Læknaneminn - 01.04.2016, Síða 9

Læknaneminn - 01.04.2016, Síða 9
Á vö rp o g an ná la r 9 Við í Kennslu- og fræðslu- málanefnd (KF) höfum átt ágætis ár eins og venju- lega. Við stóðum fyrir nokk rum vel heppnuðum at burð um og stóðum okk ar vakt sem full trúar nem enda í kennslu ráði og deildar ráði en fram undan í deild inni er eitt stærsta mál síð ustu ára, fyrir huguð fjölg un lækna nema úr 48 á ári í 60. Árlegi sérnámsfundurinn var á sínum stað með aðeins breyttu þema. Áður var áhersla á að velja milli Bandaríkjanna og Svíþjóðar þeg ar kom að sérfræðinámi og mættu því einn lyflæknir og einn skurðlæknir frá hvoru landi ásamt 1-2 öðrum sérfræðingum. Í ár var áhersla lögð á fleiri sérgreinar og voru því fengnir sérfræðingar úr fleiri greinum og jók það fjölbreytni fundarins. Mætingin var góð og kynningarnar enn betri. Kynning á United States Medical Licensing Examination (USMLE) og umsóknarferlinu um sérfræði- nám í Bandaríkjunum var haldin sér í staðinn fyrir að vera hluti af sérnámsfundinum. Árlegur hjartahlustunarfræðslufundur var einnig á sínum stað með hefðbundnu sniði og heppnaðist vel. Holsjárkeppnin var líkt og sérnámsfundurinn með breyttu sniði, þrautin var flóknari en áður og þannig reyndi meira á samvinnu og voru verðlaun veitt eftir því. Þátttakan hefði mátt vera betri en allir sem tóku þátt skemmtu sér konunglega. Oddur Björnsson og Daníel Arnarson á fimmta ári sigruðu. Engin stórslysaæfing var í ár þar sem hún er haldin annað hvert ár en hún verður væntanlega á sínum stað á næsta ári. Til undirbúnings fyrir umræðuna í deildinni um fjölgun læknanema höfum við í KF, í sam starfi við stjórn Félags læknanema, lagt könnun fyrir nemendur og haldið vinnufund með læknanemum. Við nemendur eigum sæti í vinnuhópum deildarinnar vegna þessa máls og munu niðurstöður vinnufundarins og könnunarinnar nýtast vel í þeim umræðum. Vegna fyrirhugaðar fjölgunar stendur til að endurskoða námið í heild sinni og er það kjörið tækifæri fyrir okkur að koma okkar sjónarmiðum á framfæri hvort sem verður svo af þessari fjölgun eða ekki. Í kennsluráði höfum við beitt okkur fyrir nokkrum málum, til dæmis upptökum á fyrir lestrum, prófsýningum, betri kennslu- könnunum, að fá aðgang að Uptodate aftur, losna við ólífræna efnafræði, hugsanlega fá inn vísindalæsisáfanga á fyrsta ár í staðinn og að losna við eða breyta algjörlega þverfræðilega áfanganum á fimmta ári. Þá héldum við okkar eigin kennslukönnun um þverfræðilega áfangann þar sem mikil óánægja með hann kom í ljós. Framundan er nýtt ár með nýjum verk efnum. Við munum halda áfram að koma sjónar- miðum nem enda á fram færi í nefndum og ráð um deild arinnar, sérstak lega í væntan- legri endur skipulagningu vegna hugsanlegrar fjölg unar lækna nema, og væntanlega halda alla þá við burði sem við erum vön að halda. Starfsárið 2015-2016 var við burðaríkt að vanda hjá Lýðheilsufélagi læknanema. Í ágúst slóst undirrituð í för með fulltrúum Alþjóða- nefndar á ágúst þing alþjóð- legu læknanema sam tak anna IFMSA. Þetta var í fyrsta skipti sem fulltrúi frá Lýðheilsu- félaginu sótti þingið en