Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 29

Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 29
Ri trý nt e fn i 29 mætti ætla að algengi ósæðargúla væri að aukast. Nýlegar rannsóknir benda þó til hins gagnstæða. Sænsk skimunarrannsókn frá 2011 sýnir algengi meðal 65 ára karlmanna 1,7% sem er lægra en áður hefur verið gert grein fyrir13. Enn fremur hafa fleiri nýlegar rannsóknir sýnt marktæka minnkun á dánartíðni af völdum ósæðargúla í kviðarholi undanfarna tvo áratugi. Líklegasta skýringin þar að baki er talin vera sú að tóbaksneytendum fer óðum fækkandi14. Áhættuþættir Áhættuþáttum ósæðargúla í kviðarholi svipar mjög til almennra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma (tafla 1)5,15. Eins og vel er þekkt hvað flesta sjúkdóma varðar getur aðgreining fylgni og orsakasamhengis verið nokkuð flókin þegar kemur að áhættuþáttum ósæðargúla í kviðarholi. Af fyrrgreindum áhættuþáttum eru aldur, kyn og reykingar þeir veigamestu. Hlutfallsleg áhætta (e. relative risk) þess að hafa ósæðargúl í kviðarholi ≤4 cm miðað við eðlilegt þvermál ósæðar (<3 cm) er sex- til sjöfalt hærri hjá reykingamönnum en þeim sem ekki reykja. Áhættan eykst með fjölda reyktra sígaretta á dag en einnig er til staðar skammtaháð samband við tímalengd reykinga. Fyrir hvert ár sem reykt er eykst hlutfallsleg áhætta um 4%. Karlkyn eykur áhættu á ósæðargúl rúmlega fimmfalt, hvítur kynþáttur tvöfalt og aldur tæplega tvöfalt fyrir hvert 7 ára tímabil. Enn fremur er áhættan aukin tvöfalt ef saga er um ósæðargúl hjá fyrstu gráðu ættingja. Sykursýki er ekki áhættuþáttur ósæðargúla í kviðarholi og hefur raunar reynst verndandi þáttur í ótalmörgum rannsóknum. Rennir það stoðum undir þá kenningu að meinmynd ósæðargúla sé ólík meinmynd æðakölkunar- sjúkdóma5,8,10,15-18. Áhættuþáttum sjúkdóma hefur löngum verið skipt í breytanlega og óbreytanlega þætti. Margir stórir áhættuþættir ósæðargúla í kviðarholi eru óbreytanlegir, svo sem kyn og aldur, en reykingar eru hins vegar breytanlegur þáttur og því er til mikils að vinna að draga úr tíðni reykinga. Náttúrulegur gangur Eðli ósæðargúla í kviðarholi er að stækka þar til þeir að lokum rofna, nema sjúklingi endist ekki aldur til af öðrum orsökum. Forspárþættir rofs á ósæðargúl Helstu áhættuþættir þenslu og rofs á gúl eru þvermál gúls, hröð stækkun, reykingar, kvenkyn og háþrýstingur. Sterkasti forspárátturinn er þvermál gúls enda er það veigamesti þátturinn sem horft er til þegar ákvörðun er tekin um meðferð19. Hætta á rofi eykst mjög með vaxandi þvermáli og marktækt við þvermál >5,5 cm (tafla 2). Stærri ósæðargúlar stækka hraðar en minni5,20,21. Hröð stækkun hefur verið skilgreind sem stærðaraukning ≥0,5 cm á sex mánuðum eða ≥1,0 cm á einu ári7. Talið er að hröð stækkun auki líkur á rofi þó það sé ekki fullsannað sem sjálfstæður áhættuþáttur en tekið er tillit til þess við ákvarðanir á valaðgerð. Hætta á rofi á ósæðargúl er tvöfalt aukin hjá reykingamönnum. Einnig er hraði stækkunar aukinn um tæplega 20% á ári miðað við þá sem ekki reykja20,22. Reykingar stuðla þannig að auknum líkum á að fá gúl, að hann vaxi hraðar og að hann rofni frekar. Rofhætta er aukin hjá konum þrátt fyrir að tíðni ósæðargúla í kviðarholi sé mun lægri hjá konum en körlum7,9,19. Við tiltekið þvermál ósæðar er hætta á rofi hjá