Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 6

Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 6
Á vö rp o g an ná la r 6 Það er hefð að formaður Félags læknanema (FL) skrifi ávarp í Lækna - nemann og það verður sko engin vöntun á því þetta árið. Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt ár. Fullt af ögrandi áskor unum og skemmti legum verkefnum sem ég hef fengið að takast á við með frábæru fólki. Skólaárið byrjaði vel, 237 læknanemar skráðu sig í félagið en það er sennilega met. Í fyrsta skipti fengu allir læknanemar senda valgreiðslukröfu sem hægt var að greiða í heimabanka og með því gerast félagi í FL. Þetta mæltist vel fyrir enda skráning með þessu sniði mikið einfaldari fyrir alla. Þetta fyrirkomulag mun því halda áfram á næsta ári. Eitt helsta hagsmunamál læknanema hefur lengi tengst námslánum. Námslán læknanema, einkum þeirra sem eru í heilsárs áföngum hafa borist allt of seint og oftast ekki fyrr en nemendur hafa endurtekið haft samband við lánasjóðinn. Þetta er ekki bara lýjandi og leiðinlegt heldur hefur komið mörgum í mikla fjárhagslega klemmu á fyrstu vikum ársins. Því var komið á fót embætti LÍN fulltrúa læknanema sem skipað er 3. árs fulltrúa í stjórn. Jóhanna Brynjarsdóttir gegndi þessu embætti í ár. Undir hennar forystu náði stjórn FL að koma því þannig fyrir að nánast allir læknanemar fengu námslánin sín á réttum tíma og án vandræða þetta árið. Þetta er gríðarlega ánægjulegt og ég er ótrúlega stoltur af Jóhönnu og okkur í stjórninni fyrir þetta. Kennslumál innan læknadeildar hafa verið efst á baugi hjá FL á þessu ári. Í upphafi árs var mótuð stefna FL í kennslumálum þar sem sett voru fram fimm markmið sem stefnt er að því að ná fram á næstu fimm árum. Þetta er fyrsti hluti nýrrar heildarstefnu en mótun hennar mun halda áfram á næsta ári. Eitt aðalmarkmið stefnu FL í kennslumálum var að auka aðkomu klínískra læknanema að kennslu grunnnema. Því hrinti stjórn FL í samstarfi við Kennslu- og fræðslumálanefnd af stað verkefni þar sem 5. og 6. árs nemar kenndu 2. árs nemum lífeðlis- og lífefnafræði við góðan orðstír. Betur er fjallað um þetta verkefni í grein seinna í þessu blaði. Stærsta mál ársins var þó án efa yfirvofandi endurskoðun námsskrár læknadeildar. Á fyrsta deildarfundi læknadeildar á skólaárinu voru viðruð áform um fjölgun læknanema um 25% þannig að 60 læknanemar myndu hefja nám haustið 2016. Samhliða þessari fjölgun voru ekki lagðar til neinar skipulagsbreytingar til að koma fleiri nemum fyrir í klínísku námi. Þetta þótti okkur í stjórninni algjörlega óásættanlegt og vegna þrýstings frá okkur og fjölda annarra aðila innan læknadeildar var ákveðið að slá þessari breytingu á frest og fara fyrst í gegnum endurskoðun á námsskrá læknadeildar. Slíkar breytingar fela í sér mikið tækifæri fyrir okkur læknanema til að koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Til þess að nýta þetta tækifæri til hins ýtrasta er gríðarlega mikilvægt að raddir okkar séu samhljóma svo að þær séu sem háværastar og að okkar hugmyndir komist inn í nýja námsskrá. Því ákvað stjórn FL í samráði við kennslu- og fræðslumálanefnd að taka saman þessar hugmyndir læknanema og veita okkur sem koma að endurskoðunarferlinu umboð til að bera þær fram. Við lögðum fyrir sérstaka könnun sem 124 læknanemar og nýútskrifaðir kandídatar og læknar tóku þátt í og greinilegt er að margir hafa sterkar og skýrar skoðanir á framtíð læknanáms á Íslandi. Einnig var haldinn sérstakur vinnufundur þar sem 30-40 læknanemar komu saman og ræddu mismunandi þætti læknanámsins til hlítar. Út úr þessu hefur borist gríðarlega mikið af gögnum sem enn er verið að vinna úr. Stefnt er að því að gefa út formlega skýrslu þar sem þessi gögn verða tekin saman í haust. Sú skýrsla mun vafalaust vera ómetanleg fyrir FL í þessu endurskoðunarferli. Á miðju skólaárinu var okkur gert kunnugt um nýja stefnu Háskóla Íslands sem gerð er til 2021. Drög sem sett voru fram á þeim tíma sýndu stefnu sem okkur líkaði ekki. Hún var mótuð út frá sjónarmiði stjórnenda, rannsakenda og kennara en Formanns pistill Sæmundur Rögnvaldsson formaður Félags læknanema 2015-2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.