Læknaneminn - 01.04.2016, Side 7

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 7
Á vö rp o g an ná la r 7 Annálar ekki nemenda. Sérstaklega þótti okkur halla á nema í grunnnámi. Sem dæmi var ekkert kveðið á um breytingar á kennsluháttum eða kennsluformi við háskólann. Stjórn FL skilaði því séráliti og ég fór á fund með rektor HÍ, stúdentaráði og fleirum þar sem athugasemdum FL voru gerð skil. Í kjölfarið voru gerðar breytingar á stefnu HÍ en fullmótuð og nýútgefin stefna inniheldur nú talsvert af þeim hugmyndum sem við settum fram í okkar athugasemdum. Athugasemdir FL má nálgast í heild sinni á laeknanemar.is. Til viðbótar við þessi stóru og verðugu verkefni höfum við í stjórn einnig unnið að minni verkefnum. Kökuboð stjórnar var til dæmis haldið á vordögum þar sem félagsmönnum FL var boðið í kaffi og kökur heim til mín. Þar var skeggrætt um hin ýmsu málefni sem snúa að læknanemum yfir vægast sagt fermingarlegum veitingum. Hjartadagurinn var haldinn í fyrsta skipti en hann er samstarfsverkefni stjórnar FL, Kennslu- og fræðslumálanefndar og IcePharma. Um er að ræða viðburð fyrir klíníska læknanema með gagnvirkri og tilraunakenndri kennslu um hjartasjúkdóma á undan sérstöku hjartapartýi á vegum FL. Sjálfsalar voru einnig settir upp í æknagarði en þegar Háma lokar á daginn og yfir sumartímann hefur verið fátt um fína drætti hvað varðar mat og drykk í Læknagarði. Skólaárið 2015-2016 er búið að vera frábært ár. Ég hef fengið að vinna með mörgum klárum og skemmtilegum læknanemum sem hafa magnaðan drifkraft. Það hafa verið forréttindi að fá að vera formaður FL, kynnast ykkur og fá að vera í forsvari fyrir þennan frábæra hópa af efnilegu fólki. Ég er ykkur öllum afar þakk látur fyrir allt það sem við höfum gert og áorkað saman. Sérstaklega vil ég þó þakka þeim sem hafa verið með mér í stjórninni: Sólveigu Bjarnadóttur, Rögnu Sigurðar dóttur, Jóhönnu Brynjarsdóttur, Valgerði Bjarnadóttur og Kjartani Loga Ágústssyni. Í þeim hef ég ekki bara fundið frábært samstarfsfólk heldur líka góða og innilega vináttu sem ég veit að mun endast okkur lífið. En nú er klukkan orðin margt og ég er orðinn meyr. Takk fyrir frábært ár. Sjáumst í vísó á næsta ári. Hvað er IMSIC? Alþjóðanefnd lækna- nema (e. Icelandic Med­ ical Stud ents Inter national Comm ittee, IMSIC) er aðildar félag að alþjóða - félaga samtökum lækna- nema (e. Inter national Fede ration of Medical Students Associ ations, IFMSA). IFMSA saman stendur af yfir 127 aðildar félögum og tengir saman 1,3 milljónir læknanema um heim allan. Starfsemi IFMSA fer fram á sex meginsviðum: klínísk nemendaskipti, lýðheilsa, kyn fræðsla, læknis- fræðimenntun, rannsóknartengd nem- enda skipti og mann réttindi. Einnig fer fram mikil vinna við að ræða, semja og gefa út álykt anir um málefni líðandi stundar í heiminum. Alþjóðanefnd hefur verið fulltrúi í samtökunum frá 1957 eða í tæp 60 ár og við höfum starfað á vettvangi klínískra nemendaskipta. Þau hafa verið mikið stunduð af íslenskum læknanemum og gefa kost á að kynnast nýju heilbrigðiskerfi og lifnaðarháttum fjarri heimahögum. Slíkt getur verið afar þroskandi reynsla og sett nám og vinnu hér heima fyrir í nýtt samhengi. Einnig höfum við verið málsvarar læknanema við Háskóla Íslands á alþjóðaráðstefnum og jafnan sent fulltrúa ár hvert á bæði samnorræna ráðstefnu (e. Federation of International Nordic Students Organizations) og aðalfund IFMSA sem kallast ágústfundur (e. August meeting, AM). Starfsemin Helsta starfsemi Alþjóðanefndar fer fram yfir sumartímann við það að halda úti skipti- náminu fyrir erlenda skiptinema hérlendis. Yfir vetrarmánuðina fer þó einnig fram vinnu- frekt umsóknarferli sem mest er á könnu inn- og útskiptastjóra. Í ár settum við okkur einnig markmið fyrir starfsárið sem við erum mjög stolt af til þess að skerpa á áherslu atriðum og Alþjóða nefnd Hannes Halldórsson formaður Alþjóðanefndar Stjórn Alþjóðanefndar 2015-2016. Efri röð frá vinstri: Einar Friðriksson, Bjarni Rúnar Jónasson, Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir, Hannes Halldórsson, Árný Jóhannesdóttir. Neðri röð frá vinstri: Linda Björk Kristinsdóttir, Stella Rún Guðmundsdóttir, Árni Johnsen, Herdís Hergeirsdóttir. Á mynd vantar Jóhönnu Vigdísi Ríkharðsdóttur og Helgu Þórunni Óttarsdóttur. 2015 2016
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.