Mímir - 01.11.1986, Qupperneq 20

Mímir - 01.11.1986, Qupperneq 20
Kjartan Árnason: Takmarkalaust haf Þennan dag fannst mér viðra til sköpunar- verka. Þetta var ekki heiðríkur sumardagur með fuglakvaki og hafgolu heldur rigndi af slíku of- forsi að þess þekktust engin viðlíka dæmi úr allri sögu veðurfræðinnar; hvergi nema í ævagömlum bókum hafa geisað jafn válynd veður. Úrhellið var því líkast sem hverjum einasta dropa sjávar hefði verið dælt uppí risastóran svartan rusla- poka yfir jörðinni og síðan skyndilega rist á; þungur og ógegnsær vassveggurinn steyptist niðryfir veröldina af ógnarafli, skall á yfir- borðinu og splundraðist með ægilegum gusu- gangi í allar áttir. Byljandinn var ógurlegur - einsog milljónir trommuleikara hefðu gengið af göflunum og ráðist á bumbur sínar. Og so var hleypt rafmagni á alltsaman; útúr ruslapokanum þeyttust suðandi eldglæringar, á eftir æddu kræklóttar hendur í ljósum logum og drápu ban- vænum vísifingri sínum á allt sem stóð uppúr flatneskjunni. Hvergi sá útúr húsi fyrir vass- veðri, allir gluggar byrgðir eilífum leikanda, byggingin öll var einsog hjúpuð glæru hlaupi. Þeir fáu sólargeislar sem komust niðrúr háloft- unum sundruðust í trilljónum dropa sem fylltu veðrahvolfið og féllu mölbrotnir um víðan völl ánþess af þeim yrði nema daufleg skíma. Þetta var daginn sem höfuðskepnurnar léku lausum hala; veröldin skalf og titraði - jafnvel grundvöllurinn bifaðist. Ég fór inní vinnuherbergið mitt og dró frá til að geta horft á himininn fljóta niður rúðuna. Og drottinn minn hvað hann rann! Þennan dag fannst mér viðra til sköpunar- verka. Á skrifborðinu stóð óopnaður pakki í gegnsæu plasti; titilblað í skærum litum gaf til kynna innihaldið: fimmhundruð óskrifaðar arkir fyrir ritvél. Funfhundert Blatt hvorki meira né minna. í dag skyldi skrifað. Já í dag skyldi ég skrifa ef ekki ódauðlegt þá að minnstakosti endalaust verk, verk sem hvergi hæfist en endaði heldur hvergi og teygði sig so langt inní fram- tíðina að eiginlega legði það tímann að baki og hrifi lesandann með sér útá hið takmarkalausa haf . . . takmarkalausa haf . . . - ja hvað er andheiti Tímans? Hvert sem það er þá skyldi ég skrifa lesandann þangað. Og ekki nóg með það heldur átti verkið að standa jafn traustum fótum í fortíðinni, vera í órjúfanlegu sambandi við hið liðna og horfna, fela í sér alla reynslu og tengja saman alla menn. Fúnfhundert Blatt, ritvél og brjóstið fullt af skapandi anda - þurfti eitthvað meir? Nema náttulega hefja verkið. Ég snéri mér að vélinni sem ég hafði fólgna í hillu að baki skrifborðinu, í réttri hæð fyrir æskilega fingra- setningu en ekki mjög áberandi því ég var dauð hræddur að viðurkenna fyrir nokkrum lifandi manni að ég eyddi tímanum í skriftir þegar ég ætti að vera að vinna. En eftir daginn í dag mundi þetta breytast. Aldrei framar skyldi ég þurfa að skammast mín fyrir þessa iðju - nema síður væri því héðanífrá yrði nafn mitt uppi um eilífan aldur. Fólk mundi flykkjast alstaðar að úr veröldinni hingað norðrá útskerið til að berja augum Manninn Sem Skrifaði Söguna, Manninn Sem Sigraði Tímann. Ég yrði virtur og dáður og gæti gefið mig allan að skriftunum; gæti sökkt mér niðrí takmarkalaust haf.. . já einmitt: niðrí takmarkalaust haf ímyndunarinnar. Öll fram- tíðin valt á verki dagsins - ekki bara mín framtíð heldur framtíð allra manna - framtíð Manns- andans. Næstu stundirnar réðu úrslitum í bar- áttunni við Tímann. Ég settist við ritvélina og opnaði pakkann; þræddi síðan í hana efsta blaðið úr bunkanum, 20

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.