Læknaneminn - 01.04.2016, Side 53

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 53
Ri trý nt e fn i 53 sem vísbendingar eru um þær í zebra fiskum7, en ekki hefur enn tekist að sýna fram á tilvist þeirra í mönnum. Allar líkur eru þó á því að þær séu til í mönnum en aðferðafræðilegar takmarkanir hafa komið í veg fyrir að þær hafi fundist. Annar munur á músum og mönnum er sá að litfrumur er ekki að finna í húð músa, bara hársekknum, nema í eyra og skotti músa þar sem þær eru í húðinni. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar rekja á uppruna sortuæxla en enn í dag er ekki að fullu ljóst hvort æxlin megi rekja til fullþroskaðra litfruma eða til stofnfruma þeirra. Hver er upprunafruma sortuæxla? Hin klassíska mynd af sortuæxlum er að þau hefjist sem meinlaus fjölgun litfruma sem myndi sýnilega skaðlausa fæðingarbletti (e. nevi). Þeir þróist síðan yfir í dysplastic nevi sem eru stærri en venjulegir fæðingar- blettir og geta verið óreglulegir hvað varðar lit, yfirborð og ytri mörk. Þessir blettir, sem oft eru fjarlægðir sem hugsanleg fyrstu merki um sortuæxli, geti síðan vaxið frekar og farið í svonefndan radial growth phase þar sem frumurnar dreifa sér í útlagi húðarinnar og vaxa að lokum í gegnum grunnhimnuna í vertical growth phase og mynda mein varpandi æxli. Þessi mynd er mikilvæg þegar kemur að greiningu því það eru augljós tengsl milli fjölda bletta og óreglulegs útlits þeirra og aukinna líkinda á að greinast með sortuæxli. Hún gerir hins vegar ráð fyrir línulegu ferli í uppsöfnun stökkbreytinga og að allar frumur krabbameinsins hagi sér eins, það er séu með sömu stökkbreytingarnar og séu því einsleitar að gerð. Hins vegar er ljóst að sortuæxli eru ekki einsleit hvað frumugerð varðar8. Sumir telja að krabbameinsæxli innihaldi frumur með stofnfrumueiginleika sem séu hægt vaxandi sjálfar en framleiði allar frumur æxlisins9, 10. Til að útrýma æxlum með lyfjum þurfi því að beina athyglinni að stofnfrumunum. Aðrir telja að frumur í sortuæxlum geti breytt svipgerð sinni við tilteknar aðstæður (farið í gegnum ferli sem kallast phenotype switching), til dæmis ef þær fá boð úr umhverfi sínu, þannig að þær hætta að fjölga sér en fái fareiginleika sem leyfi þeim að ferðast til annarra staða í líkamanum. Á nýja staðnum geti frumurnar síðan breyst aftur og orðið æxlisfrumur sem fjölga sér8. Um helmingur allra sortuæxla bera stökk- breytingu í BRAF kínasanum og í flestum til fellum er um að ræða sömu virkjandi stökk breyt inguna, V600E. Breytingu þessa má hins vegar líka finna í fæðingar blettum þannig að aukning í kínasa virkni BRAF próteinsins er ekki nóg ein og sér til að mynda æxli11. Fleira þarf að koma til. Ekki er ljóst hvað það er sem leyfir tilteknum frumum í fæðingarblettunum að mynda æxli en öðrum ekki. Nýlegar rannsóknir í zebrafiskum benda til að upphafsfrumur sortuæxla taki á sig eiginleika forverafruma litfruma12. Til að skoða þetta notuðu þau zebrafiska sem tjá BRAF V600E stökkbreytinguna en skortir jafnframt æxlisbæligenið p53 í litfrumum. Í fiskum þessum myndast svartir blettir sem líkjast fæðingarblettum og eftir nokkra mánuði myndast ífarandi æxli. Í hverjum fiski myndast hins vegar einungis eitt til þrjú æxli. Til að rekja upphaf æxlanna notuðust þau við crestin­GFP transgenið12. Crestin er gen sem er tjáð snemma í taugakambi zebrafiska en hverfur síðan og er aftur tjáð í sortuæxlum þegar þau myndast; hlutverk þessa gens er enn óþekkt. Með því að tengja stýrisvæði crestin gensins við green fluorescent protein (GFP) var unnt að fylgjast með stökum frumum í BRAF-V600E; p53 fiskum12. Í fullorðnum fiskum var GFP aðeins að finna í sortuæxlum en ekki í neinum öðrum líffærum. Athyglisvert var að þau sáu litla GFP-jákvæða frumuhópa myndast áður en sortuæxli urðu til í fiskunum, en á sama stað. Öll æxli sem þau röktu áttu uppruna í GFP- jákvæðum frumuhópum. Þegar þau skoðuðu tjáningu gena í þessum GFP-jákvæðu frumum kom í ljós að frumurnar líktust helst forverafrumum litfruma úr taugakambi12. Niðurstaða þeirra er því að upphafsfrumur sortuæxla megi rekja til stakra fruma sem tímabundið öðlast eiginleika forverafruma. Ekki er enn ljóst hvort þessar forverafrumur verða til við frekari stökkbreytingar eða hvort þær breytast vegna skilaboða úr nágrenninu. Ekki er heldur ljóst hvort þessar frumur eru jafngildi stofnfruma eða hvort þær eru frumur sem hafa skipt um svipgerð með phenotype switching. Er stofnfrumur krabbameina að finna í sortuæxlum? Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til að greina hvort stofnfrumur megi finna í sortuæxlum. Fyrstir til þess voru Schatton og félagar sem sýndu að ABCB5 próteinið er mun meira tjáð í sortuæxlum og meinvörpum þeirra en í forstigsbreytingum13. Þau einangruðu því frumur úr sortuæxlum manna og flokkuðu þær í ABCB5 jákvæðar og ABCB5 neikvæðar frumur og græddu þær síðan í ónæmisbældar NOD/SCID mýs til að athuga hvort þær gætu myndað æxli í músunum. ABCB5 jákvæðu frumurnar voru mun duglegri að mynda æxli heldur en ABCB5 neikvæðu frumurnar en aðeins lítill hluti jákvæðu frumanna gat myndað æxli (um ein af milljón frumum) og því vilja höfundar meina að meðal ABCB5 jákvæðu frumanna séu sjaldgæfar frumur sem þeir kalla malignant melanoma initiating cells sem geti myndað æxli13. Tveimur árum síðar komust Boiko og félagar að svipaðri niðurstöðu en í stað ABCB5 notuðu þau yfir borðs próteinið CD271 til að flokka æxlis frumurnar en prótein þetta er tjáð í tauga kambinum og í sortuæxlum14. Þau græddu frum urnar í ónæmis bældar mýs en í stað NOD/SCID músa notuðu þau Rag2, gc stökk breyttar mýs sem vantar T, B og natural killer frumur ónæmis kerfisins. Niður stöðurnar bentu til þess að CD271 jákvæðar frumur gætu mun oftar myndað æxli í músum heldur en CD271 nei kvæðar frumur og lögðu höf undar því til að frumur þessar væru stofn frumur krabbameins fruma14. Quintana og félagar komust hins vegar að annarri niðurstöðu með því að gera svipaðar tilraunir en nú með NOD/SCID; Il2rg-/- mýs en þær vantar gamma keðju interleukin-2 viðtakans og leyfa því betri ígræðslu utanaðkomandi fruma en fæst í NOD/SCID líkaninu; frumurnar úr sortuæxlunum voru ekki flokkaðar fyrir ígræðsluna15. Niðurstaða þeirra var sú að um ein af hverjum 9 frumum úr sortuæxlunum gætu myndað æxli og í raun töldu þau að allar frumur æxlisins gætu myndað æxli en það kæmi ekki fram í rannsókninni vegna aðferða fræði legra takmark ana15. Þessar niður- stöður benda til þess að stofn frumu líkanið sé ekki rétt (eða að allar frumur æxlisins séu stofnfrumur). Svip aðar niður stöður fengust með rannsókn á sortuæxlum sem fram kölluð voru í músa módelum16. Í þessu tilfelli voru æxlisfrumurnar (sem í þessu tilfelli koma úr músum) flokkaðar í þrjá hópa eftir því hvort þær tjáðu CD34 og p75 á yfirborði sínu og voru stakar frumur græddar í ónæmisbældar nude mýs. Niðurstöðurnar sýndu að allar CD34+ p75- frumurnar gátu myndað æxli í músunum en heldur færri CD34- p75- og fáar CD34- p75+ frumur. Þetta bendir til að ákveðnar frumugerðir geti myndað æxli oftar en aðrar en að þessar frumur séu algengari en búast mætti við ef um stofnfrumur væri að ræða16. Tilraunir sem Roesch og félagar gerðu benda til þess að frumurnar sem mynda sortu æxlin séu sveigjan legar í svip gerð sinni og geti hrein- lega skipt um svipgerð við ákveðnar aðstæður og þannig orðið krabbameinsmyndandi17. Því sé ekki um stofnfrumur að ræða. Þau notuðu tjáningu histón demetýlasa JARID1B sem merki fyrir frumur í sortu æxlum sem skipta sér mun hægar en aðrar frumur æxlis- ins. Stakar slíkar frumur gáfu af sér frumur sem skiptu sér hratt sem bendir til að hæg- vaxandi frum urnar geti gefið af sér hratt vaxandi æxlisfrumur17. Tjáning JARID1B er stjórnað þannig að neikvæðar frumur geta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.