vonandi ekki það síðasta. Á ágústþinginu var fundað daginn út og inn  um  lýðheilsutengd  málefni og listi yfir verkefni sem væri gaman að sinna hér lengdist hratt, enda af mörgu að taka þegar  lýðheilsa  er annars vegar. Í vetur var lýðheilsufélögum í Evrópu úthlutað vinafélagi. Við fengum Möltu sem okkar vinafélag og höfum verið í miklum og góðum samskiptum við þau. Lærdómsrík og gefandi þátttaka í SCOPH,  lýðheilsugrein  IFMSA, setti spor sitt á starfsárið 2015-2016 og við hlökkum til að halda henni áfram. Venju samkvæmt var Bangsaspítalinn haldinn í október. Í ár var spítalinn í fyrsta skipti opinn í tvo daga, vegna aukinna vinsælda síðustu ár. Vinsældirnar létu ekki á sér standa en um 1200 börn mættu með bangsana sína á Bangsaspítalann. Bangsalæknarnir voru við öllu búnir en þeir bólusettu bangsa, gipsuðu brotna fætur og læknuðu göt í hjörtum. Bangsalæknar létu sig heldur ekki vanta á Fjölskyldudag Stúdentaráðs Háskóla Íslands á Háskólatorgi í október. Í byrjun nóvember var Bangsaspítalinn svo opinn á Selfossi en það er orðinn fastur liður í dagskrá Lýðheilsufélagsins. Á síðasta starfsári var tilraunaverkefnið Bangsavaktin, sem felur í sér heimsóknir bangsalækna á leikskóla, sett á laggirnar. Bangsavaktin var einnig starfandi í vetur, við góðar undirtektir, og stefnum við á að halda þessu verkefni áfram á næsta ári. Í upphafi nýs árs var geðheilsa læknanema í brennidepli og er ljóst að geðheilsa er málefni sem læknanemar láta sig varða. Engilbert Sigurðsson ræddi við læknanema um efnið á fjölsóttum fræðslu- og umræðufundi. Þetta verkefni er dæmi um hugmynd sem fæddist vegna þátttöku Lýðheilsufélagsins í IFMSA, en geðheilsa læknanema hefur verið mikið í umræðunni innan lýðheilsuhluta þess. Blóðgjafamánuður Háskóla Íslands var hald- inn í mars. Nemendur og starfsfólk Há- skólans var hvatt til að gefa blóð og var efnt til keppni milli nemendafélaga um flestar blóðgjafir. Naglar, félag Umhverfis- og Byggingarverkfræðinema báru sigur úr býtum með hlutfallslega flestar blóðgjafir, en læknanemar létu ekki sitt eftir liggja og voru með flestar blóðgjafir í heildina. Pósturinn gaf Göngum saman, félagi sem styrkir grunn- rannsóknir á brjóstakrabbameini, 500 krónur fyrir hverja blóðgjöf. Í mars stóð Lýðheilsufélagið einnig fyrir blóðtöku seminari fyrir læknanema. Var það tvískipt í ár, líkt og í fyrra, þar sem fyrri dagurinn var ætlaður fyrsta og annars ár nemum en sá seinni annars árs nemum og upp úr. Á blóðtökuseminarinu fengu lækna- nemar tækifæri til að æfa sig í blóðtöku og upp setningu æða leggja og að fræðast um blóð ræktanir, blóð gös, lyfja gjafir og mikil vægi góðs hand þvottar. Þetta eru atriði sem munu vonandi nýtast preklínískum læknanemum vel í sumar störfum á hjúkrunarheimilum og auðvelda fyrstu skrefin í klíník. Lýðheilsufélag læknanema þakkar fyrir gott og skemmtilegt starfsár! Kennslu - og fræðslu mála- nefnd Lýðheilsufélag læknanema Aðalsteinn Hjörleifsson formaður Kennslu- og fræðslumálanefndar Íris Kristinsdóttir formaður Lýðheilsufélags læknanema
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.