Læknaneminn - 01.04.2016, Síða 138

Læknaneminn - 01.04.2016, Síða 138
Fr óð le ik ur Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs n em a 138 also aimed at reducing the occurrence of factors that increase the likelihood of developing BOS, such as CMV infection and acute infection. Methods and material: Information from 10 Icelandic patients and 20 Swedish patients was collected at the National Hospital of Iceland and at Sahlgrenska University Hospital in Sweden. The information collected included four years of follow up and the values before the transplant for lung function and plasma clearance. Additional information collected included the number of patients with BOS, occupation, different types of lungs received, CMV status, survival, how many received a CMV treatment, and how many CMV treatments were prescribed. Results: Looking at the follow up of lung function and kidney function, the patients seem to be stable and do well. There is a major increase in lung function values after the surgery, but after that the patients have relative constant lung function values, on average. In comparing the patient groups for lung function, there was one major difference—Sweden was doing much better. Iceland had a higher rate of survival than Sweden, but Iceland had higher levels of BOS. Conclusion: Both patient groups seem to be benefitting from the transplant, since both groups have an average increase in the lung function values FEV1 and FVC and on average do not have a clinical manifestation of kidney disease according to the plasma clearance levels. The main difference between Iceland and Sweden was the difference in lung function values, this seems to have occurred because Sweden‘s COPD patients received bigger lungs than Iceland‘s COPD patients; however, the difference in reference values also plays a part. The sample population evaluated for this study was very small, so any difference in the two patient groups requires further research. Age and gender differences during long-term warfarin anticoagulation monitored with Fiix-prothrombin time or prothrombin time in patients with atrial fibrillation. Hulda María Jensdóttir2, Brynja R. Guðmundsdóttir2, Páll Torfi Önundarson1,2 1 Landspitali Department of Laboratory Hematology, 2The faculty of medicine, University of Iceland, Introduction: The prothrombin time (PT, PT­INR) during monitoring of warfarin measures its influence on the activity of coagulation factors (F) II, VII and X. Rapid fluctuations occur in the PT­INR due to FVII´s short half­life but these fluctuations have little effect on the antithrombotic activity of warfarin which is mainly induced by FII and possibly FX. The new Fiix­PT measures only the activity of the longer half­life FII and FX. The Fiix­trial showed that monitoring with the Fiix­PT lead to less variability of anticoagulation than monitoring with the PT. The objective of this study was to compare if stability of anticoagulation monitored by Quick­PT and Fiix­PT was affected differently by age and gender. Methods and materials: This study is a part of the prospective, randomized controlled and double­ blinded Fiix­trial. Patients were randomized to dosing based on Fiix­PT (Fiix­INR) monitoring (the active Fiix arm) and PT (PT­INR) monitoring (control PT arm). The participants were outpatients over 18 years old with INR 2­3 as a therapeutic range. The current subgroup study analyzed anticoagulation indicators in 815 atrial fibrillation (AF) patients on long­term warfarin therapy. The main outcome parameters were time in therapeutic range (TTR), INR variance growth rate (VGR), number of dose adjustments, frequency of