Læknaneminn - 01.04.2016, Side 143

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 143
Fr óð le ik ur Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs n em a 143 SVS og hækkaðs styrks prótínsins BDNF (r2=­0.19, p =0.008). Sé leiðrétt fyrir aldri og sársaukaeinkunn tengdri vatnsskilyrðingu veikjast þó þessi tengsl. Ályktanir: Jafnt hlutfall þátttakenda með eðlilega SVS meðal sjúklinga og viðmiða kemur á óvart miðað við fyrri rannsóknir. Ekki er ólíklegt að um ákveðna þátttökuskekkju sé að ræða því líklegra er að fólk sem hefur áhuga á verkjum vegna eigin sjúkdóms eða sjúkdóms ættingja taki þátt. Þá var breytileiki í kuldaþoli einstaklinga mjög mikill, en þátttakendur gáfu kuldasársaukanum einkunnir á bilinu 0­100, en þessi mikli breytileiki gæti haft truflandi áhrif. Áhugaverðar niðurstöður um tengsl BDNF við óvirka SVS eru rannsóknarefni framtíðarinnar. Þurfa börn sem koma á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins vegna kviðverkja frekari þjónustu Landspítalans til lengri tíma? Viðar Róbertsson1, Ásgeir Haraldsson1,2,3, María Björg Magnúsdóttir2,3, Sigurður Þorgrímsson2,3, Úlfur Agnarsson2,3 og Þráinn Rósmundsson2,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2 Barnaspítali Hringsins, 3Landspítali Háskólasjúkrahús Inngangur: Rannsókn þessi er framhald af fyrri rannsókn á kviðverkjum barna á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins (BBH) sem gerð var árið 2011. Kviðverkir eru algengt vandamál hjá börnum og fjöldi bráðra og krónískra sjúkdóma getur valdið þeim. Algengt er að börn með kviðverki leiti endurtekið læknishjálpar vegna vandamálsins. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort börn sem komu með kviðverki á BBH árið 2010 þurfi frekari þjónustu Landspítalans (LSH) til lengri tíma. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra barna sem komu vegna kviðverkja á BBH árið 2010 og áttu að minnsta kosti eina endurkomu af einhverjum orsökum á rannsóknartímabilinu 2010 – 2015. Tekinn var saman listi yfir börn sem komu vegna kviðverkja árið 2010 og úr sjúklingabókhaldi LSH fengust upplýsingar um allar endurkomur þessara einstaklinga á rannsóknartímabilinu. Upplýsingar um aldur, kyn, komutíma og ICD­ 10 greininganúmer allra einstaklinga voru skráðar. Út frá ICD­10 greininganúmerum voru myndaðir greiningahópar og einstaklingar flokkaðir í viðeigandi hópa eftir sjúkdómsgreiningu. Niðurstöður: Af 1118 börnum sem komu með kviðverki á BBH árið 2010 áttu 947 (84,7%) þeirra endurkomur á rannsóknartímabilinu. Samtals voru endurkomur 7282. Stúlkur áttu 4551 (62,5%) endurkomur en drengir 2731 (37,5%). Ekki reyndist marktækur munur á endurkomufjölda drengja og stúlkna (p=0,109). Þegar á heildina er litið reyndist algengasta ástæða endurkomu vera greiningahópurinn „Einkenni, teikn og afbrigðilegar klínískar og eða rannsóknarniðurstöður sem ekki eru flokkuð annars staðar“ (12,9%). Þar á eftir fylgdu „Meltingarfærasjúkdómar“ (12,6%) og „Smitsjúkdómar og sníkjudýrasýkingar“ (6,9%). Börn sem greindust með óskýrða kviðverkir árið 2010 voru 436 talsins, þar af áttu 369 þeirra (84,9%) endurkomu á rannsóknartímabilinu. Í ljós kom að þessi börn áttu flestar endurkomur á rannsóknartímabilinu (42,3%). Stúlkur voru marktækt eldri (p<0,001) og áttu marktækt fleiri endurkomur en drengir (p=0,017). Ályktanir: Börn sem koma á BBH vegna kviðverkja þurfa á áframhaldandi þjónustu LSH að halda. Mest er sjúkdómsbyrði óskýrðra kviðverkja en endurkomur barna sem greindust