Mímir - 01.11.1986, Page 16

Mímir - 01.11.1986, Page 16
Matthías Johannessen: Sturlungaöld Höndin sem heldur um f jöðurstafinn hefur lyft sverði í axlarhæð og borið dauðanum vitni, nú leitar hún iðandi þjóðlífi farvegs á margsköfnu skinni siglir um höf tímans eftir stjörnum á bjartleitum himni, skimandi stjörnum í andliti þínu, Sturla Pórðarson; mörg eru augu þín og villugjörn sigling handar sem leitar gömlum fjöðurstaf farvegs á nýverkuðu skinni þar sem höf dauðans snerta meginlönd lífsins, með fjöðurstaf einan að vopni siglir þú eftir kröfuhörðum sjálflýsandi augasteinum, með rifuð segl undir lognbláum himni hikandi svikulla minninga, siglir góðan byr með stjörnur þíns eigin himins að leiðarsteini; segl þín fyllast mjúkum sólgulum vindi, hönd þín og fjöðurstafur merkja kálfskinnið freyðandi kjölfari áleitinna minninga, svo dregur í loft, hrannast klógul ský undir hvassar spyrjandi brúnir þér sortnar fyr augum, Solveig; horfir úr andliti þínu yfir tröllslega martröð og landslag þar sem sár eru þriggja fingra gaman og sex fet af jörð sú álfa sem hýsir að lokum hugsanir þínar og þinna undir bergmáli raddar sem hrópar að ei skuli höggva . . . og fjöðrin finnur blóðugri hugmynd leið

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.