Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 70

Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 70
Fr óð le ik ur 70 Rétt er að taka fram að spurningin um það hvort að mein sé illkynja byggir fyrst og fremst á venjulegri smásjárskoðun eins og lýst er að ofan og slík skoðun dugar einnig oft til að undirflokka æxlið. Sem dæmi má nefna að ef kirtilmyndun er til staðar er ljóst að um kirtilkrabbamein (e. adenocarcinoma) er að ræða, en ef það sést keratín í sýninu þá er umað ræða flöguþekjukrabbamein. Við tegundagreiningu krabbameina og undirflokkun geta sérrannsóknir komið að góðu gagni, sérstaklega ef um illa þroskuð æxli er að ræða. Nauðsynlegt er að reyna að setja æxlið í einn af fimm meginflokkum krabbameina (tafla 1) og síðan að undirflokka æxlið nánar ef hægt er. Augljóslega skiptir öllu máli í tengslum við horfur og meðferð sjúklinga með krabbamein að greiningin sé rétt. Eins og nefnt hefur verið hér að framan er mikilvægt að meina fræðingurinn hafi allar upplýsingar sem geta skipt máli við greininguna. Sumar tegundir krabbameina eru erfiðari í greiningu en aðrar og má þar nefna sem dæmi sarkmein og sortuæxli. Í slíkum tilvikum er almenn vinnuregla að fá álit annarra meinafræðinga. Tiltölulega auðvelt er að leita eftir áliti erlendis frá, einkum ef um er að ræða æxli sem innlendir meinafræðingar hafa takmarkaða reynslu af vegna þess hve sum æxli eru fátíð hér á landi. Einnig er mikilvægt að ganga ekki lengra í greiningu en sýnið leyfir og það er þá yfirleitt betra að athuga hvort ekki megi endurtaka sýnistöku til að freista þess að fá betra sýni frekar en að gefa ákveðna greiningu á takmörkuðum efniviði. Sérrannsóknir Einfaldasta og elsta sérrannsóknin er sérlitun. Dæmi um slíkar litanir eru slímlitanir eða litun fyrir melaníni sem geta aðstoðað við greiningu á kirtilkrabbameini eða sortuæxli. Upp úr 1980 komu fram á sjónarsviðið svokallaðar mótefnalitanir sem ollu byltingu í greiningu krabbameina. Um er að ræða litanir sem unnt er að framkvæma á vefjasneiðum en með þessari aðferð er hægt að bera kennsl á mótefnavaka með smásjárskoðun. Mótefnin eru tengd við ensímið peroxídasa sem framkallar brúnan lit í vefjasneiðinni ef viðeigandi mótefnavaki er til staðar í vefnum. Auðveldlega er hægt að greina litinn með venjulegri ljóssmásjá. Í fyrstu þurfti að notast við frystan vef, en í dag er unnt að beita flestum mótefnalitunum á paraffín innsteyptan vef sem gefur betri gæði en ef um frystan vef er að ræða. Auk þess er notkun mótefnalitunarinnar ekki háð því að frystur vefur sé tiltækur. Í töflu 2 er sýnt hvernig nota má mótefnalitanir til að aðstoða við flokkun krabbameina í meginflokka. Nauðsynlegt er að hafa í huga að mótefnin eru missértæk og misnæm. Því er best að nota nokkur mismunandi mótefni saman til að komast að réttri niðurstöðu því að varasamt getur verið að reiða sig á eitt mótefni. Meinafræðingurinn velur þau mótefni sem nota á í ljósi þess sem hann hefur séð við fyrstu smásjárskoðun meinsins. Mótefnin geta einnig verið mjög gagnleg við nánari undirflokkun æxla og eru sýnd dæmi um það í töflu 3 hvernig undirflokka má til dæmis sarkmein á grundvelli mótefnalitana. Í dag eru mótefnalitanir notaðar á hverjum degi á meinafræðideildinni og er hægt að velja á milli um eitt hundrað mismunandi mótefna. Í sumum tilvikum er ekki unnt að undirflokka krabbamein rétt nema með aðstoð mótefnalitana og er undirflokkun eitilfrumuæxla gott dæmi um það. Í sumum tilvikum geta mótefnalitanir hjálpað til við að ákvarða upprunastað krabbameina ef hann er óþekktur, það er að segja ef um meinvarp er að ræða. Dæmi um það er jákvæð litun fyrir PSA sem bendir til uppruna frá blöðruhálskirtli (mynd 2) og TTF-1 sem bendir til uppruna frá Æxli Frá Þekjukrabbamein (e. carcinoma) Þekjuvef Sarkmein (e. sarcoma) Stoðvef Eitilfrumuæxli (e. lymphoma) Eitilvef Sortuæxli (e. melanoma) Melanocytum Kímfrumuæxli (e. germ cell tumor) Kímfrumum Tafla 1. Gerðir krabbameina. Mynd 2a. Meinvarp af óþekktum uppruna í lærlegg. Mynd 2b. Jákvæð mótefnalitun fyrir PSA sýnir fram á uppruna frá blöðruhálskirtli. Mynd 3. Sterk jákvæð mótefnalitun í brjóstakrabbameini fyrir HER­2 (3+) staðfestir að um mögnun sé að ræða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.