Læknaneminn - 01.04.2016, Síða 13

Læknaneminn - 01.04.2016, Síða 13
Ri trý nt e fn i 13 Tveimur dögum síðar kom sjúklingur á bráða- móttöku geðsviðs í fylgd lögreglu. Hafði hún þá farið á vistheimilið að heimsækja barnið og verið mjög óútreiknanleg, æst og neitað að láta barnið af hendi þegar heimsókninni átti að ljúka. Við komu á bráðamóttöku neitaði hún alfarið að leggjast inn á geðdeild. Svaraði spurningum út í hött eða með löngum skýringum um smáatriði sem komu málinu ekki við. Var spennt, æst og geðslag breytilegt, innsæi mjög skert. Metin hættuleg sjálfri sér og öðrum og því nauðungarvistuð í 48 klukkustundir á bráðageðdeild 32C. Við komu á deildina var sjúklingur mjög æstur og ósamvinnuþýður, öskraði og var hótandi í tali, lamdi í hurðir og veggi. Aftur þurfti að grípa til nauðungarsprautu. Morguninn eftir var hún hins vegar líkt og áður hin rólegasta, sagðist sjá eftir hegðun sinni, að hún hefði áhyggjur af barninu og vildi útskrifast. Ekki fundust merki um geðrof og var hún ekki metin hættuleg sjálfri sér eða öðrum. Nauðungarvistun var aflétt og sjúklingur útskrifaðist heim og í eftirfylgd á göngudeild. Næstu tvær vikur var sjúklingurinn í þéttu eftirliti á göngudeild og hitti til skiptis lækni og hjúkrunarfræðing. Geðhagur var sæmilegur þótt hún væri aðeins hátt stemmd, með aukinn talþrýsting og bæri á stórmennskuhugmyndum, meðal annars um getu barnsins og hæfni sína sem móðir. Lýsingar á eigin líðan voru úr takti við aðstæður og sagðist hún vera mjög hamingjusöm og að sér hefði aldrei liðið betur. Á þessum tíma var barnið enn vistað á Vistheimili barna og hún hafði mjög takmarkaðan umgengnisrétt og auk þess hafði slitnað upp úr sambandi við barnsföður. Geðbrigði voru ekki í samræmi við lýsingar á líðan, hún var meyr og brast oft í grát í samtölum. Bar stundum á vissu innsæi í ástandið en var áfram innsæislaus varðandi það sem gengið hafði á og taldi lítið athugavert við hegðun sína vikurnar á undan, sagðist telja sig hafa sýnt „eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum“. Var meðhöndluð með perphenazín 2 mg þrisvar á dag og hafin var niðurtröppun á sertralín. Fékkst ekki til samvinnu um að taka jafnvægislyf þar sem hún hafði áhyggjur af því að lyfin færu í brjóstamjólk. Var ástandið nokkuð stöðugt í rúmlega 10 daga en þá fór aftur að bera á vaxandi örlyndi með auknum talþrýstingi, óviðeigandi hegðun, hvatvísi og pirringi. Stórmennskuhugmyndir urðu meira áberandi og fór hún að eyða um efni fram. Var henni þá boðin innlögn sem hún tók ekki illa í en sagðist þó ekki tilbúin til að þiggja alveg strax. Ákveðið var að bíða og reyna að fá konuna til samvinnu um innlögn og var því fyrirhugað þétt eftirlit næstu daga. Þá hætti konan að taka lyfin og mætti ekki í eftirlitið. Næstu fjóra til fimm daga fór ástandið hratt versnandi. Hún svaf lítið, lýsti ofsjónum, taldi sig ekki þurfa lyfin þar sem hún væri sjáandi og eyddi miklu fé í pendúla og spil auk þess sem hún keypti sér tvo hvolpa. Hún hringdi út um allan bæ um miðja nótt og fór síðan á heimili ættingja sinna og var þar með mikil læti, braut og bramlaði svo lögreglan var kölluð til. Kom morguninn eftir á geðsvið í fylgd ættingja. Var metin örlynd og grunuð um geðrofsþróun. Hún fékkst ekki til samvinnu um innlögn og var því nauðungarvistuð í 48 klukkustundir á bráðageðdeild 32C. Við komu á deild var hún nokkuð æst en róaðist fljótlega og kom ekki til nauðungarlyfjagjafar. Fyrstu dagana á deildinni var sjúklingur áfram með hækkað geðslag og aukinn talþrýsting. Hún hélt illa þræði í samtölum, óð úr einu í annað og var mjög markalaus. Lýsti stórmennskuhugmyndum um eigin getu og mikilvægi, þannig að jaðraði við ranghugmyndir. Var æst og spennt og stutt í pirring. Hún var ekki til samvinnu um lyfjameðferð og neitaði alfarið að taka lyf á töfluformi svo hún var sprautuð með olanzapín fyrstu kvöldin auk þess sem grípa þurfti