Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 135

Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 135
Fr óð le ik ur Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs n em a 135 að BMP9­Smad1 tengist stýrilsvæði EGFL7 gensins og var markmið rannsóknarinnar að athuga hvort aukin tjáning verði á EGFL7 í BMP9 örvuðum æðaþels frumum. Einnig voru skoðuð mögu leg áhrif miR­126 á þessi tengsl. Til þess að skoða þessi tengsl var notast við stofn frumur úr fóstur vísum manna (e. human embryonic stem cells, hES frumur). hES frumur eru fjölhæfar og geta myndað allar frumu­ gerðir líkamans. Þær veita ómetanlega innsýn í fyrstu stig fóstur þroska mannsins og með því að beina sérhæfingu hES frumna í æðaþelsfrumur getum við skilið betur hvernig blóðæðar endurnýja sig og um leið kannað notkunarmöguleika þeirra í vefjaígræðslu og lyfjaþróun. Efniviður og aðferðir: Til að skoða áhrif BMP9 á form gerð hES frumu ættuðum æðaþelsfrumum og áhrif þess á tjáningu EGFL7 í æðamyndun voru hES frumur fyrst miðlagssérhæfðar og ræktaðar í matri­ geli með þekjurækt. Þær voru síðan örvaðar í 3 til 9 daga með BMP9. Til að skoða samband BMP9, EGFL7 og miR­126   var hluti hES rækta sýktur með lentiveiruvektor sem yfirtjáir miR­126. Áhrif BMP9 og miR­126 á formgerð æðaþelsfrumna voru könnuð sem og hæfileiki þeirra til spírunar í matrigeli. Tjáning EGFL7 á RNA stigi var athuguð með PCR. Próteintjáning EGFL7 var skoðuð með western blot. Niðurstöður: BMP9 örvaðar æðaþelsfrumur sýndu aukna lifun og þéttni í rækt í samanburði við viðmið. Þá var hæfileiki til spírunar meiri í BMP9 örvuðum æðaþelsfrumum samanborið við viðmið. Aukna EGFL7 próteintjáningu mátti sjá í BMP9 örvuðum hES frumum samanborið við viðmiðunarrækt. Þá var minnkun á EGFL7 RNA í þeim ræktum sem yfirtjáðu miR­126. Ályktanir: Notast var við hES frumur sem líkan til þess að líkja eftir þroskun æðaþels í mönnum. Hér staðfestast forstigsgögn rannsóknarhópsins sem benda til aukinnar lifunar BMP9 örvaðra æðaþelsfrumna og aukins hæfileika þeirra til spírunar í matrigeli. Þá benda niðurstöður til þess að BMP9 stuðli að aukinni tjáningu á EGFL7 en miR­126 miðli niðurbroti þess. Varpa þessar niðurstöður enn fremur betri mynd á ferla nýæðamyndunar sem geta með frekari rannsóknum meðal annars stuðlað að betri lyfjamörkum. Stökkbreytingar í FLNC og NKX2-5 valda útvíkkunarhjartavöðvakvilla á Íslandi Eva Fanney Ólafsdóttir1, Guðmundur Þorgeirsson1,3, Garðar Sveinbjörnsson2, Daníel F. Guðbjartsson2, Unnur Þorsteinsdóttir2, Hilma Hólm2,3, Kári Stefánsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Íslensk erfðagreining, 3Landspítali háskólasjúkrahús Inngangur: Útvíkkunarhjartavöðvakvilli er ættlægur sjúkdómur í allt að helmingi tilfella og hafa stökk­ breytingar í fleiri en 40 genum verið tengdar sjúk­ dómnum. Þar til nýlega hefur reynst erfitt að nýta þekk ingu á erfðafræði sjúkdómsins í erfðarannsóknum á fjölskyldum þar sem sjúkdómurinn er ættlægur. Með nýjustu raðgreiningartækni eru aukin tækifæri til að rannsaka orsakir þessa sjúkdóms betur. Erfðir ættlægs útvíkkunarhjartavöðvakvilla á Íslandi eru ekki þekktar. Markmið þessarar rannsóknar var að leita að erfðabreytileikum sem valda ættlægum útvíkkunar hjartavöðva kvilla á Íslandi og jafnframt að meta svipgerð sjúkdómsins í tengslum við þá erfða­ breytileika sem fundust. Efniviður og aðferðir: Við notuðum gagnagrunn Íslensk rar erfðagreiningar sem geymir upplýsingar um rafrænar útskriftar greiningar hjartasjúkdóma gerðar á LSH á tímabilinu 1987­2012, til að finna einstak linga með hjartavöðva kvilla af annarri gerð en ofvaxtar hjartavöðva kvilla. Í gegnum