Goðasteinn - 01.09.2004, Side 44

Goðasteinn - 01.09.2004, Side 44
Goðasteinn 2004 Á meðan á þessari sjálfskipuðu varðstöðu þeirra stóð vatnaði oft um þá að neðanverðu allt upp í klof, en það angraði þá lítt, enda báðir alvanir sjómenn, Guðmundur af Vestmannaeyjabátum, en Elís bæði af bátum, skútum og togurum. M.a. hafði hann verið á breskum togurum. Þetta varð til þess að þeir komust lang- fyrstir um borð og hurfu sjónum okkar undir þiljur. En eitthvað var nú um það að þeim sem eftir biðu í fjörunni fyndist langt að bíða útfallsins norpandi á tjörukambinum, en þar kom þó að þeir fyrstu komust um borð með dyggri aðstoð þeimi félaga, þegar þeir komu upp úr káetunni til að létta á sér og rýma til fyrir nýjum trakteringum. Loks kom að því að allur hópurinn komst um borð og fékk hinar bestu trakter- ingar af kaffi og brauði ásamt víni handa þeinr sem það vildu, en þó voru þeir greinilega aðeins farnir að halda í vínið. Eg man að Elli (Elís) var orðinn ansi kátur og talaði tóma ensku við stýrimanninn. Hvernig skilningi var háttað er ég alls ekki viss um, allavega man ég að illa gekk honum að koma „stýra“ í skilning um að það væri verið að ferma á Krossi. En hvað sem því leið þá var Erlendur bóndi og oddviti á Skíðbakka, mikill bindindismaður, kominn um borð og hafði eðlilega forystu Landeyinga. Hann hafði miklar áhyggur af því að Elís yrði sér og okkur öllum til skammar fyrir fyll- erí og jafnvel allri þjóðinni. Því ég man hann sagði að alltaf hefði hann haft skömm á Dönum og vildi ekki gefa þeim höggstað á íslendingum fyrir ósæmilega háttsemi (menn hafi í huga hvað stutt var frá stofnun lýðveldis). Hafði hann frumkvæði að því að koma Elís upp á dekk og svo í land, en Elli var nú ekki tilbúinn að fara því hann vildi tala meira við vin sinn stýrimanninn, en hvað um það - enginn má við margnum og upp fór EIli en þá var nú þrautin þyngri að koma honum frá borði, en það var það hátt í sjó að það þurfti að leita lags svo hann blotnaði ekki. EIIi var bæði sterkur, snar og fylginn sér, en þó enduðu þessar stympingar með því að Guðmundur Guðjónsson, þá bóndi á Snotru, síðar á Búlandi, harðfrískur maður á besta aldri tók hann í fangið og ætlaði að koma honum út á réttu róli, en Elli greip í hvað sem hönd á festi, síðast í vantinn og hélt sér fast. Þá sagði Erlendur: „Ætlar þú að skemrna bátinn, Elli?“ Þessum stympingum lauk með því að Elli flaug fyrir borð, en þá var lagið búið og stakkst hann á kaf í öldu, en var gripinn af þeim sem í sandi voru, þannig að honum varð ekki meint af. Var hann settur í umsjá Guðmundar Guðlaugssonar bónda í Hallgeirsey, einstaks öðlings, og saman rorruðu þeir til bæja. Munu þeir hafa náð að Krossi í messulok, Elli þá syngjandi sæll og glaður. Meira man ég nú ekki frá strandinu að segja, en hinsvegar komust fleiri sögur á kreik, þó ég kunni þær ekki, enda skynja menn svona atburði hver á sinn hátt. Mig minnir að við feðgar höfum komið heim undir kvöldið. Um afdrif skips og -42-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.