Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 30

Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 30
Ri trý nt e fn i 30 aftanskinubil þar sem vefur veitir aðhald og heftir blæðingu. Getur það gefið nægan tíma til flutnings, greiningar og meðferðar. Rof getur valdið skyndilegri blóðþrýstingslækkun með yfirliði eða nær yfirliði. Sjúklingar fá skyndilega sáran kviðverk með eða án bakverkjar þegar blæðing ryðst inn í aftanskinubil og geta verkirnir leitt í síðu, nára, mjöðm, pung og endaþarm. Stundum er hægt að þreifa púlserandi fyrirferð í kviðarholi en það er þó háð vaxtarlagi sjúklings auk fleiri þátta31. Þrenning sem samanstendur af verk í kvið og/eða baki, blóðþrýstingslækkun og púlserandi fyrirferð í kviðarholi hefur lifað í kennslubókum sem táknmynd rofs á ósæðargúl. Rannsóknir sýna þó að þessi þrenning er aðeins til staðar í um 25-50% tilfella og raunar hefur hluti sjúklinga óljósari einkenni. Í um 30% tilvika er rof á ósæðargúl ranglega greint í upphafi, til að mynda sem nýrnasteinar, rof á meltingarvegi, ristilpokabólga eða blóðþurrð í meltingarvegi (tafla 4)30,32. Greining Líkamsskoðun Við hefðbundna líkamsskoðun má greina 75% gúla ≥5 cm í þvermál en þreifingu ætti að framkvæma með báðum höndum ofan nafla og leita eftir púlserandi fyrirferð. Næmi þreifingar er þó háð vaxtarlagi sjúklings, stærð gúls og kunnáttu þess er skoðar33,34. Rannsóknir hafa sýnt að ósæðargúlar eru vangreindir við skoðun en hjá um 40% sjúklinga sem greinast af tilviljun reyndist gúllinn þreifanlegur við kviðskoðun í kjölfarið. Þreifing á ósæðargúl veldur hvorki skaða né rofi og gúll greindur snemma getur bjargað lífi25,34. Ómskoðun Ómskoðun er einfaldasta og ódýrasta greiningaraðferðin sem völ er á og mælir stærð ósæðargúla með 3-5 mm nákvæmni. Ómun er bæði næm og sértæk greiningaraðferð en er þó háð reynslu og kunnáttu þess er skoðar35,36. Ómskoðun er fyrst og fremst notuð til að ákvarða hvort ósæðargúll sé til staðar, við eftirlit þekktra gúla og við skimun. Við mat á sjúklingum með bráða kviðverki getur ómun staðfest hvort ósæðargúll sé til staðar og greint frían vökva í kviðarholi. Ómun er þó ekki hægt að nota til að staðfesta rof á ósæðargúl37. Tölvusneiðmyndataka Tölvusneiðmyndir gefa mun meiri upplýsingar en ómun en þeim fylgir geislun, skuggaefnisgjöf og kostnaður. Þær eru því ekki notaðar við skimun eða hefðbundið eftirlit lítilla gúla. Í bráðafasa getur tölvusneiðmynd með skuggaefni staðfest eða hrakið greiningu á rofi eða greint aðra orsök einkenna sjúklings ef rof er ekki til staðar38. Einnig geta sést teikn sem benda til óstöðugs gúls eða yfirvofandi rofs, svo sem blæðing í blóðsega innan gúls (e. crescent sign), útbungun (e. bleb) á yfirborði gúls og óregluleiki í æðaveggnum. Jákvætt forspárgildi þessara þátta er þó ekki hátt og skal ávallt meta slík teikn í samræmi við einkenni sjúklings39,40. Ef sterkur grunur er um rof á ósæðargúl vaknar oft sú spurning hvort nægur tími sé til að taka tölvusneiðmynd eða hvort best sé að drífa sjúkling beint á skurðstofu. Meðaltími frá upphafi einkenna til dauða hefur reynst um 16 klukkustundir hjá sjúklingum sem ekki undirgangast aðgerð vegna aldurs eða annarra vandamála og aðeins 13% sjúklinga deyja innan tveggja tíma frá komu á sjúkrahús. Í mörgum tilfellum er því