Goðasteinn - 01.09.2004, Page 68
Goðasteinn 2004
veginn ósnortinn af hugsunum nýrri tíma. En ekki verður hjá því komist að láta
réttvísina hafa sinn gang og daginn fyrir gamlársdag sest hann niður á kontórnum
og ílettir í lagasafni sínu. „Hvenær skyldu þeir blessaðir hætta þessum fjanda að
refsa fólki fyrir að hafa náttúru?" tautar hann meðan hann leitar að bréfi með
konunglegri tilskipun sem hann veit að getur leyst hann sjálfan undan þeim vanda
að ákvarða hvaða refsingu skuli leggja á stúlkuna sem örlögin hafa flutt í um-
dæmi hans til þess að bera þar ávöxt andartaks hlýðni við frumhvöt allrar skepnu.
Bréfið finnur hann að lokum, grípur blað og penna og skrifar stiftamtmanninum
Hilmari Finsen bréf þar sem þess er óskað að það háa amt ákveði sekt vinnukon-
unnar Kristínar Magnúsdóttur á Skógsnesi sem samkvæmt „meðfylgjandi skýrslu
hlutaðeigandi prests af 13. þ.m. er orðin uppvís að fyrsta saknæma legorðsbroti“.
Hann lætur ekki hjá líða að taka fram í lok bréfsins að vinnukona þessi sé
bláfátæk.
I byrjun þorra ber sendimaður frá séra Páli aftur að dyrum á Litlahrauni og
færir sýslumanni bréfið sem presti hafði þá nýlega borist austan úr Landeyjum
ásamt fáeinum línum frá séra Páli sjállum þar sem hann biður sýslumann að hlut-
ast til um að faðerni barnungans í Skógsnesi verði staðfest að lögum svo að með
fullri vissu megi frá því greina í prestsþjónustubók. Þórður sýslumaður hlýtur að
leiða þetta mál til lykta, séra Sveinbjörn á Krossi hafði fundið leið til að losa sig
og sína við yfirheyrslur og svardaga og bent á að móðirin gæti sjálf staðfest með
eiði hvort hún hefði dregið drenginn á Krossi með sér í fen syndarinnar og sýslu-
maður tekur þegar að búa sig undir að rétta yfir henni og útvega votta og mann til
að mæta þar fyrir hönd hins lýsta barnsföður.
Dómabók Arnessýslu staðfestir að bréf séra Sveinbjarnar á Krossi var lagt
fram í réttarhaldinu yfir Kristínu Magnúsdóttur og geymir bókun um það sem
fram fór í réttinum.
Ár 1866 þann 31. Janúar var pólitírétturinn settur að Litlahrauni með
undirskrifuðum vottum, hvar þá var fyrirtekið málið Nr 3/1866.
Kristín Magnúsdóttir vinnukona á Skógsnesi gegn Yngispilti Þorsteini
Sveinbjarnarsyni á Krossi í Rángárvallasýslu.
Stúlkan Kristín Magnúsdóttir á Skógsnesi fœddi í heiminn þann 11
Desember 1865 sveinbarn, er í skýrninni hlaut nafnið Jón, að hverju barni
hún hefir lýst föður yngispilt Þorstein Sveinbjarnarson á Krossi í
Rangárvallasýslu, en þessi hefir í eptirbréfi föður hans Sra Sveinbjarnar
Guðmundssonar á Krossi til prestsins Sra Páls Ingimundarsonar í
Gaulverjabæ af 16. þessa mánaðar, erframlagt var svolátandi: ditto, alveg
-66-