til nauðungarsprautu í tvígang. Ástandið hélst að mestu óbreytt í nokkra daga og í kjölfar atviks þar sem hún stíflaði viljandi klósett og vask þannig að flæddi um alla deildina fékk hún Cisordinol Acutard® 50 mg sprautu. Í framhaldinu fóru að sjást batamerki. Hún fór að sofa betur og varð rólegri, hafði lengra úthald í viðtölum auk þess sem umræðuefni urðu meira í takt við raunveruleikann. Með tímanum batnaði innsæi hennar í veikindi sín. Eftir fyrstu vikuna var sjúklingur til samvinnu um lyfjameðferð og tók þá olanzapín á kvöldin, fyrst 20 mg en síðar 15 mg. Á þessum tíma þurfti hún að eiga samskipti við Barnavernd sem reyndust henni mjög erfið og truflandi fyrir bataferlið. Batinn gekk hægt fyrir sig og ljóst var að mikið var í húfi að tryggja að hún næði sér að fullu og myndi ekki sigla aftur upp í örlyndi. Því var ákveðið að sækja um sjálfræðissviptingu til 6 mánaða í framhaldi af 21 dags nauðungarvistun. Sjálfræðissviptingin tók gildi einum mánuði eftir að hún lagðist inn. Um svipað leyti var hafin meðferð með litíum í fullu samráði við hana sjálfa. Þegar sjúklingur kom niður úr örlyndinu og fór að átta sig betur á því sem á undan hafði gengið komu fram depurðareinkenni og vonleysi. Hún varð þá meyr, grét og syrgði þau vandræði sem örlyndið hafði valdið henni. Geðslag var á tímum metið vægt lækkað en fór hún þó ekki í djúpa geðlægð og sjálfsvígshugsanir komu ekki fram. Hún útskrifaðist eftir átta vikna dvöl á deildinni. Hún var útskrifuð á Litarex® 4 stykki á dag og olanzapín 10 mg fyrir svefn. Henni fannst hún vera flöt af lyfjunum en að öðru leyti var hún við góða líðan og í góðu jafnvægi. Hún hefur ekki tekið aftur saman við barnsföður sinn en eftir útskrift gat hún annast barnið undir eftirliti foreldra sinna. Geðrof í kjölfar fæðingar Álag í tengslum við meðgöngu og fæðingu hefur verið tengt við aukna hættu á geðrænum veikindum móður, bæði hjá konum sem áður hafa verið greindar með geðröskun og ekki. Um er að ræða þunglyndi, kvíða og geðrof. Geðrofseinkenni, hvort sem þau tengjast þunglyndi, örlyndi eða hröðum skiptum þar á milli eru oftast á grunni geðhvarfa. Geðraskanir í tengslum við meðgöngu og fæðingu hafa áhrif á færni móðurinnar til að annast ungabarnið og geta haft áhrif á þroska barns bæði til skemmri og lengri tíma. Í undantekningatilfellum getur geðröskun eftir fæðingu leitt til sjálfsvígs móður eða þess að hún skaði barnið. Það er þó afar sjaldgæft að nýbökuð móðir skaði barn sitt1,2. Hinsvegar hafa rannsóknir sýnt að 20% andláta nýbakaðra mæðra eru vegna sjálfsvíga og er það helsta orsök andláta í þessum hópi2-4. Samkvæmt erlendum rannsóknum virðast konur í minni áhættu á að fá geðrof á meðan á meðgöngu stendur1,5, en tíðnin eykst eftir fæðinguna. Alvarleg geðræn veikindi í kjölfar fæðingar geta verið versnun á langvarandi geðsjúkdómi móður eða fyrsta veikindalota. Þegar um er að ræða fyrstu veikindalotu, er yfirleitt um að ræða geðrof í tengslum við örlyndi, alvarlegt þunglyndi eða blandað ástand (e. mixed state)1. Helstu einkenni geðrofs eins og ranghugmyndir og ofskynjanir eru þá til staðar. Geðrofi í kjölfar fæðingar hefur oft verið lýst sem nokkuð frábrugðnu því geðrofi sem fram kemur án tengsla við meðgöngu2. Yfirleitt koma geðrofseinkennin fram innan tveggja vikna frá fæðingu barn- sins. Algengast er að veikindin hefjist skyndi lega og að versnun sé hröð. Ástandið er oft breytilegt og með miklum sveiflum í geðhag og alvar leika einkennanna. Borið getur á vitsmunalegri skerðingu, þannig að líkist rugl ástandi, undarlegri hegðun og svefn leysi1,2. Bráð geðrof eftir fæðingu eru með alvarlegustu veikindum sem sjást í geðlækningum1. Tíðni Brátt geðrof hjá móður kemur fram í kjölfar einnar til tveggja fæðinga af hverjum þúsund fæðingum1. Af þeim konum sem áður hafa verið greindar með geðhvörf fá ein af hverjum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.