nægur tími til tölvusneiðmyndatöku40,41. Ekki er hægt að mæla með tölvusneiðmynd fyrir sjúklinga með óstöðug lífsmörk þar sem þær mínútur sem tapast við rannsóknina geta skipt sköpum. Ávallt ætti að hafa samráð við vakthafandi æðaskurðlækni um framkvæmd rannsóknar. Auk þess að staðfesta rétta greiningu fyrir aðgerð gefur tölvusneiðmynd mikilvægar upplýsingar um líffærafræði sjúklings sem getur skipt sköpum varðandi val á meðferð. Tölvusneiðmynd er því ávallt tekin fyrir aðgerð á ósæðargúl ef því er komið við. Segulómun Segulómun er sjaldan notuð til greiningar og eftirfylgdar á ósæðargúlum í kviðarholi vegna tímalengdar rannsóknar, takmarkaðs aðgengis starfsfólks að sjúklingi meðan á rannsókn stendur, takmörkuðu framboði utan dagvinnutíma og kostnaðar42. Meðferð Einkennalausir ósæðargúlar Minni gúlum er fylgt eftir á 3-12 mánaða fresti með ómskoðun og viðtali æðaskurðlæknis eftir atvikum. Tíðni eftirlits fer fyrst og fremst eftir stærð gúls og hraða stækkunar43. Mælt er með aðgerð við þvermál ≥5,5 cm þegar hætta á dauða vegna rofs verður meiri en hætta á dauða vegna valaðgerðar. Rannsóknir sýna að valaðgerðir á minni gúlum lækka ekki dánartíðni í samanburði við reglubundið eftirlit44. Þær rannsóknir hafa þó fyrst og fremst byggst á karlmönnum og þar sem rofhætta er meiri hjá konum en körlum hefur verið mælt með aðgerð við ≥5,0 cm hjá konum44. Hröð stækkun á ósæðargúl, ≥1 cm á einu ári eða helmingi minna á hálfu ári, er talin auka hættu á rofi og er tekið tillit til þess við ákvörðun á valaðgerð7. Þrjátíu daga dánartíðni í tengslum við valaðgerð á ósæðargúl í kviðarholi er um 1-5%. Hærri dánartíðni sést hjá sjúklingum með nýrnabilun, langvinna lungnateppu og blóðþurrðarsjúkdóm í hjartavöðva. Fylgikvillar tengdir kransæðasjúkdómi eru algengasta orsök dauða í tengslum við aðgerð á ósæðargúl45-47. Aðgerð við einkennalausum ósæðargúl er í eðli sínu fyrirbyggjandi inngrip og því þurfa lífslíkur sjúklings að vera nægilegar til að ávinningur sé af meðferð. Ákvörðun um inngrip við einkennalausum ósæðargúlum ætti því ávallt að byggjast á stærð gúls, hraða stækkunar, lífslíkum, kyni, öðrum heilsufarsvandamálum og óskum sjúklingsins sjálfs. Opin aðgerð Kviðarhol er yfirleitt opnað með löngum mið línuskurði. Þegar komið er inn í kviðarhol er háls gúlsins einangraður og klemmdur. Ef um gúl ofan eða hliðlægt við nýrnaslagæðar er að ræða getur þurft að klemma ofan nýrnaslagæða. Þá eru báðar mjaðmarslagæðar klemmdar, gúllinn opnaður og ígræði úr gerviefni saumað inn. Æðagúllinn sjálfur er að lokum saumaður aftur yfir ígræðið til þess að minnka líkur á fistilmyndun milli ígræðis og garnar. Ósæðarfóðring (EVAR) Með aðstoð skyggningar eru samanþjappaðar fóðringar, efnisklædd stoðnet, þræddar frá nára um lærisslagæðar og komið fyrir innan gúls. Fóðringar eru opnaðar, þrýst upp að Helstu mismunagreiningar rofs Nýrnasteinar Rof á meltingarvegi Ristilpokabólga Blóðþurrð í meltingarvegi Brisbólga Tafla 4. Helstu mismunagreiningar rofs á ósæðargúl í kviðarholi. Helstu einkenni og teikn Verkur í kvið, baki eða síðu Púlserandi fyrirferð í kviðarholi Lágþrýstingur/lost/yfirlið (rofnir ósæðargúlar) Tafla 3. Helstu einkenni og teikn einkennagefandi ósæðargúla í kviðarholi, rofinna og órofinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.