með óskýrða kviðverki árið 2010 voru 42,3% allra endurkoma á rannsóknartímabilinu. Ekki er óalgengt að börn sem greinast með óskýrða kviðverki fái sértæka sjúkdómsgreiningu við endurkomu. Mikilvægt er að komast að sértækri sjúkdómsgreiningu sem fyrst svo hægt sé að veita þessum börnum viðeigandi meðferð. Ljóst er að kviðverkir og greining þeirra er umfangsmikið vandamál og vonandi munu niðurstöður þessarar rannsóknar sýna fram á nauðsyn þess að efla þurfi greiningu barna með kviðverki. Tíðni illkynja sjúkdóma hjá sjúklingum með ígrætt nýra Vilhjálmur Pálmason1, Ásgerður Sverrisdóttir2, Margrét Birna Andrésdóttir3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Krabbameinsdeild Landspítala Íslands, 3Nýrnadeild Landspítala Íslands Inngangur: Ígræðsla nýra er kjörmeðferð við lokastigs nýrnabilun. Nýraþegar þurfa að gangast undir ónæmisbælandi lyfjameðferð eftir ígræðslu. Þekkt er að sjúklingar á ónæmisbælandi lyfjum eru í aukinni áhættu á að fá krabbamein og ýmsar sýkingar. Þar ber hæst að nefna húðkrabbamein önnur en sortuæxli (NMSC) sem og veirutengd krabbamein. Ónæmisbælandi lyfjameðferð nýraþega hefur tekið miklum breytingum á síðastliðnum áratugum. Talsvert öflug lyf eru komin á markað sem hafa lækkað tíðni bráðra hafnana ígrædds nýra. Með öflugri lyfjum eykst hins vegar hættan á því að ónæmisbæla sjúkling um of. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni illkynja sjúkdóma hjá íslenskum nýraþegum. Efniviður og aðferðir: Lýðgrunduð afturskyggn rannsókn sem tók til allra íslenskra nýraþega frá upphafi eða árin 1970­2015. Upplýsingum um íslenska nýraþega var aflað úr gagnagrunnum íslensku Nýrnabilunarskránnar og Scandiatransplant. Sá listi var samkeyrður við Krabbameinsskrá og borið kennsl á alla þá nýraþega sem fengið hafa illkynja sjúkdóm. Stöðluð nýgengitíðni krabbameina hjá íslenskum nýraþegum var reiknuð út og borin saman við almennt þýði. Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan­Meier. Niðurstöður: Af 232 nýraþegum fengu 43 illkynja sjúkdóm á rannsóknartímabilinu. Staðlað nýgengihlutfall (SIR) allra krabbameina samanborið við almennt þýði var 4,08 (2,95­5,49) þar af var SIR fyrir NMSC 63,16 (40,46­93,97). Fyrir öll krabbamein utan NMSC var SIR 1,87 (1,13­2,92). Fyrir non­Hodgkins eitilæxli var SIR 11,54 (2,38­ 33,72) og fyrir krabbamein í vör var SIR 61,22 (12,63­178,92). Við lifunarútreikninga sást að fyrir tímabilið 1995­2015 var tölfræðilega marktækt verri lifun hjá þeim nýraþegum sem fengu æxli samanborið við þá sem ekki fengu æxli. Ályktanir: Lifun þeirra sem fá æxli er verri en þeirra sem ekki fá æxli. Staðlað nýgengihlutfall krabbameina hjá íslenskum nýraþegum er aukið samanborið við almennt þýði. Sérstaklega er aukin áhætta á NMSC, krabbameini í vör og non­Hodgkins eitilæxlum. Þrátt fyrir tiltölulega fámennt þýði samrýmist tíðniaukningin á krabbameinum hjá íslenskum nýraþegum því sem erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á. Starfsemi æðaþels og áhættumat Hjartaverndar Ylfa Rún Sigurðardóttir Leiðbeinendur: Karl Konráð Andersen, Guðmundur Þorgeirsson og Vilmundur Guðnason Inngangur: Hjarta­ og æðasjúkdómar eru stærsta orsök dauðsfalla í nær öllum heimshlutum og bera kransæðasjúkdómar helst sök á þessari háu dánartíðni. Forvarnir þessara sjúkdóma gegna veigamiklu hlutverki og á Íslandi er áhættumat Hjartaverndar nýtt í því skyni. Helstu áhættuþættir eru metnir og reiknaðar líkur á greiningu kransæðasjúkdóms næstu 10 árin. Stór hluti hjartaáfalla kemur