Læknaneminn - 01.04.2016, Side 15

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 15
Ri trý nt e fn i 15 í kjölfar fæðingar eru því oft notuð fyrstu eða annarrar kynslóðar geðrofslyf án þess að fyrir því séu klárar ábendingar í rannsóknum4,10,11. Oft er litíum notað ásamt geðrofslyfjum og sýndi nýleg rannsókn að 98,4% kvenna náðu sjúkdómshléi á annað hvort eingöngu geðrofslyfjum eða geðrofslyfjum samhliða litíum og að tæplega 80% voru enn í bata níu mánuðum eftir fæðingu11. Eins og fram hefur komið er geðrof í kjölfar fæðingar brátt geðlæknisfræðilegt vandamál sem getur orðið mjög alvarlegt á stuttum tíma. Því er í mörgum tilfellum þörf á bráðri innlögn á geðdeild samhliða lyfjameðferð. Mælt er með því að móðir og barn leggist saman inn og þannig hvatt til áframhaldandi tengslamyndunar móður og barns, meðal annars brjóstagjafar. Á meðan á innlögn stendur er móður veitt aðstoð og stuðningur í foreldrahlutverkinu. Samkvæmt erlendum tölum er meðallegutími 8-11 vikur og 75- 80% innlagðra mæðra ná sér mjög vel1. Í rúmlega helmingi tilfella geðrofs í kjölfar fæðingar er ekki fyrri saga um geðrof eða aðra alvarlega geðsjúkdóma1,4. Því er mikil vægt er að fræða konurnar um hættuna á endur- teknum veikindalotum, bæði í tengslum við meðgöngur og ekki. Auk þess er mikilvægt að veita mökum og öðrum fjölskyldumeðlimum fræðslu og stuðning1. Samantekt Hættan á geðrofi hjá móður eykst í kjölfar fæð ingar, bæði hjá konum með þekktan geð- sjúkdóm og þeim sem ekki hafa fyrri sögu. Geðrof í kjölfar barnsburðar er talið með alvarlegustu veikindum sem sjást í geðlæknis- fræði. Einkenni koma yfirleitt fram innan tveggja vikna frá fæðingu barns og helstu einkenni eru ranghugmyndir, ofskynj anir, vits munaleg skerðing, undarleg hegðun og svefn leysi. Versnun er oft mjög hröð og stundum miklar og skyndilegar sveiflur á geðhag. Geðhvarfasýki og fyrri saga um geðrof í kjölfar fæðingar eru helstu áhættuþættir. Margar konur með geðhvarfasýki hætta töku jafnvægislyfja á meðgöngu vegna mögulegrar áhættu fyrir fóstrið. Nýlegar rannsóknir hafa þó sýnt fram á að hættan við notkun litíums á meðgöngu sé ofmetin. Ef jafnvægislyfjum er hætt á meðgöngu virðist best að hefja meðferð með litíum sem fyrst eftir fæðinguna til að reyna að fyrirbyggja veikindalotu. Við brátt geðrofsástand eru þó yfirleitt frekar notuð geðrofslyf þar sem þau hafa reynst betur í bráðum veikindafasa. Rannsóknir sýna að langflestar konur komast í sjúkdómshlé með lyfjameðferð en aukin hætta er á endur- teknum veikindalotum, bæði í tengslum við meðgöngur og ekki. Fengið var upplýst, skriflegt samþykki sjúklings og birting tilkynnt Persónuvernd. Heimildaskrá 1. Jones I, Chandra PS, Dazzan P, Howard LM. Perinatal mental health 2 Bipolar disorder, affective psychosis, and schizophrenia in pregnancy and the post-partum period. Lancet. 2014;384(9956):1789-99. 2. O’Hara MW, Wisner KL. Perinatal mental illness: Definition, description and aetiology. Best Pract Res Clin Obstet Gynaecol. 2014;28(1):3-12. 3. Lindahl V, Pearson JL, Colpe L. Prevalence of suicidality during pregnancy and the postpartum. Archives of women’s mental health. 2005;8(2):77-87. 4. Meltzer-Brody S, Jones I. Optimizing the treatment of mood disorders in the perinatal period. Dialogues in clinical neuroscience. 2015;17(2):207-18. 5. Vesga-Lopez O, Blanco C, Keyes K, Olfson M, Grant BF, Hasin DS. Psychiatric disorders in pregnant and postpartum women in the United States. Archives of general psychiatry. 2008;65(7):805-15. 6. Larsen ER, Damkier P, Pedersen LH, Fenger- Gron J, Mikkelsen RL, Nielsen RE, et al. Use of psychotropic drugs during pregnancy and breast-feeding. Acta psychiatrica Scandinavica Supplementum. 2015(445):1-28. 7. Viguera AC, Nonacs R, Cohen LS, Tondo L, Murray A, Baldessarini RJ. Risk of recurrence of bipolar disorder in pregnant and nonpregnant women after discontinuing lithium maintenance. The American journal of psychiatry. 2000;157(2):179-84. 8. Nora JJ, Nora AH, Toews WH. Letter: Lithium, Ebstein’s anomaly, and other congenital heart defects. Lancet. 1974;2(7880):594-5. 9. McKnight RF, Adida M, Budge K, Stockton S, Goodwin GM, Geddes JR. Lithium toxicity profile: a systematic review and meta- analysis. Lancet. 2012;379(9817):721-8. 10. Sharma V, Smith A, Mazmanian D. Olanzapine in the prevention of postpartum psychosis and mood episodes in bipolar disorder. Bipolar disorders. 2006;8(4):400-4. 11. Bergink V, Burgerhout KM, Koorengevel KM, Kamperman AM, Hoogendijk WJ, Lambregtse-van den Berg MP, et al. Treatment of Psychosis and Mania in the Postpartum Period. Am J Psychiat. 2015;172(2):115-23.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.