Læknaneminn - 01.04.2016, Page 40

Læknaneminn - 01.04.2016, Page 40
Ri trý nt e fn i 40 Inngangur Í eftirfarandi umfjöllun verður leitast við að varpa ljósi á nokkra algenga húð sjúkdóma; barnaexem, þrymla bólur, vörtur og frauðvörtur. Fjallað verður um orsakir þeirra, grein ingu og möguleg meðferðarúrræði. Barnaexem Barnaexem (e. atopic eczema, atopic dermatitis) er langvarandi bólgu- sjúkdómur í húð sem einkennist fyrst og fremst af þurrki og hrjúfum, rauðum húðbreytingum. Oftast kemur sjúkdómurinn fram á fyrsta aldursári en hann getur komið fram á hvaða aldri sem er, þó oftast fyrir tvítugt1. Algengi sjúkdómsins er mjög breytilegt milli landa en talið er að hann hrjái allt að fimmtung íbúa í hinum vestræna heimi2. Talsverð aukning hefur orðið á algengi barnaexems á síðastliðnum 30-40 árum. Samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar, International Study of Astma and Allergies in Childhood (ISAAC), virðist þó algengi barnaexems í aldurshópnum 13-14 ára hafa náð hámarki og jafnvel lækkað í mörgum löndum sem áður höfðu hátt nýgengi, svo sem í Bretlandi og Nýja-Sjálandi. Á öðrum svæðum hefur algengið aukist, ekki síst í þróunarlöndum3. Barnaexem er algengt heilsufarsvandamál sem getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklingsins sem á í hlut. Því getur til að mynda fylgt mikill kláði og jafnvel svefnörðugleikar en ekki síst léleg sjálfsmynd og óöryggi í félagslegum samskiptum. Einnig getur barnaexem valdið álagi á fjölskyldu, fjarveru umönnunaraðila frá vinnu og umtalsverðum fjárútlátum1,2,4. Greining barnaexems byggir alfarið á sögu og skoðun. Dæmigerð einkenni bráðs exems eru kláði, þurr húð og illa afmarkaðir roðaflekkir sem oft innihalda litlar, rauðbleikar bólur (e. papules) eða jafnvel blöðrur sem vessar úr (mynd 1). Hjá ungbörnum er algengast að húðbreytingarnar séu í andliti og á réttihlið útlima en hjá eldri einstaklingum eru þær oftast í húðfellingum, svo sem olnbogabótum og hnésbótum. Oft sést tvöföld húðfelling undir augum, svokallaðar Dennie- Morgan línur, sem orsakast af bjúg í húðinni. Langvinnt exem einkennist oft af klórförum og stundum þykknun húðar (e. lichenification)1,2,5. Húð einstaklinga með barnaexem er mót tæki- legri fyrir ýmsum sýkingum, einna helst af völdum Staphylococcus aureus. Börnum og unglingum Nokkur algeng húðvandamál Yfirlitsgrein um orsakir, greiningu og möguleg meðferðarúrræði Anna Mjöll Matthíasdóttir fimmta árs læknanemi 2015-2016 Eyrún Arna Kristinsdóttir fimmta árs læknanemi 2015-2016 Jón Hjaltalín Ólafsson sérfræðilæknir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.