Læknaneminn - 01.04.2016, Page 116

Læknaneminn - 01.04.2016, Page 116
Fr óð le ik ur Sk em m tie fn i o g pi stl ar 116 Frá því ég byrjaði í læknis- fræði var alltaf ætlunin að fara í verknám erlendis. Það hefur alltaf heillað mig að ferðast á framandi slóðir og varð Indónesía fyrir valinu. Það var í raun engin sérstök ástæða fyrir þessu vali, heldur var frekar tilviljun sem réð því. Það stóð einnig til að fara til Asíu með bekknum til þess að fagna nýlokinni BS-gráðu, þannig að það hentaði vel að samtvinna þessar ferðir og endaði ég á því að ferðast um Asíu allt sumarið. Eftir þrjár vikur með frábærum bekkjarfélögum bæði í Taílandi og Kambódíu lá leiðin til Padang í Indónesíu þar sem ég dvaldi sem skiptinemi í einn mánuð. Kærasti minn, Þráinn, ákvað að koma með mér í þetta ævin- týri og ég mæli hiklaust með því að maki komi með ef tækifæri gefst. Við þurftum reyndar að kaupa okkur giftingarhringa í stuttu stoppi í Kúala Lúmpúr, höfuðborg Malasíu, og spinna upp brúðkaupssögu til þess eins að fá að gista í sama herbergi en í Padang er Islamstrú við lýði og því ekki í boði að vera ógift par. Þannig að ef einhver spurði þá giftum við okkur um jólin og héldum ekki veislu því við vorum að spara fyrir ferðalagi okkar til Indónesíu, eða réttara sagt brúðkaups - ferðinni okkar. Ævintýrið byrjaði um leið og við lentum á flug - vellinum í Padang, en hann er svipaður að stærð og flug völl urinn á Akur eyri. Þar missti starfs maður sig af spenn ingi yfir því að fá að hitta fólk frá Íslandi og fyrir utan flugvöllinn biðu tvær flissandi stelpur með hijab (höfuðslæðu) sem veifuðu og kölluðu til okkar. Þær voru lækna- nemar sem fylgdu okkur síðan í stórt einbýlishús sem varð heimili okkar næsta mánuðinn. Við gistum hjá mjög indælli fjölskyldu. Þar bjuggu Mama, Papa og dóttir þeirra Hanna sem var sú eina sem talaði ensku. Í rauninni var öll stórfjölskyldan mjög spennt að fá að hitta okkur. Til að mynda komu margir Anku (frændur) oft í heimsókn fyrstu dagana á meðan ég var á spítalanum „Brúðkaupsferð“ á skurðstofu í Indónesíu Berglind Anna Magnúsdóttir fjórða árs læknanemi 2015-2016 „Spítalinn er allt öðruvísi en maður hefur vanist hér heima. Á tímabilinu fann ég alls þrjá vaska og hitti flækingsketti á göngunum.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.