Mímir - 01.11.1986, Qupperneq 31

Mímir - 01.11.1986, Qupperneq 31
sama slættinum; öldur gengu um þessa miklu drekaskrokka, þeir hreyfðust fyrir augum hans þegar hann pírði þeim. Unz myndirnar á teppinu runnu út, gliðnuðu; og teppið varð vatn sem hann horfði ofan í. Hann sat við vatnið, og studdi olnbogunum á hnén, og horfði niður í vatnið; og þá sá hann hestana á höfðanum, speglast í vatninu. Þrír hestar sem bar við himin; bjartan með leikandi litum: einn skjóttur sem reisti makkann stoltur og ungur, og átti þetta kvöld með sjálfum sér. Já vatnið, hugsar hann, og sá flugurnar snerta vatnsflötinn. Gárumar, þegar fiskarnir gleyptu flugur; og hringirnir vöknuðu hver af öðmm, og spmngu einsog fyrir anda þínum. Manstu vatnið? hafði hann sagt, einu sinni. Með skrímslinu; hvar var skrímslið? Það svaf. Dreymdi það? Hvernig svaf það? (Með höfuð undir bringu?) Svaf það þungt? Nei létt. Einsog fugl? Kannski. Létt? Heldurðu þá ekki það hafi vakað? Var það einmana? Kannski var það að hugsa hvort til væri annað skrímsli. Kannski var það að hugsa að koma upp úr þessu vatni, og hitta skrímslið í næsta vatni. Nei það var eitt. Kannski var ekki skrímsli í vatninu. Heldur bara við. Hvort með sitt skrímsli, að reyna að lifa eða deyja. Sitt skrímsli inni í sér, gamalt sofandi skrímsli. Hann hugsaði um þessa stund, og mundi eftir ljósinu á fljótinu fyrir utan gluggann, rautt ljósið á silkiklæddum lömpum inni; og hægan þungan strauminn í fljótinu; iðuna við brúarstólpann, þar sem straumurinn klofnaði, og myndaðist, hvarf í strauminn; og svo bólguna þar sem straumtaumarnir komu saman; ljósin á bökkun- um seildust út á fljótið, stundum bátur; skvamp. Og hraðinn þar á straumnum, vatnsbrekkan þjótandi. Ljósið sveiflaðist yfir andlit hennar af luktinni sem hékk fyrir utan gluggann; og fyrir aftan hana prentuð mynd af dreka, löngum og grönnum, að snúa við í loftinu yfir saklausum skallanum á heilögum manni, sem stendur á steini úti í á; og hann lítur upp við þytinn. Nú var laufið farið að bregða lit, og náttmyrk- ur endurheimt í tilveruna. Hún lagði hönd sína ofan á hönd hans á borðinu, til að staðfesta það sem bjó í þessarri þögn; rauf hana, og sagði: Ef við ættum lítið hús við veginn, og værum fátæk, þá værum við fátæk. Og mjög rík og sætum svona og hlustuðum á veðrið. Og svo mundi koma sumar, og þá væri allt gott. Og skógar- þrestir á þakinu að elskast hugsaðu þér, sitja svona við gluggann á litla húsinu okkar, við veginn sko, svona; og þegar ljósin frá bílnum koma inn, eða frá járnbrautarlestum ef þetta er í svoleiðis landi, ekki hér barasta, eða leitarljós eftir týndum báti, þá felur þú þig í hári mínu, heldur því fyrir andliti þínu, meðan ég gleymi mér og heiminum, og veit bara af þér sem ert að kyssa mig. Andaðu mér, segir hún og strýkur hönd hans: andaðu mér ofan í lungun. Andaðu mér, djúpt. Og svo flæddi vatnið aftur yfir myndina; og hann sá að drekinn var enn fyrir framan hann. Á teppinu sem hann horfði á fyrir fótum sér. Og leit upp, og sá að fleira lifði úr þeirri mynd: Var ekki konan þarna? Hún sat við gluggann, og slaki í henni allri. Hvaða kona hafði hún verið? Og hver var hún? Hvílíkt regindjúp getur verið milli tveggja manneskja. Þó þú þurfir ekki nema að seilast með hendinni og koma við hana; kannski get- urðu brúað djúpið. Það var slökkt á kertunum. Lokinu hafði verið lyft á flyglinum svarta. Lokið var svartur spegill yfir hvítu tönnunum á flyglinum. Ef ég stend upp get ég speglað mig í hljómborðslokinu svarta og gljáandi. Það væri hægt að seilast til strengjanna, og leika á þá með fingrunum einsog stóra hörpu. Nú stóð hún ekki við gluggann í mjúku hvítu ljósi, og þú sérð hnakkann; þreytuna í herðun- um, og bakinu. Hefur hún gefizt upp? Og blómið háa einsog varðmaður; stóru löngu blöðin með boglínum sínum einsog hárbitrar skálmar. 31

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.