Mímir - 01.11.1986, Síða 37

Mímir - 01.11.1986, Síða 37
kafinn við stjórn háskólans, en í skiptum sínum við stúdenta almennt var Alexander hreinn og beinn, enda hygg ég að hann hafi verið val- menni. Jón Aðalsteinn var einn af þeim fáu sem tóku málfræði sem aðalfag. Hann fékk sér auka- tíma hjá Birni Guðfinnssyni, en honum fannst lítið til um kunnáttu Jóns þegar hann kom fyrst til hans; sagði meðal annars að það væri aldeilis voðalegt, að maður kominn að prófi þekkti ekki greinarmun á germönsku e1 og e2. En svo lauk að Jón varð lærður mjög í málfræði. Vísindi hans nýttust þó ekki sem skyldi á prófi, því að í skriflegri málfræði um vorið setti Alexander stúdentum fyrir að skrifa um bók Hreins Bene- diktssonar, Early Icelandic Script, en það var tæpum tveimur áratugum áður en bók Hreins kom út, og menn stóðu sig illa. Það var ekki hýr svipurinn á Jóni mínum Aðalsteini þegar hann kom úr því prófi. Bókmenntasögu kenndu þeir Einar Ólafur Sveinsson og Steingrímur J. Þorsteinsson. Tímar hjá þeim voru vel sóttir, og menn hömuðust við að skrifa eftir þeim. Það gekk þokkalega hjá Steingrími, enda las hann hátt og skýrt, en Einar mun ekki hafa ætlast til þess að stúdentar skrifuðu eftir sér og mótaði ekki stíl sinn með tilliti til þess, enda tókst það engum, nema Jónasi Kristjánssyni, svo að verulegt gagn væri að. Uppskriftir Steingríms voru síðan vélritaðar og gengu kaupum og sölum, en margir stálu þeim hvar sem þeir gátu. Ég lánaði mitt eintak, heilt og gott, Þórhalli Guttormssyni og hef ekki séð það síðan. Uppskriftir á fyrirlestrum Einars voru raritet, líklega allar komnar frá Jónasi. Þorkell Jóhannesson og Jón Jóhannesson kenndu sögu. Þorkell studdist að mestu við bækur Páls Eggerts Ólasonar, en Jón.Jóhann- esson las fyrir. Hann var afburða skýr kennari, stuttorður og gagnorður, og var stöku sinnum með prýðisgóðar æfingar. Öðrum þræði var Mímir, félag norrænunema, stofnað til höfuðs þessum fríða hópi prófessora. Menn voru þreyttir á uppskriftum og héldu því fram að prentlist hefði verið fundin upp fyrir mörgum öldum og vildu fá fyrirlestra háskóla- kennara prentaða, eða að minnsta kosti fjöl- ritaða. Til að koma því máli á rekspöl voru kosn- ar nefndir, sem voru sendar til að hengja bjöll- una á köttinn, en árangur varð alls enginn. Einnig höfðu ýmsir áhuga á að náminu yrði skipt í áfanga, en sú hugmynd fékk ekki byr nema hjá Birni Guðfinnssyni og doktor Alexander, og ekki komst hún í framkvæmd fyrr en á geirfugla- öld. Á minni tíð voru íslensk fræði þrískipt og þríein og lokapróf tekið í öllum greinum í einu, nokkrir dagar á milli skriflegra prófa, en munnleg próf tekin í striklotu. Það reyndi á taugar sumra manna. Jón Jósep hætti að sofa, svo að vinir hans fengu áhyggjur og keyptu handa honum svefntöflur. Fyrir skriflegt próf í bókmenntasögu var Jón Jósep háttaður ofan í rúm að kvöldi dags og látinn gleypa svefnpillur, en þegar vitjað var um hann að morgni hafði hann ekki sofið blund; hafði þó étið allar svefntöflurnar og hálfa rekkjuvoðina að auki. Hann fór samt í prófið, og fékk það verkefni að skrifa um rímur, og kom út úr prófi ánægður með árangurinn og var glaður, þangað til hann kom ofan í rniðjan stiga í anddyri háskólans; þá mundi hann eftir því að hann hafði alltaf skrifað rímur með ypsiloni. Sjálfur man ég ekki eftir að ég hafi öðru sinni verið verr farinn á taugum en þegar ég var í munnlega prófinu. Málfræðiprófið var tiltölulega hættulítið; Alexander talaði mest sjálfur, en ef maður jánkaði á réttum stöðum og gat skotið inn orði hér og hvar í ræðu prófess- orsins var maður nokkum veginn öruggur með fyrstu einkunn. En ég fór illa út úr söguprófinu hjá Jóni Jóhannessyni; hann tók mig upp í Gissuri biskupi Einarssyni, en ég byrjaði á því að halda smá fyrirlestur um Odd Einarsson, þangað til Jón stöðvaði mig og sagði: „Ja, eiginlega var það nú Gissur Einarsson sem við ætluðum að tala um, Ólafur.“ Um þann mann vissi ég ekki neitt. Að sjálfsögðu hafði félagið einnig önnur verkefni en að stríða við prófessores. Stundum voru haldnir fundir; mig minnir að flestir þeirra hafi verið haldnir í Aðalstræti 12; drukkum við þar kaffi, og nokkur andlegheit munu hafa verið á flestum fundum, t.d. man ég eftir að Jónas Kristjánsson las sögur sem hann hafði þýtt sjálfur, og skáldmæltir menn munu hafa lesið kvæði eftir sjálfa sig. Þeirra var Jónatan Skagan fremstur. Ég veit ekki hvort mér er óhætt að segja frá því, að á fundum Mímis var stundum farið í leiki, og voru þar á meðal leikin bókaheiti. Á einum slíkum fundi lék Þórður Jónsson heiti á fræðiriti sem dr. Alexander vitnaði stundum til og mig minnir hann nefndi Wörterbuch der 37

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.