INR monitoring, fraction of tests in defined target INR range and number of dose adjustments. Results: Patients in the Fiix­PT arm had 65.5% of tests in target range compared to 62.9% in the PT arm (p = 0.0019) and they had proportionally fewer tests with INR < 2 (18.9% vs. 20.9%, respectively, p = 0.0061). There were fewer dose changes per monitoring test in the Fiix­PT arm than in the PT arm (0.26 vs. 0.28, p = 0.0428). Males in the Fiix­PT group and PT group had 0.26 vs. 0.27 median dose changes per monitoring test (p = 0.2707). Females in the Fiix­PT group and PT group had 0.27 and 0.32 dose changes per monitoring test (p = 0.0292) Females in the Fiix­PT group had 64% of tests in target range and 20% with INR < 2 and females in the PT arm had 59% within target range and 24% with INR < 2 (p = 0.0001 and p = 0.0002, respectively). The median TTR in females in the Fiix­PT group was 80.3% compared to 75.3% in females in the PT group (p = 0.0401) but the median TTR in males was 80.7% vs. 80.3% (n.s.). Females in the PT group had higher median daily warfarin dose than females in the Fiix­PT group, 4.2 mg vs. 3.4 mg (p = 0.0029). Both the Fiix­PT and the PT­INR variability (VGR) were significantly higher in females than in males. There was a significant difference between the TTR (median) in the Fiix­PT and PT groups in 66­80 years old individuals and in 66­74 years old individuals in dose changes per test and VGR. The daily dose decreased with increasing age in both groups. Conclusion: The Fiix­PT test improved the stability of warfarin mainly in females. Females on warfarin monitored with the Fiix­INR had significantly higher TTR and their dose­adjustment need was reduced. Anticoagulation variability (VGR) was higher in females than in males in both groups. Fósturlát á Kvennadeild Landspítala 2005-2014 Inga Stefanía Geirsdóttir1, Jens A. Guðmundsson1,2, Auður Smith2 og Katrín Kristjánsdóttir2 1Háskóli Íslands, 2Kvennadeild Landspítalans Inngangur: Fósturlát er talið eiga sér stað í allt að 15 ­ 20% greindra þungana. Fósturlát er því ein algengasta ástæða fyrir komu á bráðamóttöku Kvennadeildar. Síðustu ár hefur verið tekin í notkun lyfjameðferð við fósturlát, þar sem prostaglandin (misoprostol) er notað til að flýta tæmingu legs og komast hjá aðgerð. Fram til þessa voru fósturlát meðhöndluð með tæmingu á innihaldi legs í svæfingu. Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að sjá hvernig meðferð fósturláta hefur breyst á 10 ára tímabili og finna hver var árangur meðferða við fósturlátum eftir að aukin notkun lyfjameðferðar eða eftirlits án meðferðar var tekin í gagnið og hins vegar að finna hugsanlega áhrifaþætti á árangur lyfjameðferðar. Efniviður og aðferðir: Leitað var í gagnagrunni Landspítala (LSH) að öllum skráðum fósturlátum á 10 ára tímabilinu 2005­2014. Árin 2005 og 2014 voru skoðuð sérstaklega með tilliti til eftirfarandi breyta: aldur við greiningu, fyrri fæðingar, fyrri fósturlát, fyrri fóstureyðingar, meðgöngulengd, meðferðarúrræði, tegund fósturláts, greining fylgikvilla og fjöldi endurkoma. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám í Sögukerfi LSH. Logistísk aðhvarfsgreining var notuð til að kanna samband milli breyta og skoða hugsanlega áhrifaþætti á árangur lyfjameðferðar. Aðgerð (í lyfjameðferðarhópi) og endurtekin aðgerð (í aðgerðarhópi) var skilgreint sem misheppnuð meðferð. Niðurstöður: Af þeim 220 konum sem fengu lyfjameðferð sem upphafsmeðferð árin 2005 og 2014 var meðferðin árangursrík hjá 148 (67,3%). 33 (15%) konur fengu endurtekna lyfjameðferð en 72 kona (32,7%) fór einnig í aðgerð. 447 konur fóru í aðgerð sem upphafsmeðferð, en hún var árangursrík hjá 435 (97,5%). 