Læknaneminn - 01.04.2016, Side 107

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 107
Fr óð le ik ur Sk em m tie fn i o g pi stl ar 107 Inngangur Búkhljóð manna og dýra hafa lengi haft klíníska þýð ingu í greiningu og meðferð sjúkdóma. Áður fyrr lögðu menn eyrað við sjúk linginn til að greina hin ýmsu búkhljóð en í upphafi nítjándu aldar og á Viktoríu tímabilinu urðu íbúar í hinum vestræna heimi skyndilega afar pempíu legir (e. pansy) í hugsun og háttum. Franski læknirinn René-Théophile-Hya- cinthe Laennec (1781-1826) er talinn hafa verið fyrstur manna til að nota hlustunarpípu (e. stethoscope) árið 1816. Til þess að forðast beina snertingu við barma ungmeyja rúllaði hann upp pappírshólki og notaði sem hlustunarpípu. Hann uppgötvaði fljótt að hólkurinn magnaði upp hjartahljóðin og leiddi það til frekari þróunar á hlustunarpípunni. Fyrstu alvöru hlustunarpípurnar voru ein- föld trérör fyrir annað eyrað og það var ekki fyrr en árið 1851 að menn fóru að nota hlustunarpípur fyrir bæði eyrun. Upphafið að því átti írski læknirinn Arthur Leared en ári seinna hófst framleiðsla á hlustunarpípum fyrir almennan markað. Hvíti sloppurinn og hlustunarpípan Á árum áður voru það einungis læknar sem klæddust hvítum sloppum á sjúkra- húsum og voru þeir því auðþekktir frá öðrum heilbrigðisstéttum. Læknar geymdu gjarnan hlustunarpípuna í öðrum vasanum á sloppnum eða gengu með hana um hálsinn eins og bindi. Síðari aðferðin gat verið óhentug, einkum í mat salnum og við krufningaborðið. Með auknu frjálsræði í klæðaburði í lok tuttugustu aldar fóru mörkin milli heil brigðis- stétta að þynnast út hvað einkennisklæðnað varðar. Enginn vissi lengur hver var hvað og tóku þá sumir læknar upp á því að ganga með hlustunarpípuna lárétta um hálsinn eins og um væri að ræða vel tamda kyrkislöngu. Þessi aðferð náði aukinni útbreiðslu eftir að sýningar hófust á hinum vinsælu sjónvarpsþáttum um Neyðarvaktina (e. Emergency Room eða ER) sem byggðir voru á reynslu læknisins og rithöfundarins Michael Crichton og skörtuðu George Clooney í hlutverki hjartaknúsarans Doug Ross. Því hefur þessi aðferð til að bera hlustunarpípuna oft verið kölluð „Clooney-aðferðin“. Sitt sýnist hverjum um ágæti þessarar aðferðar en ljóst er að hlustunarpípan er mun sjáanlegri þegar hún er borin um hálsinn á þennan hátt en þegar hún hvílir spök í sloppvasa læknisins. Heilbrigðisstarfsmenn þurfa oft að bregð ast hratt við ýmsum læknisfræðilegum uppá- komum á sjúkrahúsum, einkum á bráða- deildum. Þá vaknar sú spurning hvort burðar- máti hlustunar pípunnar geti hugsan lega tafið fyrir greiningu og meðferð bráðra sjúkdóma. Engar vísindalegar rann sóknir eru þekktar sem gefa til kynna hvaða aðferð er fljótust og tefur þannig minnst fyrir sjúkdómsgreiningu. Í tilefni af 200 ára afmæli hlustunarpípunnar ákváðum við að bera saman þrjár vinsælustu aðferðirnar með klínískri rannsókn. Efniviður og aðferðir Rannsóknin er framsæ og slembuð saman- burðar rannsókn. Þátttakendur voru þrír. Aðferð irnar sem notaðar voru í þessari rann- sókn voru „Clooney­aðferðin“ (með og án læsingar, myndir 1 og 2), hálsbindisaðferðin eða „Gestur Pálsson aðferðin“ (mynd 3) og vasa-aðferðin eða „Kandídatinn“ (mynd 4). Reynt var að líkja sem best eftir klínískum aðstæðum. Tilraunin var því framkvæmd á eftirfarandi hátt: • Sjúklingi var komið fyrir í sjúkrarúmi við endann á 30 metra löngum gangi. • Þátttakendur komu sér fyrir á hinum enda gangsins. Þeim var úthlutuð aðferð til að bera hlustunarpípu af handahófi. • Hlustunarpípurnar voru staðlaðar og af gerðinni Littmann Classic II SE og vógu 135 grömm. Núningsstuðull gúmmíröranna var µ = 0,58. • Hljóðmerki var gefið og áttu þátttakendur að hlaupa 30 klíníska metra að sjúklingnum á hinum enda gangsins og greina hjá honum slagbilsóhljóð (mynd 5). Kannaðir voru þrír eiginleikar fyrir hverja aðferð: 1. Stöðugleiki hlustunarpípunnar við hlaup 2. Tími sem þátttakendur tóku í að byrja hjartahlustun (e. pocket­to­ear time) 3. Fjöldi hreyfinga sem þurfti til að byrja að hlusta (hreyfingar að hlustun eða HAH). Notast var við vísindalegar tölfræðiaðferðir. Niðurstöður Stöðugleiki við hlaup Þátttakendur voru beðnir um að meta stöðug- leika hlustunarpípunnar við hlaup. Clooney- aðferðin og vasa-aðferðin reyndust stöðugastar að mati þátttakenda. Af Clooney-aðferðunum tveimur var Clooney-aðferð með lás stöðugri og reyndist hafa mestan stöðugleika af öllum fjórum aðferðunum. Hálsbindisaðferðin var óstöðugust ef hlustunarpípan var látin hanga, en stöðugleikinn var sambærilegur við Clooney-aðferðirnar ef haldið var um haus hlustunar pípunnar við hlaup (mynd 6). Mynd 5. Þátttakendur áttu að hlaupa 30 klíníska metra að sjúklingi og greina hjá honum slagbilsóhljóð. Ekki var leiðrétt fyrir hlaupastíl eða skrefalengd. Mynd 6. Hálsbindisaðferðin er óstöðug við hlaup ef haus hlustunarpípunnar hangir óskorðaður. Ef haldið er um hausinn við hlaup eykst stöðugleikinn mjög.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.