Mímir - 01.11.1986, Síða 13

Mímir - 01.11.1986, Síða 13
flókið og í því er myndmál og kraftur einsog í fólkinu sem lifir því. — Þú talar um skilningslausa eiginmenn og konuna og eldavélina en nú fjallar fyrsta bókin þín, Tíu myndir úr lífi þínu, bara um fyrstu persónu konur? Já, já og svo hef ég sjálf skrifað um þessi mál. Og mig langaði til þess. Það er nauðsynlegt að bókmenntir gangi í gegnum allskyns árur, útúr þeim fæst ákveðinn gróði. Hins vegar tel ég að það sé óæskilegt að ,,svona raunsæi" komi aftur. Af því að þetta er ekki raunsæi. Og svo neita ég því að þótt fyrri bókin mín fjalli um konur, and- streymi þeirra, blekkingu og gleði að hún sé skýrsla. En ég er nú líka svo þver. Annars sé ég ekki að það sé nein fast ákveðin stefna ráðandi núna en það er nú sennilega bara vegna þess að ég er í núinu sjálf og þegar maður er sjálfur í núinu verður maður svo fjandi jákvæður og sér svo vítt. — Og það er þá ekki vont að f jalla um konur? Nei guð minn góður það er ekki vont og það sem mig langaði til að gera var að flétta saman draumi og svo því sem er. Láta fléttuna vera sýnilega og sýna hvernig draumurinn og veru- leikinn togast á. Nú, af hverju konur? Þetta var ákveðin hugmynd að hafa þarna tíu ólíkar konur. Þessar ákveðnu konur hentuðu mér, þær sögðu það sem mig langaði að segja og gerðu fléttuna sýnilega. Þær hjálpuðu mér við að sýna að raunveruleikinn er ekki aðeins ytra borð heldur líka innra líf. Þær kenndu mér að raunsæi er allt, líka það sem ekki er og það sem getur hvergi gerst nema innra með manneskjunni. — Þessi bók sem og seinni bókin þín, Eldur og regn, fjalla öðrum þræði um frelsið. Frelsi manneskjunnar og höft. Hvað er frelsi í þínum huga, hvaða merkingu leggur þú í þetta hugtak? Ég hugsa að ég væri ekki að velta því svona mikið fyrir mér ef ég vissi það sjálf. Ég held að ekki nokkur manneskja sé algjörlega frjáls, það eru alltaf einhverjar hömlur. Það ættu allir að keppa að frelsi en frelsi er ekki að takmarka frelsi annarra. Maður veit kannski frekar hvað er ekki frelsi. Einsog maður veit miklu frekar hvað er ekki hamingja, hvað er ekki ást. — Og svo tengist frelsið draumnum . . . Já, draumurinn er aldrei langt undan, hann er hluti af manneskjunni. Draumurinn er eitthvað annað en veruleikinn og því miður ganga draumarnir eitthvað svo voðalega illa upp. En maður á sér draum og það eiga sér allir drauma sem snúast sennilega flestir um frelsi og ham- ingju. Draumarnir eru síðan misjafnir eftir því hvern dreymir en mig dreymir svona fyrir hönd þessa fólks sem ég er að skrifa um. — Nú hefur Eldur og regn fengið það orð á sig að vera heldur strembin og í gagnrýni um bókina má lesa að ofnotkun tákna hindri leiðina að skilningi sagnanna. Mér finnst það náttúrulega vont ef fólki finnst bókin strembin og nenni þar af leiðandi ekki að lesa hana. En það finnst þetta ekki öllum. Það eina sem maður getur gert er að vera heiðarlegur sjálfur og gera það sem manni býr í brjósti hverju sinni og vera trúr sannfæringunni. Ég er ekki sammála því að í þessum texta sé of mikið af táknum en ég er kannski sísta manneskjan til að dæma um það. En, segðu mér hvað er tákn? Það hefur enginn gefið út neina tilskipun um það hvað sé raunverulegt tákn. Og þó að fugl fljúgi einhvers staðar yfir ofni í sögu eða bók þá táknar það kannski ekkert sérstakt. Það er ekki til nein ákveðin lína í táknum sem maður trúir á og kannski er þess vegna ekki eitt einasta tákn í þessari bók. Af hverju þurfa menn alltaf að lesa 13

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.