Læknaneminn - 01.04.2016, Page 104

Læknaneminn - 01.04.2016, Page 104
Fr óð le ik ur Sk em m tie fn i o g pi stl ar 104 Guðmundur Þorgeirsson Hlustpípan mín er framleidd af Hewlett Packard og er af gerðinni Rappaport- Sprague. Þetta er kostagripur sem ég eignaðist á miðju sumri 1981. Síðan er reyndar búið að endurnýja bjöllu, himnu og báðar gúmmíslöngurnar sem tengja haus hlustpípunnar við eyrna stykkin. Þótt þannig séu aðeins hausinn og eyrnastykkin eftir af gripnum góða frá 1981 höfum við, undirritaður og hlustpípan, tengst tryggðaböndum og setjum ekki fyrir okkur smáatriði. Ekkert áhald eða tæki hefur verið lengur í minni eigu og ekkert hef ég notað meira og að sjálfsögðu hefur ekkert komist í snertingu við fleiri sjúklinga. Ekki hef ég tölu á þeim fjölda sjúkdóms- greininga þar sem hlustpípan hefur komið við sögu. Hins vegar man ég glöggt eftir öðru hjarta hljóði í konu um fertugt sem kvartaði um vaxandi mæði við áreynslu og hjartsláttar óreglu. Hún hafði mjúkt, annarrar gráðu, tígullaga útstreymisóhljóð í slagbili sem heyrðist best yfir lungnaslagæðarlokunni, en að auki hafði hún annað hjartahljóð sem var vítt klofið og breyttist ekki við öndun (e. fixed splitting). Þar með lá greiningin fyrir: op í gáttaskilvegg hjartans eða ASD (e. atrial septal defect). Eftir staðfestingu greiningar með við- eigandi rann sóknum gekkst hún undir skurð aðgerð þar sem gatinu var lokað og er þar með úr sögu þessari. Önnur eftirminnileg hlustun með hlust pípunni góðu leiddi fram lágtíðni drunur í hlébili (e. diastolic rumble), ótvíræð iðu köst frá þröngri mítur loku, afleiðing gigt sóttarskemmda í æsku. Eftir að Bjarni Torfason hafði skipt um lokuna tók við margra áratuga prýðileg heilsa og gjöfult starf í frystihúsi úti á landi. Sjald gæfu tilfellin eru alltaf minnis stæðust en varla líður sá dagur í lífi hjarta læknis að hlust pípan hjálpi ekki til við greiningu eða mat á ósæðar- loku þrengslum, mítur leka, hjarta bilun, gollurs húss bólgu, há þrýstingi, þrengsl- um í stórum slagæðum, og svo má lengi telja. Hjartalæknar barna hafa einnig langan lista sem mótast af fjölbreyti legum með fæddum hjarta göllum sem er heillandi svið og ekki síður mikil vægt. Og þá eru ótalin þau not sem fást af hlust pípunni við grein- ingu lungna sjúkdóma, mat á þarma hreyfingum og fleira. Hlustpípan sem greiningar- tæki á tvegg ja alda afmæli á þessu ári og er enn í notkun nánast allra lækna, hvar sem er í veröldinni og hvert sem verksvið þeirra annars er. Sá kunni franski læknir René-Théophile Hyacinthe Laennec fær heiðurinn af því að hanna fyrstu hlustpípuna árið 1816. Fyrst notaði hann einfalda pappírsörk sem rúllað var upp í sívalning og annar endinn lagður við brjóst sjúklings í þeim háttvísa tilgangi að læknirinn þyrfti ekki að leggja eyrað milliliðalaust að brjósti Hlustpípan mín „Fyrst notaði hann einfalda pappírsörk sem rúllað var upp í sívalning og annar endinn lagður við brjóst sjúklings í þeim háttvísa tilgangi að læknirinn þyrfti ekki að leggja eyrað milliliðalaust að brjósti sjúklingsins, einkum þegar konur áttu í hlut.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.