Læknaneminn - 01.04.2016, Síða 4

Læknaneminn - 01.04.2016, Síða 4
Á vö rp o g an ná la r 4 Talan 67 er ekki merkileg tala. Hún er 19. prímtalan, fjöldi fella í júdó og er hluti af titli kvikmyndarinnar Operación 67 en hún fjallar um glímukappa (e. wrestler) sem reynir að koma í veg fyrir að svikarar leggi efnahag Mexíkó í rúst. Þessar staðreyndir um töluna 67 verða seint taldar áhugaverðar og eflaust eru margir sem myndu segja að 67 sé minnst uppáhalds talan þeirra. Útgáfa þessa blaðs kemur þó til með að breyta þessu því nú hefur þú, lesandi góður, opnað 67. árgang Læknanemans. Unnið hefur verið hörðum höndum að blaðinu í ár en að þessari miklu og góðu vinnu stóð fjöldi framúr skarandi greinahöfunda og ritrýna, grafískur hönnuður og 6 manna ritstjórn. Ritstjórn Ritstjórn Læknanemans í ár varð í raun til vegna bugunar ónefnds formanns Félags læknanema. Fimmta árs læknanemar voru komnir saman á ölhúsi í miðbæ Reykjavíkur að fagna áfanga sem undirritaður man ekki lengur hver var. Þetta var nóvemberkvöld árið 2015 og í rökkvuðu horni staðarins sat þessi bugaði formaður. Nokkrir vinir hans setjast hjá honum og spyrja hvað sé að angra hann. Daufur í bragði og áhyggjufullur segir hann að vandamálið sé að enginn vilji ritstýra næsta árgangi Læknanemans. Hann óttaðist að hann þyrfti að gera það sjálfur. Bugun hans leiddi til samkenndar. Samkenndin leiddi til þess að vinir hans fylltust eldmóði og ákváðu að binda enda á bugunina. Þeir mynduðu teymi og úr varð ritstjórn Læknanemans 2016 en hún samanstendur af 6 læknanemum sem hafa undanfarna mánuði lagt einkalíf og annan óþarfa á hilluna til að blaðið geti orðið sem veglegast og skemmtilegast. Vinna ritstjórnarinnar væri þó gagnslaus ef ekki væri fyrir læknanema á þriðja ári. Fjármögnun blaðsins byggir á þrotlausri leit þeirra að aðilum er vilja greiða fyrir auglýsingapláss á síðum blaðsins. Þessir fyrirmyndarlæknanemar eiga skilið sérstakar þakkir. Ritstjórn naut einnig dyggrar aðstoðar Engilberts Sigurðssonar, Karls Andersen og Einars Stefáns Björnssonar. Þeir eru faglegir ritstjórar Læknanemans og hafa veitt ristjórninni góð ráð og handleiðslu. Innsýn þeirra í heim vísindatímarita er ómissandi enda er Læknaneminn, líkt og önnur vísindatímarit, uppfullt af áreiðanlegum fróðleik. Fræðsla Læknaneminn er og hefur lengi verið mjög eigulegt tímarit með hagnýtum upplýsingum sem nýtast vel í námi og starfi læknanema og unglækna. Á undanförnum árum hefur sífellt meira verið lagt í fræðilegan hluta blaðsins og er Læknaneminn í dag fimm stiga vísindatímarit sem viðurkennt er af Háskóla Íslands. Þessa viðurkenningu fær blaðið meðal annars fyrir að innihalda fimm greinar sem ritrýndar eru af sérfræðingum í viðfangsefni þeirra. Í ár eru fimm fræði- og yfirlitsgreinar og fjórar tilfellisgreinar í Læknanemanum. Hver grein var ritrýnd af 2-3 sérfræðingum og hvert tilfelli af einum sérfræðingi og fá þeir sérstakar þakkir fyrir vinnuframlag sitt. Blaðið inniheldur sömuleiðis nóg af óritrýndum fróðleiksgreinum sem eru ýmist skrifaðar af sérfræðingum í viðfangsefninu eða unnar í samráði við þá. Vert er að nefna að markmið ritstjórnar var að fræðsluefni blaðsins myndi varða eins margar sérgreinar læknavísindanna og mögulegt væri svo fróðleikurinn höfði til nema á öllum árum. Því má finna í blaðinu viðfangsefni sem koma að sérgreinum sem eru bæði kenndar á klínísku og pre-klínísku námsárunum við læknadeild. Það er þó engum læknanemum hollt að lesa einungis námsefnið og því inniheldur blaðið nóg af ýmsu afþreyingar- og skemmtiefni. Skemmtun Síðasti hluti blaðsins í ár er helgaður skemmtiefni. Má þar finna til dæmis stórskemmtilegar ljósmyndir frá hverjum árgangi læknadeildar. Sömuleiðis reyndum við eftir bestu getu að hafa góðar ljósmyndir með öllum greinum. Má þar sérstaklega nefna tvær greinar er varða hlustunarpípuna en hún á einmitt stórafmæli í ár. Rannsóknarblaðamaður ritstjórnarinnar á stóran hlut í annarri þeirra og komst sömuleiðis, eftir mikla vinnu, að leyndardómum ýmissa hluta í eigu sérfræðinga. Ritstjórn þurfti þó að finna blaðamann utan ritstjórnar til að rannsaka falinn gest á árshátíðarljósmynd fimmta árs læknanema en sá óskaði eftir að vera ónafngreindur. Annað sem blaðið býður upp á eru ráðleggingar um lesefni sem eru ekki námsbækur, ferðasögur læknanema til Indónesíu, Möltu og Ísafjarðar, myndgreiningargáta, krossgáta, geðlækningaspil og margt fleira. Allar þessar greinar hafa sett bros á vör ritstjórnar og munu að öllum líkindum gleðja lesendur líka þegar blaðið kemur út. Við vonum að Læknanemi ársins 2016 muni nýtast læknanemum og læknum til fræðslu og skemmtunar um komandi ár en hann er fyrirtakslesning í frestunaráráttu hvunndagsins þegar námsefnið safnast upp. Gerð tímaritsins var erfitt ferðalag en að því loknu eru ritstjórnarmeðlimir þroskaðri og betur búnir undir læknisfræðilega framtíð. Sumir myndu jafnvel segja að heimurinn væri betri staður við útgáfu blaðsins enda hefur talan 67 öðlast nýtt líf og nýjan tilgang. Undirritaður telur það líklegt en þorir þó ekki að fullyrða það. Við í ritstjórn erum mjög stolt af þessu blaði og viljum þakka kærlega öllum þeim sem að því komu. Flettið, lesið og njótið. Ávarp ritstjórnar Arnljótur Björn Halldórsson ritstjóri Læknanemans 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.