Mímir - 01.11.1986, Síða 9

Mímir - 01.11.1986, Síða 9
fleirum) þó þótt Mímisliðar skemmtanafíknir um of, segir í starfsannál Mímis, í samnefndu tímariti 1986, að kraftar stjórnarinnar hafi mikið farið í skemmtanahald, en minna hafi farið fyrir menningarstarfsemi. Þetta telur ritari af hinu vonda, og sjálfsagt mörgum fleirum. En nú bjarmar af nýjum degi — allt er fertugum fært, og eftir afmælisveisluna er ekkert líklegra en Mímir tvíeflist, og standi þá traustari fótum en fyrr. Við óskum öllum gömlum og nýjum Mímis- liðum til hamingju með afmælið — eitt sinn Mímismaður ávallt Mímismaður. Vissulega tal- ar Helgi Þorláksson fyrir hönd okkar allra er hann ritar í afmælisgrein 1971: „Er ég almennt talinn betri maður eftir að hafa kynnst Mími“. P.S. Þess má geta að þessi fertugsafmælisgrein er unnin upp úr þrotlausum rannsóknum á sögu Mímis, og verður hún gefin út í skinnhandriti á fimmtugsafmæli félagsins. RANNS ÓKN ARÆFING OG AFMÆLISHÓF Rannsóknaræfing Félags íslenskra fræða, Mímis og Félags sagnfræðinema og afmælishóf Mímis verður haldið í Félagsstofnun stúdenta við Flringbraut laugardaginn 13. desember n.k. DAGSKRÁ Kl. 18.30 Húsið opnað. Kl. 19.00 Hermann Pálsson, prófessor, flytur fyrirlestur er nefnist Bækur æxlast af bókum. Umræður. Fundarstjóri: Sigurgeir Steingrímsson, cand.mag. Að loknum umræðum hefst borðhald. Samkór norrænudeildarinnar syngur. Ávörp: Guðrún Kvaran, orðabókarritstjóri og Helgi Skúli Kjartansson, lektor. Gamanmál. Veislustjóri: Kristinn Kristmundsson, skólameistari. Að loknu borðhaldi verða dansaðir gamlir og nýir dansar fram á rauða nótt. Miðaverð kr. 1.000.-. Athugið að fyrirlesturinn hefst kl. 19.00 stundvíslega. 9

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.