Goðasteinn - 01.09.2004, Síða 68

Goðasteinn - 01.09.2004, Síða 68
Goðasteinn 2004 veginn ósnortinn af hugsunum nýrri tíma. En ekki verður hjá því komist að láta réttvísina hafa sinn gang og daginn fyrir gamlársdag sest hann niður á kontórnum og ílettir í lagasafni sínu. „Hvenær skyldu þeir blessaðir hætta þessum fjanda að refsa fólki fyrir að hafa náttúru?" tautar hann meðan hann leitar að bréfi með konunglegri tilskipun sem hann veit að getur leyst hann sjálfan undan þeim vanda að ákvarða hvaða refsingu skuli leggja á stúlkuna sem örlögin hafa flutt í um- dæmi hans til þess að bera þar ávöxt andartaks hlýðni við frumhvöt allrar skepnu. Bréfið finnur hann að lokum, grípur blað og penna og skrifar stiftamtmanninum Hilmari Finsen bréf þar sem þess er óskað að það háa amt ákveði sekt vinnukon- unnar Kristínar Magnúsdóttur á Skógsnesi sem samkvæmt „meðfylgjandi skýrslu hlutaðeigandi prests af 13. þ.m. er orðin uppvís að fyrsta saknæma legorðsbroti“. Hann lætur ekki hjá líða að taka fram í lok bréfsins að vinnukona þessi sé bláfátæk. I byrjun þorra ber sendimaður frá séra Páli aftur að dyrum á Litlahrauni og færir sýslumanni bréfið sem presti hafði þá nýlega borist austan úr Landeyjum ásamt fáeinum línum frá séra Páli sjállum þar sem hann biður sýslumann að hlut- ast til um að faðerni barnungans í Skógsnesi verði staðfest að lögum svo að með fullri vissu megi frá því greina í prestsþjónustubók. Þórður sýslumaður hlýtur að leiða þetta mál til lykta, séra Sveinbjörn á Krossi hafði fundið leið til að losa sig og sína við yfirheyrslur og svardaga og bent á að móðirin gæti sjálf staðfest með eiði hvort hún hefði dregið drenginn á Krossi með sér í fen syndarinnar og sýslu- maður tekur þegar að búa sig undir að rétta yfir henni og útvega votta og mann til að mæta þar fyrir hönd hins lýsta barnsföður. Dómabók Arnessýslu staðfestir að bréf séra Sveinbjarnar á Krossi var lagt fram í réttarhaldinu yfir Kristínu Magnúsdóttur og geymir bókun um það sem fram fór í réttinum. Ár 1866 þann 31. Janúar var pólitírétturinn settur að Litlahrauni með undirskrifuðum vottum, hvar þá var fyrirtekið málið Nr 3/1866. Kristín Magnúsdóttir vinnukona á Skógsnesi gegn Yngispilti Þorsteini Sveinbjarnarsyni á Krossi í Rángárvallasýslu. Stúlkan Kristín Magnúsdóttir á Skógsnesi fœddi í heiminn þann 11 Desember 1865 sveinbarn, er í skýrninni hlaut nafnið Jón, að hverju barni hún hefir lýst föður yngispilt Þorstein Sveinbjarnarson á Krossi í Rangárvallasýslu, en þessi hefir í eptirbréfi föður hans Sra Sveinbjarnar Guðmundssonar á Krossi til prestsins Sra Páls Ingimundarsonar í Gaulverjabæ af 16. þessa mánaðar, erframlagt var svolátandi: ditto, alveg -66-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.