úr hópi sem ekki telst til hááhættu. Því er hópur í áhættu sem mælingar bera ekki kennsl á og það ýtir undir leit að nýjum leiðum sem bæta áhættumat. EndoPAT er tækni til mælingar á starfsgetu æðaþels. Skoðuð voru tengsl milli vanstarfandi æðaþels, mælt með EndoPAT, og niðurstaðna áhættumats Hjartaverndar. Efniviður og aðferðir: EndoPAT mælingar voru framkvæmdar á einstaklingum sem komu í áhættumat Hjartaverndar. EndoPAT metur getu æðaþels til að kalla fram æðavíkkun og blóðflæðisaukningu eftir blóðþurrð. Við mælingu var notast við nema sem settir voru á vísifingur beggja handa. Þeir meta þrýstingsbreytingar sem endurspegla sveiflur í blóðrúmmáli fingurgóma við hverja púlsbylgju. Hver mæling stóð yfir í 19 mínútur. Eftir 7 mínútna grunnástandsmælingu var 5 mínútna blóðþurrð framkölluð í víkjandi handlegg með þrýstingi á upphandlegg. 7 mínútna viðbragðstímabil var mælt í kjölfarið og borið saman við grunnástand. Niðurstöður: Helsta niðurstaða EndoPAT er RHI stuðull. RHI undir 1.67 er talið merki um skerta æðaþelsstarfsemi. Úrtak rannsóknar samanstóð af 102 einstaklingum. Af þeim voru tæp 15% með RHI gildi undir 1.67. RHI stuðull var að meðaltali 2.39. Meðaláhætta þátttakenda á greiningu kransæðasjúkdóms á næstu 10 árum var 5.19%. 25% höfðu áhættu yfir 10% og teljast til hááhættuhóps. Lægra RHI gildi hafði ekki marktæk tengsl við hærri áhættu. 1.5% af breytileika í áhættu mátti skýra með breytileika RHI. Áhætta var heldur ekki marktækt hærri hjá þeim sem mældust með RHI undir 1.67. Skoðaður var sérstaklega hááhættuhópur. Þessir einstaklingar voru hvorki með marktækt lægra RHI né marktækt líklegri til að hafa RHI undir 1.67. Hlutfallsleg áhætta, miðuð við jafnaldra af sama kyni, var ekki marktækt hærri hjá þeim sem voru með lægra RHI. Ályktanir: Sú niðurstaða að ekkert marktækt samband sé milli lágrar RHI niðurstöðu EndoPAT og hárrar áhættu gefur til kynna að EndoPAT mæling meti ekki sömu þætti og liggja að baki áhættureiknislíkaninu. Ef fullkomið öfugt samband væri á milli RHI og áhættu bætti EndoPAT mæling litlu við núverandi áhættumat. Skortur á samræmi ýtir undir spurningu þess efnis hvort EndoPAT mæli þætti sem ekki greinast í hefðbundnu áhættumati. Einnig vaknar sú spurning hvort EndoPAT mæling hafi forspárgildi um kransæðaáföll hjá heilbrigðu þýði umfram áhættureikni og geti bætt áhættumat. Nýraígræðslur í íslenska sjúklinga 2000–2014: Afdrif þega og græðlinga 1Þórður Páll Pálsson, 2Ólafur Skúli Indriðason, 1,2Runólfur Pálsson 1Læknadeild, heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands; 2Nýrnalækningaeining Landspítala Inngangur: Ígræðsla nýra er kjörmeðferð við lokastigsnýrnabilun og fást gjafanýru ýmist frá lifandi eða látnum gjöfum. Ígræðslur nýrna frá látnum gjöfum krefjast mikils viðbúnaðar árið um kring og hafa ætíð farið fram erlendis en frá 2003 hafa ígræðslur nýrna frá lifandi gjöfum verið framkvæmdar á Landspítala. Mikilvægt er að bera árangur hér saman við aðrar þjóðir þar sem hér eru fáar aðgerðir framkvæmdar árlega og aðstæður sérstakar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna afdrif íslenskra nýraþega á 15 ára tímabili, einkum með tilliti til lifunar og virkni nýragræðlinga. Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra íslenskra sjúklinga sem gengust undir ígræðslu nýra á árunum 2000–2014. Klínískar upplýsingar fengust úr Íslensku nýrnabilunarskránni, gagnagrunni Scandiatransplant, sjúkraskrárkerfi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.