Goðasteinn - 01.09.2004, Page 65
Goðasteinn 2004
Kristín hvatar för sinni vestur yfir mýrarnar, hún á framundan langa för. í Úlfs-
staðahverfinu hittir hún mann að störfum úti við og biður hann að reiða sig yfir
Affallið. Sjálfsagt er að verða við þeirri beiðni en manninum þykir ferð vinnu-
konunnar á prestssetrinu nokkuð einkennileg og spyr hvort hún sé að fara eitthvað
langt. Hann fær lítil svör og þegar þau kveðjast á vesturbakka Affallsins hugsar
hann með sér að að líklega sé eitthvað til í þessum sögum sem hann hat'i heyrt frá
Krossi.
Þunginn sem Kristín ber tefur ferð hennar ekki að ráði og hún rekur sig léttstíg
eftir rimum og bölum Út-Landeyjanna. Hún fylgir að mestu reiðgötum ferða-
manna sem liggja víðast út með fjörunni, styttir sér aðeins leið þegar göturnar
krækja fyrir blautar mýrar. þungfærar klyfjahestum, en sæmilega færar léttstígri
vinnukonu. Hún er orðin heimavön í Landeyjum, stiklar á þúfum, stekkur stöku
sinnum yfir rásir og gengur berfætt þegar bleytan virðist ætla að verða sauð-
skinnsskónum ofurefli. Það er svalt í veðri og kaldsamt berum fótum og Kristín
hryllir sig aðeins þegar hún sest niður og þerrar fæturna vandlega með rýju úr
pokanum sínum áður en hún fer í sokkana eftir að hafa öslað berfætt yfir breiða
keldu. Og kuldinn hverfur undra fljótt úr fótunum, aldrei líður göngumanni betur
en þegar hann er nýstiginn upp úr ísköldu vatni, hefur dregið þurra og hreina
sokka á fætur sér og finnur þægilegan yl færast upp í líkamann.
Sumstaðar eru vötnin sem falla til sjávar ófær gangandi manni og Kristín
verður að fá flutning á hesti eða báti. En henni miðar undra fljótt, önnur vinnu-
kona á Krossi hafði stungið að henni harðfisksbita, flatkökusneið og smjörklípu
áður en hún hélt af stað og hún stansar stöku sinnum, fær sér bita og heldur svo
endurnærð áfram, uns hún að lokum er komin út í Háfshverfi. Þar spyr hún um
næstu bæi fyrir utan Þjórsá og gleðst þegar hún hefur áttað sig nokkuð á hvað þeir
heita og hvar hvern sé að finna. Hún er ákveðin í að komast alla leið þetta kvöld.
Húsbóndinn hafði skipað henni að fara út úr sýslunni og fara strax og því ætlar
hún að hlýða. Hún harðneitar því gistingu austan ár og vinnumaður frá Háfshól
fylgir henni út að Þjórsá og kallar á ferju frá Selparti, undrandi á hvað þessi ein-
mana kona, sem í þokkabót sýnist ófrísk er ákveðin í að komast út í Flóa strax um
kvöldið. „Þetta er Selpartur“, segir hann og bendir til bæjar skamman spöl frá
ánni, „þú ferð nú ekki lengra en þangað í kvöld“. En Kristín svarar því engu og
þegar hún hefur kvatt ferjumanninn á vesturbakkanum tekur hún þegar á rás og
heldur áfram framhjá Selparti. Henni hafði verið sagt f Háfshverfinu að þaðan
væri ekki langt til bæjarins sem hún leitaði.
Þetta ár höfðu ung hjón, Markús Björnsson og Halla Þorgilsdóttir flust frá
Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum og hafið búskap í Skógsnesi í Gaulverja-
bæjarhreppi. Markús var Arnesingur en Halla dóttir Þorgils bónda á Rauðnefs-
-63-