11 fóru í endurtekna aðgerð (2,5%). Árangur lyfjameðferðar var 47,4% árið 2005 (n=38) og 71,4% árið 2014 (n=182) á meðan árangur aðgerða var svipaður fyrir bæði árin. Það voru marktækt fleiri með >1 endurkomu í lyfjahópnum miðað við konurnar sem fóru í aðgerð (p­gildi <0,0001) og þær sem fengu enga meðferð (p­gildi <0,0001). Það voru einnig marktækt fleiri fylgikvillar í lyfjahópnum miðað við aðgerðarhópinn (p­gildi 0,0005) en ekki munur á tíðni fylgikvilla í lyfja­ og biðmeðferðarhópnum (p­gildi 0,7317). Aldur, meðgöngusaga og meðgöngulengd höfði ekki marktæk áhrif á árangur lyfjameðferðar. Ályktanir: Árangur lyfjameðferðar við fósturlátum með misoprostol reyndist vera rúm 67%. Þetta er heldur lakari árangur en erlendar rannsóknir gefa til kynna (70­80%). Hugsanlega hefur verið um lægri þröskuld að ræða fyrir því að senda konur í aðgerð á LSH. Tengsl næringar og umhverfisþátta við myndun ofnæmissjúkdóma Jóhanna Andrésdóttir1, Michael Clausen1,2, Davíð Gíslason3, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins, Landspítala, 3Lyflækningadeild Landspítala, 4Rannsóknarstofa í ónæmisfræði, Landspítala Inngangur: Algengi ofnæmissjúkdóma, svo sem exems, astma og ofnæmiskvefs, hefur aukist síðastliðna áratugi og er talið að í dag þjáist 30­40% fólks af einum eða fleiri ofnæmissjúkdómum. Grunur er um að aukningin stafi af breytingum á umhverfisþáttum sem stuðli að myndun sjúkdómanna og hafa því fjölmargar rannsóknir verið gerðar á mögulegum áhrifaþáttum ofnæmissjúkdóma, en þó er enn ýmislegt óljóst í þeim efnum. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka tengsl næringar og umhverfisþátta við myndun ofnæmissjúkdóma hjá íslenskum börnum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og byggir á gagnagrunni fæðuofnæmisrannsóknar (EuroPrevall) sem var framkvæmd árin 2008­ 2009. Rannsóknarúrtakið samanstóð af 493 grunnskólabörnum í Reykjavík, á aldrinum 7­10 ára, sem höfðu svarað ítarlegum spurningalista ásamt foreldrum sínum. Þar af voru 176 börn sem höfðu svarað játandi þegar spurt var um óþægindi af völdum fæðu, en 317 börn fengin sem viðmið, af þeim sem höfðu svarað sömu spurningu neitandi. Spurt var um ýmsa heilsufarsþætti, þ.á.m. meðgöngu barnsins, heilsufar, næringu og heimilishagi, auk þess sem spurt var um ofnæmissjúkdóma og –einkenni, bæði hjá barninu og fjölskyldu þess. Niðurstöður: Börn sem áttu móður eldri en 30 ára við fæðingu voru ólíklegri til að hafa nokkurn tímann haft ofnæmiskvef (p<0,05), börn sem höfðu fengið brjóstamjólk í 7­9 mánuði voru ólíklegri til að hafa haft kláðaútbrot í a.m.k. sex mánuði (p<0,05), og börn sem áttu tvö eða fleiri eldri systkini voru ólíklegri til að hafa haft astma nokkurn tímann (p<0,01) eða kláðaútbrot sl. 12 mánuði (p<0,05). Hins vegar hafði meðgöngulengd undir 37 vikum fylgni við astma sl. 12 mánuði (p<0,05), fæðingarlengd undir 48 cm hafði fylgni við astma sl. 12 mánuði, þrátt fyrir að leiðrétt væri fyrir meðgöngulengd (p<0,05), og fæðingarþyngd yfir 4.000 grömmum hafði fylgni við ofnæmiskvef (p<0,05). Þurrmjólk hafði fylgni við astma (p<0,01), og ofnæmisvæn (e. hypoallergenic) þurrmjólk hafði fylgni við bæði einkenni ofnæmiskvefs nokkurn tímann (p<0,05) og einkenni ofnæmiskvefs sl. 12 mánuði (p<0,01). Fylgni var milli fastrar fæðu fyrir 6 mánaða aldur og ofnæmiskvefs (p<0,05), sem og milli upphafs daggæslu við 0­5 mánaða aldur og kláðaútbrota (p<0,01). Að lokum hafði sýklalyfjanotkun fyrir tveggja ára aldur fylgni við bæði astma sl. 12 mánuði (p<0,05), kláðaútbrot sl. 12 mánuði (p<0,05) og ofnæmiskvef sl. 12 mánuði (p<0,05), auk þess sem alvarlegar öndunarfærasýkingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.