Mímir - 01.11.1986, Page 10

Mímir - 01.11.1986, Page 10
Texti: Elín Bára Magnúsdóttir. Myndir: Freyr Formóðsson. Við fengum Vigdísi Grímsdóttur til þess að ræða við okkur í tilefni þessara merku tímamóta í sögu Mímis, félagsins okkar. Vigdís er fyrrver- andi Mímisfélagi og eftir að hún lauk prófi hefur hún gefið út tvær bækur, Tíu myndir úr lífi þínu (1983) og Eldur og regn (1985). Með bókum sínum skapaði Vigdís sér sérstöðu meðal ís- lenskra höfunda því þær boðuðu nýja tíma hvað formið snerti. Bækurnar eru ljóðrænar og oft erfitt að greina að ljóðið og söguna. Hún vindur sér fram og til baka í tíma og rúmi og stundum virðist söguþráðinn vanta þó hann sé fyrir hendi ef vel er að gáð. Vigdís stundaði námið á árunum 1976 til 1979. Hvemig skyldi mórallinn hafa verið í deildinni á þessum árum? Ég held nú að ég hafi aldrei hugsað um móral á meðan ég sat í íslenskunni. Ég man samt ekki betur svona eftir á að hyggja en að lífið hafi gengið sinn vanagang. Skipst á góð tímabil og vond eins og mér skilst að geri ennþá. Þarna voru góðar rannsóknaræfingar og vondar, góðir fyrirlesarar og vondir. Skemmtilegir tímar og leiðinlegir. Hressir félagar og fúlar stundir. Ég get rif jað upp vonda tíma þegar menn gengu inn 10

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.