Mímir - 01.11.1986, Page 46

Mímir - 01.11.1986, Page 46
frambjóðendunum í sjónvarpinu, þegar gerð var grein fyrir hringvegastefnu O-listans, á sér eng- an samjöfnuð. Lesstofan var annað heimili okkar margra sem námið stunduðum og margar góðar stundir liðu þar. Ég held þarna hafi verið saman komið prýðilega sérviturt fólk og ágætt og samvistirnar hafi gefið gott nesti út í lífið. Og flestir sem þarna sátu hafa síðan kennt börnum og unglingum þótt einhverjir kunni að hafa snúið sér að einhverju hagnýtara, a.m.k. í hjáverkum. Sérviturt fólk, sagði ég, því ég hef seinna orðið þess var að þeir eru álitnir undarlegastir allra sem stunda nám með annað í huga en tekjur og völd. Það er önnur saga. Allt önnur. Og hún verður ekki sögð hér á þessum blöðum. Akureyri í september 1986 G 585 E: Margt býr í djúpinu Samviskufangi augna þinna leitar í sífellu útgöngu. Hann dreymir um þyt sverðsins sem veitir frelsi í sólinni. Næturljóð Ljós í stjaka lýsir ekkert nú. Andvakan er mín og myrkrið þú. 46

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.