Mímir - 01.11.1986, Síða 26

Mímir - 01.11.1986, Síða 26
bíði nú dauða síns; og væntanlega missir ræn- inginn mátt sinna fóta. Það veit hamingjan mér þótti þetta ekki fyndið og hló samt — hamslaust. Ekki að orðun- um, þau voru viðurstyggð, heldur vegna ásjónu Ingva; þessi feitlagni sléttklæddi fyrirmaður átti víst nóg með að staulast upp brekkur þótt hann hefði ekki viskíflösku uppá vasann, að ekki sé talað um tóma til baka. En Logi sagði fátt og yppti öxlum um leið og hann lyfti sér í stólnum dálítið örar og hærra en áður. Þá bað Ingvi kall- inn sinn og félaga að taka þessu ekki alvarlega — menn verða að kunna að taka gamni. Og líkt og til að bæta fyrir óvalin orð hóf hann langa frá- sögn af ferð sinni og hrakföllum með viðeigandi punti, og fórst það vel, enda ræðuskörungur mikill. Það var framan af gamansamt, ofurlítið öfga- kennt einsog látbragð hans allt, en fjarri því að ógna friði þessa kyrrláta kvölds. Þar til kom að stuttri frásögn, hún var á allan hátt ómerkileg og ekki til neins líkleg nema gleymast einsog hitt; samt varð hún afdrifarík. Og það var af tómri slysni. Eða var hún kannski skipulagt herbragð örlaganna, einsog segir í sögum? Ég man hana orðrétt: — Og hvað haldið þið að ég hafi séð nema frönsk heilsufrík volandi í hnapp yfir fuglshræi, og syrgðu hann einsog þar væri bjargvættur al- heims? Það pirraði mig svo að ég kvað fuglinn áreiðanlega hafa verið skotinn, því á íslandi fengju menn borgað fyrir að skjóta dýr og í réttu hlutfalli við það hversu þau líktust manninum, þannig væri mest borgað fyrir seli því þeir hefðu mannsaugu og tóneyra. Jókst þá um helming táraflóðið um leið og þau orguðu að það væri okkur líkt, villimönnum og hvalamorðingjum. En ég tók hræið og vippaði í maga frúarinnar í hópnum — og bíddu meðan við drepum ekki túristana líka. Svo hló hann sínum hlátri og bætti við: En reyndar var þetta laglegasti kvenmaður og kannski óþarfi að grýta hana fuglslíki, ef svo má að orði komast; þú hefðir nú Logi minn í eina tíð heldur stungið henni undan mannaumingjunum og haft af henni gagn. Það kemur sögu þessari svosem lítið við, en má skjóta hér inn, að slíkar athugasemdir hafði Logi löngum mátt þola af hendi Ingva sem æ stóð í þeirri trú, og einkum drukkinn, að kona sín heitin og Logi hefðu átt meira en vingott, það var tóm ímyndun held ég. En Logi var hættur að kippa sér upp við slíkt og því hefði kvöldið auðveldlega getað farið á annan veg, ef hann hefði ekki tekið uppá þeim fjanda um leið og hann lyfti sér í stólnum að láta í 1 jósi andúð sína á seladrápi, — það væri nú einu sinni svo að nátt- úran sjálf ætti að ákveða fjölda dýra og manna burtséð frá ormum í þorski eða öðrum hégóma. En ekkert blés í Ingva eins illu blóði og náttúru- vernd eða dýra, nema ef vera skyldi samúð með utangarðsmönnum og negrum, og af öllum ver- aldar málum voru þessi ein ekki rædd á okkar fundum frá upphafi. En skylt er að taka fram án þess það sé nokkur afsökun á þeirri hlið Ingva, að auk þess að vera manna skemmtilegastur í tali þegar vel lá á, gat hann verið einkar góðhjartað- ur og hjálpfús sínum vinum, þrátt fyrir allt. Nema hvað það fór einsog til var sáð: Hvern andskotann ætli þú vitir um náttúru þinn aumi geldingur — það var öskur og slík ómennska í máli og rödd að óhermandi væri, en lauk á þann hátt sem aldrei skyldi verið hafa . . . og ég hef fengið nóg af eymdarvoli þínu um jökla og guð- legar fjallajurtir sjálfum þér hulið einsog bíó- mynd blindum, þótt ekki takirðu upp kerlinga- væl yfir dauðum sel — það ferst þér síst, hreytti hann úr sér um leið og hann dró úr tösku sinni stækkaða ljósmynd af jöklinum. Áhrifum hennar verður aldrei lýst. Það sló á okkur þögn líkt og váboði kveddi sér hljóðs, þessháttar þögn að heyrðist úr myndinni fjalla- hljómur; vindblærinn og skruðningar af jökli, og yfir öllu blóðugur friður; en slík var fegurð myndarinnar að jökullinn sjálfur hversu fagur sem hann fær orðið, hann verður aldrei annað en skuggi, einsog ófullkomin eftirmynd. Og hann hélt myndinni á lofti í andartakseilífð, áður en hann tætti hana sundur einsog arnarklær bráð sína og þeytti yfir Loga sem sat agndofa og hreyfingarlaus í stól sínum. Og rauk á dyr. Ég starði orðvana á Loga sem bögglaðist hljóðlaus og hlægilega kjur í stólnum og vissi ekki hvorum ég ætti að sinna, en tók þann kost að hlaupa á eftir Ingva í þeirri von að fá hann heim, því það verður ekki af honum skafið að hann hafði sérstakt lag á að biðjast afsökunar — án þess þó að gera það — á þann hátt að fyrir- 26

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.