Læknaneminn - 01.04.2016, Page 63

Læknaneminn - 01.04.2016, Page 63
Fr óð le ik ur 63 T C T C * * *Samsætutíðni T-samsætunnar Punktarnir tákna p-gildi fyrir tengsl hvers einbasabreytileika við líkur á að vera rauðhærður Litningur Lægri p-gildi DNA örflaga greinir yfir tvær milljónir einbasabreytileika rs1805007 [T/C] í MC1R 65% 35% 90% 10% Mynd 1. Dæmi um víðtæka erfðamengisleit. Til þess að finna einbasabreytileika sem tengjast líkum á því að vera með rautt hár, eru arfgerðir þeirra sem hafa rautt hár bornar saman við arfgerðir þeirra sem hafa aðra hárliti. Fyrir hvern einbasabreytileika er reiknuð fylgni við það að vera rauðhærður. Við mat á því hvort fylgnin teljist tölfræðilega marktæk er nauðsynlegt að taka tillit til fjölda tölfræðiprófa (eitt fyrir hvern einbasabreytileika) til þess að lágmarka líkur á að marktæk niðurstaða geti hafa stafað af tilviljun. Gjarnan er gerð sú krafa að p­gildi sé lægra en 5×10­8 þegar skoðuð er ein milljón einbasabreytileika (0,05/1.000.000=5×10­8), og jafnvel enn lægra ef fleiri erfðabreytileikar eru skoðaðir. Fyrir miðri mynd er punktarit sem sýnir p­gildi fyrir hvern einbasabreytileika (y­ás) eftir staðsetningu hans á litningi (x­ás). Þar má sjá tind afar lágra p­gilda fyrir einbasabreytileika á litningi 16, á svæði sem inniheldur MC1R genið. Hér hefur rs1805007 marktækustu fylgnina við að vera rauðhærður, en p­gildið sem sýnt er á myndinni (blár hringur) samsvarar 1,0×10­35. T­samsætan er mun algengari meðal rauðhærðra (samsætutíðni um 35%, í samanburði við um 10% meðal einstaklinga með aðra hárliti), en hún veldur breytingu á amínósýru í MC1R sem leiðir til skertrar starfshæfni prótínafurðarinnar, melanókortín­1 viðtakans. Svo einstak lingur verði rauðhærður þarf hann að vera arfhreinn um samsætuna eða aðrar sambærilegar breytingar sem trufla virkni viðtakans þar sem rautt hár er víkjandi eiginleiki. er ein á hvorum litningi. Örflögutækni er gjarnan notuð til þess að greina arfgerðir þátttakenda í rannsóknunum, en með nýjustu gerð örflaga má greina yfir tvær milljónir einbasabreytileika úr einu lífsýni með fljótlegum og ódýrum hætti. Til þess að glöggva okkur betur á því hvað felst í víðtækri erfðamengisleit skulum við líta á dæmi (mynd 1). Segjum sem svo að við hefðum áhuga á að rannsaka hvers vegna sumir eru rauðhærðir, en það er svipgerð sem hefur sterkan erfðaþátt. Þátttakendur myndu fyrst gefa lífsýni til arfgerðargreiningar. Síðan myndum við bera saman arfgerðir þeirra sem eru rauðhærðir og þeirra sem hafa aðra hárliti og leita þannig að einbasabreytileikum sem hafa fylgni við það að vera rauðhærður. Væri hópurinn nægilega stór myndum við líklega sjá sterka fylgni fyrir hóp einbasabreytileika á litningi 16, á svæði sem inniheldur MC1R genið sem tjáir melanókortín-1 viðtakann. Ýmsar stökkbreytingar í þessu geni eru ábyrgar fyrir rauðum hárlit í mönnum2. Sá einbasabreytileiki sem hefur hvað sterkust tengsl við rautt hár nefnist rs18050073, en rs-númer eru notuð til þess að auðkenna einbasabreytileika. Hann er staðsettur í táknröð gensins en sjaldgæfari samsætan T veldur breytingu á amínósýru sem leiðir til skertrar starfshæfni viðtakans. Eitt eintak af T-samsætunni dugar þó ekki til þess að valda rauðum hárlit heldur þarf einstaklingur að hafa tvö eintök (að vera arfhreinn um samsætuna) til þess að verða rauðhærður. Á Íslandi er tíðni T-samsætunnar um 10% í almennu þýði en hún er mun algengari meðal rauðhærðra, þar sem tíðnin er um 35%3. Hér er átt við samsætutíðni, en hún er skilgreind sem hlutfall litninga sem bera tiltekna samsætu. Þar sem hvert okkar hefur tvo litninga af hverri gerð og flestir bera í mesta lagi eitt eintak af T samsætunni (þar sem flestir eru ekki rauðhærðir) má ætla að um 20% Íslendinga beri þessa samsætu. Hún tengist einnig auknum líkum á að vera með freknur og að brenna auðveldlega í sól, en það eru eiginleikar sem einnig má rekja til skertrar virkni melanókortín-1 viðtakans og fylgja gjarnan rauðum hárlit. Það er mikilvægt að hafa í huga að jafnvel þótt einbasabreytileiki hafi marktæka fylgni við sjúkdóm þýðir það ekki endilega að um orsakasamhengi sé að ræða. Nálægir erfðabreytileikar geta orsakað sambandið ef þeir tilheyra sama litningasvæði sem hefur tilhneigingu til þess að erfast sem ein heild. Basaraðir sem hafa tilhneigingu til að erfast í heilu lagi nefnast setraðir. Ef samsætur tveggja erfðabreytileika tilheyra sömu setröð og fylgjast því að, hafa þær tilhneigingu til þess að sýna áþekka fylgni við svipgerðir jafnvel þótt önnur samsætan hafi raunveruleg áhrif en hin ekki. Tökum dæmi. Segjum sem svo að ákveðinn einbasabreytileiki valdi mislestursbreytingu í táknröð gens sem eykur áhættu á sykursýki. Aðrir einbasabreytileikar í nágrenninu geta þá einnig tengst áhættu á sykursýki, en einungis vegna fylgni þeirra við fyrrnefnda breytileikann í Dæmi um víðtæka erfðamengisleit: Hvaða erfðabreytileikar valda rauðum hárlit?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.