennara, og segir ritari menn hafa setið gneypa undir ræðu Jóns og horft á glæstar framtíðar- borgir sínar hrynja. Er öllum ljóst að borgin sú er enn í sárum og óvíst um endurbyggingu. Veturinn 1967-1968 voru Mímismenn einnig afkastamiklir í fundahöldum og Jón Örn Marin- ósson, þáverandi ritari, skýrir einkar samvisku- samlega frá hverjum þeirra. í stjórn Mímis voru þá auk hans þeir Helgi Þorláksson formaður og Brynjúlfur Sveinsson gjaldkeri. Hinn 31. okt- óber 1967 var efnt til sögulegs fundar um „Nám og námstilhögun í heimspekideild og þá einkum í íslenskum fræðum“. Gestur fundarins var dr. Bjarni Guðnason, þáverandi forseti heimspeki- deildar, en Silja Aðalsteinsdóttir, nemi á BA- stigi var frummælandi. Er vart komist hjá því að vitna í fundargerð þessa fundar. Silja ræddi um BA-nám sitt og reynslu sína af slíku námi. Hún hóf töluna með því að Iíkja mönnum í heimspekideild við hvítu tilraunamýsnar á Keld- um og sagðist hissa á tölu lifenda í deildinni (Próf. dr. Bjarni brosti, en sýndi að öðru leyti fulla still- Þennan vetur voru kennsluhættir í íslensku einnig ræddir, Sigurður Nordal talaði um gamlar kempur í íslenskum fræðum á einum fundanna, en á þeim sama fundi lýsti formaður þeirri skoðun sinni að stúdentar í íslenskum fræðum ættu að vera málhef jendur fyrir þjóðarbókhlöðu 1. desember 1968. Að gömlum og góðum sið var þorrinn blótaður árið 1968, og af nákvæmri fundargerð Jóns Arnars má sjá að skemmtun þessi er fyrir löngu orðin „ritual“, óbreytanleg og ómissandi hefð. Við skulum lifa upp eigin Þorrablót með aðstoð Jóns Arnars Marínós- sonar: Formaður setti fundinn kl. 7.30 og flutti þar með ávarp sem hann nefndi setningu. Að því búnu skipaði formaður Björn Teitsson og Höskuld Þráinsson í vítanefnd og mælti fyrir vítum. Var þá tekið til átu og etinn samræmdur matur forn frá Síld og fiski. Jafnframt neyttu menn sterkra drykkja. Undir borðum voru flutt ýmis fjöllistar- atriði til skemmtunar blætendum, t.d. sagði gestur blótsins, Árni Björnsson. cand. mag., frá þorra- blótum, fluttar voru ræður, farið með þætti ýmsa og sungið. Reyndu allir að vera skemmtilegir. Sumir voru skemmtilegir. Atriði voru á annan tug, eða jafnmörg matarréttum. Að lokinni átu og skemmtiatriðum var salar- gólfið rutt, matarílát og borðbúnaður borinn til þvottar, en borðum og stólum raðað fram með veggjum. Hófust þar önnur mál. Af öðrum málum skal einkum nefna þetta fernt: í einu af hornum salarins var söngskemmtun og sungu þar tólf Mímisfélagar. Ekki var sungið 7

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.