Íslendingabók röktum við skyldleika þessara einstaklinga. Með upp­ lýsingum úr heil raðgreiningu leituðum við að sjald­ gæfum erfðabreytileikum í tveimur fjölskyldum, sem fjölskyldumeðlimir með sjúkdóminn deildu. Með arfgerðarupplýsingum ÍE könnuðum við fylgni erfða­ breytileikanna sem fundust við sjúkdóminn með tvíkosta aðhvarfsgreiningu. Við söfnuðum því næst upplýsingum úr sjúkraskrám LSH um svipgerð einstak­ linga með annarsvegar stökkbreytingu í NKX2­5 og hinsvegar í FLNC. Niðurstöður: Við fundum tvær fjölskyldur þar sem fleiri voru með sjúkdóminn en við hefði mátt búast. Í öðru tilvikinu voru 20 skyldir einstaklingar með mislesturs stökkbreytingu í geni NKX2­5. Tíðni sjaldgæfari genasamsætunnar (MAF) er 0.012% á Íslandi. Fylgni sjúkdómsins við stökkbreytinguna var marktæk (P = 7,6 x 10­10, OR = 87,62). Í hinu tilvikinu voru 27 skyldir einstaklingar með hliðrunar­ stökkbreytingu í geni FLNC. MAF er 0.021% á Íslandi. Fylgnin var marktæk (P  =  1,09  x  10­8, OR=53,3). Sjúkraskrár voru aðgengilegar fyrir 13 af 20 einstaklingum með stökkbreytinguna í NKX2­ 5. Af þeim 13 voru 10 með hjartasjúkdóm. Sjö af 13 einstaklingum höfðu hjartavöðvakvilla, sex af þeim útvíkkunarhjartavöðvakvilla og einn var með hjartavöðvakvilla af óþekktri gerð. Allir með hjartavöðvakvilla í fjölskyldunni höfðu leiðslutruflanir á hjartalínuriti. Þrír einstaklingar í fjölskyldunni höfðu greinst með leiðslutruflanir og/eða hjartsláttaróreglu en ekki útvíkkunarhjartavöðvakvilla. Í heildina höfðu 8 af 13 hjartsláttaróreglu og fóru fjórir í hjarta­ stopp. Sjúkraskrár voru aðgengilegar fyrir 23 af 27 einstaklingum með stökkbreytinguna í FLNC. Af 23 einstaklingum höfðu 10 hjartavöðvakvilla, þar af voru 9 greindir með útvíkkunarhjartavöðvakvilla og einn með ofvaxtarhjartavöðvakvilla. 7 af 10 einstak lingum með hjartavöðvakvilla höfðu hjartsláttar óreglu og létust 3 skyndidauða. Ályktanir: Stökkbreyting í annarsvegar NKX2­5 og hinsvegar í FLNC valda ættlægum útvíkkunar­ hjartavöðvakvilla á Íslandi. Hvorugum stökk breyt­ ingunum hefur áður verið lýst í tengslum við sjúk­ dóminn. Stökkbreytingin í NKX2­5 hefur hærri sýnd heldur en stökkbreytingin í FLNC og leiðslutruflanir og hjartsláttaróregla voru algengari á meðal þeirra sem báru hana. Upplýsingar um arfgerð einstaklinga sem og innsýn í samband arfgerðar og svipgerðar má nýta til nákvæmara áhættumats og bættrar meðferðar sjúklinga. Krabbamein í legbol á Landspítalanum 2010-2014 Freyja Sif Þórsdóttir1, Ásgeir Thoroddsen2, Þóra Steingrímsdóttir1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands og 2Kvennadeild Landspítalans Inngangur: Á Íslandi greinast árlega um 30 konur með legbolskrabbamein. Orsakir sjúkdómsins eru ekki að fullu þekktar en vitað er um ýmsa áhættuþætti, svo sem aldur, offitu og hormónameðferð. Legbols­ krabbameini má skipta upp í tvær týpur, týpu I og týpu II. Kjörmeðferð er skurðaðgerð þar sem legið er fjarlægt ásamt eggjastokkum. Litlar upplýsingar liggja fyrir um legbolskrabbamein á Íslandi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá yfirsýn yfir sjúkdóminn hér á landi, svo sem aldursdreifingu, áhættuþætti, einkenni, greiningaraðferðir, meingerð, meðferð og horfur. Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra kvenna sem greindust með legbolskrabbamein á árunum 2010­2014 og gengust undir meðferð á Land spítalanum. Klínískar upplýsingar um sjúk ling­ ana og sjúkdóm þeirra fengust úr sjúkra skrám, að­ gerðar lýsingum, meinafræðisvörum, mynd greiningar­ svörum og svæfingarskýrslum. Niðurstöður: Að meðaltali greindist 21,6 kona árlega á rannsóknartímabilinu. Meðalaldur kvennanna var 62,9 ± 11 ár en 83,3% þeirra voru komnar yfir tíða­ hvörf. Meðaltal BMI var 32,2 ± 8,1 kg/m2. Offitu höfðu 59% og voru 20% í ofþyngd. Um helmingur sjúk ling anna höfðu háþrýsting og höfðu 12% sykur­ sýki. Nær allar konurnar (92,5%) leituðu til læknis vegna óeðlilegra blæðinga. Rúmlega helmingur kvenn anna greindist innan þriggja mánaða frá fyrstu ein kennum. Langflestar kvennanna (90,7%) höfðu endo metrioid adenocarcinoma. Nær allar konurnar (97,2%) fóru í aðgerð og af þeim fengu 34,3% eftirmeðferð. Á rannsóknartímabilinu fengu 11,1% sjúklinganna endurkomu krabbameinsins. Fimm ára lifun reiknaðist 80,9%. Marktækur munur var á lifun kvenna með hágráðu dreifðan sjúkdóm og kvenna með lággráðu staðbundinn sjúkdóm. Ályktanir: Horfur kvenna með legbolskrabbamein eru beintengdar gráðun og stigun sjúkdómsins. Sjúklinga hópurinn hér á landi svipar til erlendra hópa hvað varðar þekkta áhættu þætti, einkenni, meingerð og meðferð sjúkdómsins. Góð drög að gagnagrunni um sjúkdóminn hér á landi voru lögð. Transcriptional Effects of mTOR Inhibitors on Vascular Smooth Muscle Cells Hallbera Guðmundsdóttir1, George Tellides2 1Faculty of Medicine, School of Health Sciences, University of Iceland, 2Section of Cardiac Surgery, School of Medicine, Yale University Introduction: Cardiac allograft vasculopathy (CAV) is a rapidly progressing arteriosclerotic disease in heart transplant recipients and the major cause of late graft failure. A characteristic feature of CAV is intimal hyperplasia of coronary arteries due to vascular smooth muscle cell (VSMC) proliferation. Currently, the only treatment available to prevent CAV is mechanistic target of rapamycin (mTOR) inhibitors. However, little is known about their mechanism of action in VSMCs beyond signaling alterations. The aim of this study was to determine the transcriptional effects of mTOR inhibitors in VSMCs. Candidate transcripts were identified by a microarray analysis of human coronary arteries transplanted to immunodeficient mice and treated with mTOR inhibitors in vivo. This genome­wide approach identified two major groups of proliferation­ and inflammation­related genes that were downregulated by mTOR blockade. We investigated if selected transcripts were mTOR­ dependent in model experimental systems of cultured coronary arteries and VSMCs. Materials and methods: Human coronary arteries and VSMCs were cultured in vitro and treated with the mTOR inhibitor, rapamycin at various concentrations and durations. Cultured cells were also treated with tumor necrosis factor (TNF) to induce pro­inflammatory responses similar to known NFkB activation in arteries immediately after transplantation and during organ culture. Real­time quantitative PCR was used to evaluate the effects on gene expression. Results: In cultured VSMCs, the cell proliferation genes CCNA2, HIST1H3G, MKI67, and TOP2A and the inflammatory gene TLR3 were downregulated by rapamycin, with a peak effect after 24 hours of treatment. In contrast, the inflammatory chemokines CXCL9 and CXCL10 were upregulated by rapamycin in TNF­treated VSMCs with a peak effect after 72 hours of treatment, contradictory to the microarray results. In cultured coronary arteries, downregulation was observed for MKI67 and TOP2A and the inflammatory genes IFI30 and SPP1 after 72 hours of rapamycin treatment. Conclusions: The regulation of several cell prolifer­ ation genes by mTOR in cultured arteries and cells is consistent with the microarray analysis of coronary artery grafts in humanized mice, and suggests that
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.