Læknaneminn - 01.04.2016, Page 35

Læknaneminn - 01.04.2016, Page 35
Ri trý nt e fn i 35 Fyrst er myndaður 33 basapara fleygur úr utanað komandi erfðaefni (e. protospacer) á óþekktan hátt og því næst innlima Cas1 og Cas2 prót einin í sameiningu fleyginn inn í CRISPR genasætið12. Martin Jinek og samstarfsfólk sýndu fram á að hlutverk Cas9 úr S. pyogenes væri að framkvæma tvíþátta brot í röðinni sem crRNA ber kennsl á og jafnframt að tracrRNA væri nauðsynlegt til að brot ætti sér stað. Sá hluti tracrRNA sem ekki binst crRNA er mikilvægur í bindingu RNA sameindarinnar við Cas913. PAM röð (e. protospacer adjacent motif) er í fram haldi af mótsvarandi röð crRNA í erfða- menginu. Hún er ekki til staðar í crRNA sameindinni sjálfri heldur er hún varðveitt mynstur í utanaðkomandi erfðaefninu. PAM röðin er nauðsynleg fyrir bakteríuna til að gera greinarmun á utanaðkomandi erfðaefni og sínu eigin erfðaefni í CRISPR genasætinu þar sem utanað komandi erfðaefni við kom- andi bakteríu veiru hefur verið afritað13. Enn er ekki vitað með hvaða hætti PAM röðin er fjarlægð við inn limun fleygs í CRISPR gena- sætið12. Cas9 klippir DNA röðina sem er mót svarandi við crRNA, þremur núkleó tíðum frá PAM röðinni. Sam svarandi þáttur (e. non­ comple mentary) er klipptur 3-8 núkleo tíðum frá PAM röð (mynd 1)13. Í S. pyogenes er PAM röðin NGG það er tvö gúanín núkleótíð í röð einu basapari frá röðinni sem crRNA parast við. Þessi röð virðist vera nauðsynleg í skurði Cas9 og fjarvera hennar minnkar sækni Cas9-RNA flókans í skot mark sitt í erfða menginu13. Það er nauðsynlegt til þess að hann klippi ekki ofangreint afrit af veiruerfðaefninu í sínu eigin erfðefni, heldur aðeins erfðaefni veirunnar sjálfrar sem inniheldur PAM röðina. Í kjölfarið þróuðu Martin Jinek og sam- starfs fólk tilbúið RNA sem býr yfir sömu eiginleikum og RNA hluti Cas9-RNA flókans. Það líkist styttum útgáfum af tracrRNA og crRNA sem er skeytt saman á 3‘ enda crRNA og 5‘ enda tracrRNA. Þessa tilbúnu sameind kölluðu þeir guide RNA eða leiðsögu-RNA (mynd 1). Slíkt leið- sögu-RNA er unnt að búa til á þann hátt að rannsak andinn getur valið bindi stað þess í erfða menginu með því að breyta hlutanum sem samsvarar crRNA og þar með beint Cas9 á hvern þann stað sem honum hugnast svo framar lega sem aðlæg PAM röð sé til staðar. Í kjölfarið útbjó sami rannsóknar hópur RNA ætluð til erfða breytinga í manna frumum sem kall aðist single­guide RNA eða sgRNA. Gena ferjur, sem skrá fyrir Cas9 og sgRNA, voru leiddar (e. transfection) í manna frumur í rækt14. Frumur nar fara þá að tjá erfða- efni plasmíð sins og þar með Cas9 prótínið og við eigandi sgRNA. Hópnum tókst að nota að ferðina til að skera í CLTA genið og koma af stað DNA viðgerð með ósamstæðri endaskeytingu (NHEJ-viðgerð, e. non­ homologous end joining). Í þessu tilfelli var hlutfall stökkbreytinga í kjölfar ófullkom- innar NHEJ-viðgerðar um 6-8% sem er sam bærilegt við aðrar aðferðir notaðar við erfða breytingar líkt og TALEN (transcription acti vator­like effectors nucleases) og ZFN (e. designer zinc fingers). Þeim tókst því að sýna fram á að hægt væri að nýta þessa fornu varnar aðferð baktería til að erfða breyta manna frumum14. Þetta voru mikil tíma mót því þó að hlutfall stökkbreytinga væri svipað og með fyrri aðferðum er CRISPR aðferðin mun einfaldari og auðveldari í fram kvæmd14. Jafnframt er skilvirknin mun hærri en 6-8% í dag15. Á nánast sama tíma sýndi annar hópur að ekki einungis væri hægt að nota CRISPR aðferðina til að framkvæma eina erfðabreytingu heldur að hægt er að innleiða fleiri en eitt leiðsögu-RNA og framkvæma margar stökkbreytingar í einu16. Eftir að Cas9 hefur klippt í erfðaefnið (mynd 1) tekur við viðgerðarferli innan frum- unnar. Annað hvort er ófullkomin viðgerð framkvæmd þar sem tvíþátta endum DNA er skeytt saman og hluti núkleo tíðanna glatast (NHEJ-viðgerð) eða þar sem gert er við brotið með samstæðri endur röðunar- viðgerð (HR-viðgerð, e. homo logous recombi­ nation). Mun algengara er að manna frumur noti NHEJ-viðgerð við tvíþátta brot en HR- viðgerð17. Í NHEJ-viðgerðar ferlinu getur átt sér stað ýmist úr felling eða inn setning núkleó tíða sem meðal annars getur valdið lesramma hliðrun (e. frame shift mutation) og þannig óvirkjað prótein sem viðkom andi gen skráir fyrir. HR-viðgerðin er nákvæmari en farið er eftir DNA sniðmóti við viðgerðina. Snið mótið getur ýmist verið hannað af vísinda mönnum (e. exogenous DNA sequence) eða gen á systurlitningi notað sem mót (e. endogenous DNA sequence). Systur litningur er aðeins aðgengi legur sem sniðmót í S-fasa og Mynd 1. Cas9 notar gRNA til að bera kennsl á réttan stað í markgeni. Cas9 binst leiðsögu­RNA (gRNA) og myndar Cas9­RNA flóka. Tuttugu núkleotíða röð gRNA binst mótsvarandi röð í markgeni og Cas9 framkvæmir tvíþátta brot. Aðlægt við mótsvarandi röð gRNA er PAM (protospacer adjacent motif ) sem er mikilvæg fyrir sækni Cas9­RNA flókans í skurðstað markgensins. Cas9 klippir mótsvarandi röð 3 núkleotíðum frá PAM en samsvarandi 3­8 núkleótíðum frá PAM 14. (Myndahöfundar Brynjar Örnuson Guðnason, Aðalheiður Elín Lárusdóttir).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.