Mímir - 01.11.1986, Side 53

Mímir - 01.11.1986, Side 53
tíma komið á fót rannsóknastofnunum á hinum þrem hefðbundnu sviðum íslenskra fræða, þar sem íslensku fræðin voru tengd hinum almennu. Breytingar af því tagi, sem þarna voru gerðar, voru viðbrögð við brýnum þörfum, og ég held að þessi viðbrögð hafi eftir atvikum verið skyn- samleg og haft farsælar afleiðingar. Hvaða áhrif þær hafi haft á rannsóknastörf og rannsókna- menntun held ég eðlilegast sé að meta með því að líta á afrakstur fræðistarfa kennara deildar- innar og þeirra sem þar hafa menntast síðustu tvo áratugi. Mér virðist sem þau beri menntun á þessu sviði við Háskóla íslands gott vitni. Vita- skuld eru orsakir þó margþættar: fjölgað hefur kostum á framhaldsnámi og störfum við erlenda háskóla, Stofnun Árna Magnússonar og Orða- bók Háskólans hafa stóreflst, Vísindasjóður hefur verið efldur og stúdentum fjölgað geysi- mikið. Allt er þetta gott og blessað og sýnir að ekki ríkir nein lognmolla í íslenskum fræðum en það felur vitaskuld ekki í sér þá niðurstöðu að allt sé svo sem best verður á kosið. Því fleira fólk sem hefur menntun, getu og áhuga til rannsókna- starfa á svo mikilvægu sviði, því tilfinnanlegri verður fátækt lítillar þjóðar og stundum skammsýni þeirra sem ráðstafa sameiginlegum sjóðum. Og hvað háskólamenn sjálfa áhrærir verða þeir vitaskuld stöðugt að hafa á sér andvara svo fræði þeirra einangrist hvorki frá al- þjóðlegum vísindum né heldur frá íslenskum aðstæðum og menningu. Hvort tveggja eru tengsl sem stöðugt verður að rækja af alúð. Ég hef farið hratt yfir sögu og vitaskuld ekki ætlað mér né getað gert neina úttekt á störfum allra þeirra sem unnið hafa að íslenskum fræðum við Háskóla íslands í þrjá aldarfjórðunga. Og rétt er að taka það fram að þótt nýjungar séu nauðsynlegar hafa þeir menn einatt unnið mikið og farsælt starf sem lítt hafa verið ginnkeyptir fyrir nýjungum. Að lokum skal ég gera nokkra grein fyrir viðhorfi mínu til námsfyrirkomulags í fræðunum og stöðu rannsókna á þessum sviðum. Prófþáttakerfið, sem nú er í gildi í heimspeki- deild, er afar sveigjanlegt og gefur stúdentum mikið frelsi til að setja nám sitt saman að eigin óskum. Próffyrirkomulag felur líka í sér að stú- dentar fá eða geta fengið allmikla þjálfun í að skrifa um fræðileg efni, einkum þeir sem ljúka kandidatsprófi. Frelsi til að setja námið saman að eigin ósk hefur auðvitað bæði kosti og galla. Stúdentinn getur notað þetta frelsi til að rjúfa einangrun íslenskra viðfangsefna, og það gera margir sem betur fer, en-hann getur líka notað það til að loka sig inni á tiltölulega þröngu sviði. Ég held að misráðið hafi verið að heimila stú- dentum að ljúka B.A. prófi með 90 einingum í einni grein. Sá sem lýkur íslensku á þann hátt, etv. með eins miklu misvægi milli bókmennta og málfræði og heimilt er, og heldur síðan áfram í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði til kandidatsprófs, hefur menntun á svo þröngu sviði að ég efast um að við neitt verði jafnað við deildir annarra háskóla sem fást við húmanistísk fræði. Sá sem velur fleiri greinar til B.A. prófs kynnist ekki aðeins víðara efnissviði heldur og fleiri kennurum með ólík viðhorf og aðferðir. Ég hef nokkrar áhyggjur af því að sérhæfing bókmenntafræði og málfræði kunni að hafa gengið of langt. Að vísu veit ég að slík menntun hentar mörgum ágætlega, en ég óttast að það geti orðið bókmenntarannsóknum til tjóns ef þeir sem fást við texta frá fyrri tímum hafa ekki meira en lágmarksmenntun í fornu máli og málssögu. Deildin þyrfti með námsráðgjöf að marka sérstaka braut innan sinna marka sem miðaðist við menntun fflólóga, þar sem tengd væru saman málfræði og bókmenntafræði, auk sérstakra fflólógískra greina eins og paleografíu, á B.A. og cand.mag. stigi. Eðlilegt væri að nem- endum á þeirri braut gæfist kostur á að vinna verkefni undir handleiðslu starfsmanna Árna- stofnunar, eins og ýmsir gera raunar nú þegar. í sérhæfðum stofnunum á sviði íslenskra fræða er nú unnið merkilegt starf á vísindalegum grundvelli við rannsóknir og ráðgjöf. Ég á þar við Stofnun Árna Magnússonar, Orðabók Há- skólans, íslenska málstöð og Örnefnastofnun. Þessar stofnanir gegna mikilvægu hlutverki, hver á sínu sviði og eru til marks um áhuga og skilning löggjafans á þeim verkefnum sem þar eru unnin, þótt vera megi að þeim sem þar eru í fyrirsvari þyki örlæti í fjárveitingum stundum minna en skyldi. En við heimspekideild há- skólans hlýtur að vera vaxtarbroddur rann- sóknastarfs á sviði íslenskra fræða. Kennarar þar verða að hafa góða aðstöðu til rannsóknastarfa og tryggja þarf að menntun þeirra, sem við eiga að taka, verði svo góð sem best verður á kosið. Pá er þess að gæta að hvergi er litið svo á að 53

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.