konum um fjórfalt aukin miðað við karla og rof verður að meðaltali við 0,5 cm minna þvermál hjá konum en körlum. Hluti af skýringunni er minna þvermál heilbrigðrar ósæðar í konum. Fyrir þær sakir er því mælt með valaðgerð á ósæðargúl fyrr hjá konum en körlum19,23. Háþrýstingur eykur hættu á rofi þrátt fyrir að hafa ekki mikil áhrif á tíðni ósæðargúla5,10,16,22. Hjá sjúklingum með sykursýki er algengi ósæðargúla lægra en hjá öðrum, hraði stækkunar eru um 25% minni og hætta á rofi talsvert minnkuð20,22. Talið er að þanhæfni ósæðar sé takmörkuð hjá sykursjúkum einstaklingum þar sem ósæðarveggurinn er stífari en hjá öðrum, sennilega vegna aukinnar sykrunar (e. glycosilation) byggingarprótína. Ekki virðist vera munur á sykursýki af gerð I og II hvað þetta varðar24. Einkenni Í flestum tilfellum eru ósæðargúlar í kviðarholi einkennalausir og greinast fyrir tilviljun við líkamsskoðun eða þegar sjúklingur undirgengst myndrannsókn af kviðarholi vegna annarra vandamála eða við skimun25. Séu einkenni til staðar getur annars vegar legið að baki einkennagefandi en órofinn ósæðargúll en hins vegar geta einkennin stafað af rofi á gúlnum. Órofinn en einkennagefandi ósæðargúll Það er aðeins í um 5-20% tilvika sem órofnir ósæðargúlar greinast vegna einkenna26-28. Almennt er talið að gefi órofinn ósæðargúll skyndilega verki bendi það til þess að gúllinn sé óstöðugur af einhverjum sökum og að rof geti verið yfirvofandi. Að baki einkenna getur legið skyndileg stækkun, blæðing inn í blóðsega (e. thrombus) eða blæðing inn í æðavegg svo dæmi séu tekin. Verkir eru oftast staðsettir í kvið, baki eða síðu og í sumum tilvikum getur verið leiðni niður í nára eða læri. Ósæðargúlar geta valdið óljósum og langvinnum verkjum og sjúklingur getur átt erfitt með að átta sig á því hvenær verkirnir hófust. Einnig getur stór ósæðargúll valdið þrýstingsáhrifum, til að mynda ógleði og uppköstum vegna þrýstings á skeifugörn og maga. Gúll getur enn fremur þrýst á eða valdið sliti á nærliggjandi hryggjarliðum og þannig valdið verkjum í baki sem minna á stoðkerfisverki7,29,30. Blóðsegi myndast jafnan innan á vegg gúlsins en frá honum geta blóðrekar (e. emboli) flust með æðum til ganglima og valdið þar blóðþurrðareinkennum. Ósæðargúll er þó sjaldgæf orsök fyrir slíkum einkennum26. Rof á ósæðargúl Rof á ósæðargúl gefur sig að jafnaði til kynna með dramatískari hætti (tafla 3). Í um 20% tilfella verður rof að framan út í lífhimnuhol (e. peritoneal cavity) og í um 80% tilfella aftur eða til hliðar inn í aftanskinubil (e. retroperitoneum)31. Þegar rof verður að framan flæðir blóð inn í lífhimnuhol án mótstöðu og missir sjúklingur mikið magn blóðs á stuttum tíma. Þessir sjúklingar deyja því í meirihluta tilvika áður en þeir komast á sjúkrahús. Þegar rof verður til hliðar eða að aftan blæðir inn í Tafla 1. Helstu áhættuþættir ósæðargúla í kviðarholi. Helstu áhættuþættir Reykingar Karlkyn Hækkandi aldur Hvítur kynþáttur Fjölskyldusaga um ósæðargúl í kviðarholi Aðrir stórir æðagúlar til staðar Æðakölkunarsjúkdómur Kólesterólhækkun Háþrýstingur Þvermál (cm) Áhætta á rofi (%) 3,0 - 3,9 0 4,0 - 4,9 1,0 5,0 - 5,9 1,0 - 11 6,0 - 6,9 10 - 22 > 7,0 30 - 33 Tafla 2. Árleg áhætta á rofi á ósæðargúl í kviðarholi eftir þvermáli í millimetrum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.